Söng fyrir uppáhaldsliðið sitt 4. ágúst 2007 05:00 Óperusöngvarinn knái söng fyrir uppáhaldslið sitt, Manchester United. Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes hafði sérstaklega gaman af því að syngja fyrir vináttuleik Manchester United og Inter Milan á Old Trafford á dögunum vegna þess að hann hefur verið aðdáandi United síðan hann var lítill polli. Ómþýður söngur Garðars Thors dugði ekki til að tryggja United sigur í leiknum. Á meðal þeirra sem hlýddu á Garðar Thor hefja upp raust sína voru Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo en það dugði ekki til því United tapaði leiknum, 3-2. Garðar segist ekki hafa fengið að hitta hetjurnar sínar fyrir leikinn, hvað sem síðar verði. „Þeir eru að vinna og ég er að vinna, þannig er það bara," segir Garðar, sem söng fyrir tæplega 75 þúsund manns. „Þetta var bara gaman. Ég söng Granada og Nessun Dorma og það voru allir voða hrifnir." Þetta var þriðji leikurinn á Englandi þar sem Garðar Thor þenur raddbönd sín því áður hafði hann sungið fyrir úrslitaleik fyrstudeildarliða um sæti í úrvalsdeildinni og á heimavelli West Ham. Fjórði leikurinn þar sem Garðar lætur ljós sitt skína verður á bikarúrslitaleik enska ruðningsins hinn 25. ágúst. Segja má að Garðar sé orðinn sérfræðingur í leikjum sem þessum en hann gefur þó lítið fyrir það. Hefur hann þó lúmskt gaman af því að stíga fæti á marga af frægustu völlum Englands. „Allir þessir vellir eru í rauninni skemmtilegir. Þetta er allt svo stórt miðað við heima." Auk úrslitaleiksins 25. ágúst er Garðar með margt á prjónunum, þar á meðal tónleikaferðalag um Bretland og heimsóknir í hina ýmsu sjónvarps- og útvarpsþætti. „Dagbókin er að fyllast, sem er gott. Ég er mjög heppinn með það." Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes hafði sérstaklega gaman af því að syngja fyrir vináttuleik Manchester United og Inter Milan á Old Trafford á dögunum vegna þess að hann hefur verið aðdáandi United síðan hann var lítill polli. Ómþýður söngur Garðars Thors dugði ekki til að tryggja United sigur í leiknum. Á meðal þeirra sem hlýddu á Garðar Thor hefja upp raust sína voru Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo en það dugði ekki til því United tapaði leiknum, 3-2. Garðar segist ekki hafa fengið að hitta hetjurnar sínar fyrir leikinn, hvað sem síðar verði. „Þeir eru að vinna og ég er að vinna, þannig er það bara," segir Garðar, sem söng fyrir tæplega 75 þúsund manns. „Þetta var bara gaman. Ég söng Granada og Nessun Dorma og það voru allir voða hrifnir." Þetta var þriðji leikurinn á Englandi þar sem Garðar Thor þenur raddbönd sín því áður hafði hann sungið fyrir úrslitaleik fyrstudeildarliða um sæti í úrvalsdeildinni og á heimavelli West Ham. Fjórði leikurinn þar sem Garðar lætur ljós sitt skína verður á bikarúrslitaleik enska ruðningsins hinn 25. ágúst. Segja má að Garðar sé orðinn sérfræðingur í leikjum sem þessum en hann gefur þó lítið fyrir það. Hefur hann þó lúmskt gaman af því að stíga fæti á marga af frægustu völlum Englands. „Allir þessir vellir eru í rauninni skemmtilegir. Þetta er allt svo stórt miðað við heima." Auk úrslitaleiksins 25. ágúst er Garðar með margt á prjónunum, þar á meðal tónleikaferðalag um Bretland og heimsóknir í hina ýmsu sjónvarps- og útvarpsþætti. „Dagbókin er að fyllast, sem er gott. Ég er mjög heppinn með það."
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira