Kapítalskt nirvana 8. ágúst 2007 00:01 The Guardian segir Moskvuborg hafa náð enn einum áfanganum á leiðinni að kapítalísku algleymi, eða nirvana eins og það heitir upp á ensku. Samkvæmt nýrri könnun er hvergi í veröldinni meiri hagnaður af hótelrekstri heldur en einmitt í Moskvu, þar sem hagnaður á fyrri helmingi árs nam 12.650 krónum á hvert herbergi að meðaltali. Ágóðinn er ríflega þriðjungi meiri en í London, sem er sú borg sem næst kemur. Fram kemur að þessi mikli hagnaður skýrist að stærstum hluta af lágum launakostnaði; sá vandi sé útbreiddur í Rússlandi þar sem auðkýfingar séu á hverju strái, meðan meðallaun í landinu rétt slaga í þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Þannig fara um tuttugu prósent tekna hótela í Rússlandi til launagreiðslna meðan hlutfallið er hátt í fjörutíu prósent í Lundúnum. Góður tími til að herða sultarólina The Economist Titringurinn á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum að undanförnu eru góðar fréttir, þrátt fyrir að bankamenn og fjárfestar séu margir hverjir súrir. Þetta er mat leiðarahöfundar The Economist sem segir að skellurinn hafi að minnsta kosti komið vitinu fyrir þessa hópa. Allt of mikið fjármagn hafi verið í boði á undanförnum árum, allt of ódýrt, allt of auðveldlega, fyrir allt of stóra hópa fólks. Gilti einu hvort um væri að ræða spákaupmenn að krækja sér í fljótan gróða á húsnæðismarkaðnum á Miami eða risa fjárfestingasjóði að fjármagna sínar nýjustu yfirtökur. Hringing vekjaraklukkunnar hafi komið of seint fyrir bandaríska húsnæðismarkaðinn. Hún sé þó nógu snemma á ferð til að hemja yfirtökuæðið á þeim tíma sem efnahagur heimsins er nógu sterkur til að takast á við aðstæðurnar. Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
The Guardian segir Moskvuborg hafa náð enn einum áfanganum á leiðinni að kapítalísku algleymi, eða nirvana eins og það heitir upp á ensku. Samkvæmt nýrri könnun er hvergi í veröldinni meiri hagnaður af hótelrekstri heldur en einmitt í Moskvu, þar sem hagnaður á fyrri helmingi árs nam 12.650 krónum á hvert herbergi að meðaltali. Ágóðinn er ríflega þriðjungi meiri en í London, sem er sú borg sem næst kemur. Fram kemur að þessi mikli hagnaður skýrist að stærstum hluta af lágum launakostnaði; sá vandi sé útbreiddur í Rússlandi þar sem auðkýfingar séu á hverju strái, meðan meðallaun í landinu rétt slaga í þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Þannig fara um tuttugu prósent tekna hótela í Rússlandi til launagreiðslna meðan hlutfallið er hátt í fjörutíu prósent í Lundúnum. Góður tími til að herða sultarólina The Economist Titringurinn á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum að undanförnu eru góðar fréttir, þrátt fyrir að bankamenn og fjárfestar séu margir hverjir súrir. Þetta er mat leiðarahöfundar The Economist sem segir að skellurinn hafi að minnsta kosti komið vitinu fyrir þessa hópa. Allt of mikið fjármagn hafi verið í boði á undanförnum árum, allt of ódýrt, allt of auðveldlega, fyrir allt of stóra hópa fólks. Gilti einu hvort um væri að ræða spákaupmenn að krækja sér í fljótan gróða á húsnæðismarkaðnum á Miami eða risa fjárfestingasjóði að fjármagna sínar nýjustu yfirtökur. Hringing vekjaraklukkunnar hafi komið of seint fyrir bandaríska húsnæðismarkaðinn. Hún sé þó nógu snemma á ferð til að hemja yfirtökuæðið á þeim tíma sem efnahagur heimsins er nógu sterkur til að takast á við aðstæðurnar.
Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira