Time and Time Again - Lada Sport - Þrjár stjörnur Trausti Júlíusson skrifar 21. júlí 2007 01:45 Þessi fyrsta plata Lödu Sport í fullri lengd er ekki fullkomin, en staðfestir að þetta er hljómsveit sem getur bæði samið, útsett og flutt góð rokklög. Fagmannlega unnin rokkplataLada Sport er fjögurra manna sveit úr Hafnarfirði. Hún vakti fyrst athygli þegar hún lenti í öðru sæti á Músíktilraunum árið 2004. Í dag eru í sveitinni þeir Stefnir Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Friðrik Sigurbjörn Friðriksson bassaleikari og Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari sem allir voru í Lödunni á Músíktilraunum og á EP-plötunni Personal Humor sem kom út sama ár, og svo Jón Þór Ólafsson söngvari og gítarleikari sem gekk til liðs við sveitina haustið 2005. Og nú er fyrsta plata sveitarinnar í fullri lengd komin út. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður hlustar á Time and Time Again er hversu fagmannlega hún er unnin. Hljómurinn er þykkur og þéttur og útsetningarnar eru gerðar af kunnáttu. Tónlistin minnir mig stundum á þykkan hljóðvegginn hjá Muse, en einnig kemur Weezer upp í hugann. Nokkrir gestahljóðfæraleikarar koma við sögu; fiðlu- og sellóleikari, trompetleikari og bakraddasöngvarar auk Gísla Steins Péturssonar sem vinnur með gítarhljóminn í nokkrum lögum. Eins og áður segir eru útsetningarnar vel gerðar og þessi aukamannskapur kemur vel út og gerir hljóminn massífari. Axel Flex Árnason stjórnar upptökum ásamt hljómsveitarmeðlimum. Það er mörg ágæt lög á Time and Time Again. Ég nefni fyrstu tvö lögin, Love Donors og The World Is A Place For Kids Going Far, lagið Trampoline, lokalagið Leví, It's Time To Wake Up og Holocaust sem er mitt uppáhaldslag á plötunni. Fín lög allt, en það sem þeim Lada Sport drengjum hefur samt ekki alveg tekist að mínu mati er að marka sér sérstöðu og gera tónlistina spennandi. Platan hljómar svolítið einsleit og of keimlík öðrum rokkplötum sem maður hefur heyrt í gegn um tíðina. Á heildina litið er Time and Time Again samt ágætis plata. Kostirnir eru fleiri en gallarnir. Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Fagmannlega unnin rokkplataLada Sport er fjögurra manna sveit úr Hafnarfirði. Hún vakti fyrst athygli þegar hún lenti í öðru sæti á Músíktilraunum árið 2004. Í dag eru í sveitinni þeir Stefnir Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Friðrik Sigurbjörn Friðriksson bassaleikari og Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari sem allir voru í Lödunni á Músíktilraunum og á EP-plötunni Personal Humor sem kom út sama ár, og svo Jón Þór Ólafsson söngvari og gítarleikari sem gekk til liðs við sveitina haustið 2005. Og nú er fyrsta plata sveitarinnar í fullri lengd komin út. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður hlustar á Time and Time Again er hversu fagmannlega hún er unnin. Hljómurinn er þykkur og þéttur og útsetningarnar eru gerðar af kunnáttu. Tónlistin minnir mig stundum á þykkan hljóðvegginn hjá Muse, en einnig kemur Weezer upp í hugann. Nokkrir gestahljóðfæraleikarar koma við sögu; fiðlu- og sellóleikari, trompetleikari og bakraddasöngvarar auk Gísla Steins Péturssonar sem vinnur með gítarhljóminn í nokkrum lögum. Eins og áður segir eru útsetningarnar vel gerðar og þessi aukamannskapur kemur vel út og gerir hljóminn massífari. Axel Flex Árnason stjórnar upptökum ásamt hljómsveitarmeðlimum. Það er mörg ágæt lög á Time and Time Again. Ég nefni fyrstu tvö lögin, Love Donors og The World Is A Place For Kids Going Far, lagið Trampoline, lokalagið Leví, It's Time To Wake Up og Holocaust sem er mitt uppáhaldslag á plötunni. Fín lög allt, en það sem þeim Lada Sport drengjum hefur samt ekki alveg tekist að mínu mati er að marka sér sérstöðu og gera tónlistina spennandi. Platan hljómar svolítið einsleit og of keimlík öðrum rokkplötum sem maður hefur heyrt í gegn um tíðina. Á heildina litið er Time and Time Again samt ágætis plata. Kostirnir eru fleiri en gallarnir.
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira