Verð að fara að skora fyrir Breiðablik 4. ágúst 2007 05:30 Fanndís Friðriksdóttir reynir hér skot að marki á Evrópumótinu. Fréttablaðið/Daníel Fanndís Friðriksdóttir 17 ára stelpa úr Breiðabliki varð markahæsti leikmaður Evrópumóts 19 ára landsliða kvenna sem fram fór hér á landi og lauk með sigri Þjóðverja um síðustu helgi. Fanndís skoraði jafnmörg mörk og þær Mary-Laure Delie hjá Frakklandi og Ellen White hjá Englandi en lék færri leiki en þær báðar. „Ég bjóst ekki við þessu en þetta er rosalega skemmtilegt. Það var æðislega gaman að fá að spila á heimavelli og vita af mömmu og pabba upp í stúku," sagði Fanndís en faðir hennar er fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Friðrik Friðriksson. Fanndís segist hafa skorað hjá pabba sínum. „Jú ég hef skorað oft hjá honum, það er svo auðvelt," sagði hún hlæjandi en það kom aldrei til greina hjá henni að fara í markið. „Nei, ég er virkilega léleg í marki," segir Fanndís. „Ég vil helst vera frammi. Ég er alltaf frammi hjá Breiðabliki en Óli þjálfari vildi hafa mig á hægri kantinum. Ég hafði ekki spilað þar síðan ég var lítil," segir Fanndís en þetta útspil landsliðsþjálfarans skilaði sér í þremur góðum mörkum. „Nú þarf maður að sanna sig ennþá meira. Ég verð líka að fara að setja hann fyrir Breiðablik því ég er bara búin að skora eitt mark í sumar. Ég var að hugsa að það myndi sennilega svínvirka að fara í landsliðstreyjuna undir Blikabúninginn," segir Fanndís í léttum tón. „Fanndís er geysilega fljót og fylgin sér en hraði hennar er hennar helsti styrkleiki. Hún á líka bjarta framtíð fyrir sér enda á hún tvö ár eftir í þessu 19 ára landsliði. Það er ekki slæmt afrek að verða markahæst þegar þú ert að spila tvö ár upp fyrir þig," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðsins. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Fanndís Friðriksdóttir 17 ára stelpa úr Breiðabliki varð markahæsti leikmaður Evrópumóts 19 ára landsliða kvenna sem fram fór hér á landi og lauk með sigri Þjóðverja um síðustu helgi. Fanndís skoraði jafnmörg mörk og þær Mary-Laure Delie hjá Frakklandi og Ellen White hjá Englandi en lék færri leiki en þær báðar. „Ég bjóst ekki við þessu en þetta er rosalega skemmtilegt. Það var æðislega gaman að fá að spila á heimavelli og vita af mömmu og pabba upp í stúku," sagði Fanndís en faðir hennar er fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Friðrik Friðriksson. Fanndís segist hafa skorað hjá pabba sínum. „Jú ég hef skorað oft hjá honum, það er svo auðvelt," sagði hún hlæjandi en það kom aldrei til greina hjá henni að fara í markið. „Nei, ég er virkilega léleg í marki," segir Fanndís. „Ég vil helst vera frammi. Ég er alltaf frammi hjá Breiðabliki en Óli þjálfari vildi hafa mig á hægri kantinum. Ég hafði ekki spilað þar síðan ég var lítil," segir Fanndís en þetta útspil landsliðsþjálfarans skilaði sér í þremur góðum mörkum. „Nú þarf maður að sanna sig ennþá meira. Ég verð líka að fara að setja hann fyrir Breiðablik því ég er bara búin að skora eitt mark í sumar. Ég var að hugsa að það myndi sennilega svínvirka að fara í landsliðstreyjuna undir Blikabúninginn," segir Fanndís í léttum tón. „Fanndís er geysilega fljót og fylgin sér en hraði hennar er hennar helsti styrkleiki. Hún á líka bjarta framtíð fyrir sér enda á hún tvö ár eftir í þessu 19 ára landsliði. Það er ekki slæmt afrek að verða markahæst þegar þú ert að spila tvö ár upp fyrir þig," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðsins.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira