Cruise tekur upp í Þýskalandi 21. júlí 2007 05:45 Tom Cruise við tökur á nýjustu mynd sinni, Valkyrie. nordicphotos/afp Tökur eru hafnar í Þýskalandi á nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Valkyrie, þrátt fyrir að framleiðendunum hafi verið meinaður aðgangur að fyrirhuguðum tökustað í Berlín. Í myndinni fer Cruise með hlutverk Claus von Stauffenberg sem var tekinn af lífi fyrir tilraun sína til að myrða Adolf Hitler. Orðrómur hefur verið uppi um að Cruise og félögum hafi verið meinaður aðgangur að tökustaðnum vegna aðildar leikarans að Vísindakirkjunni, sem þykir ekki vinsæl á meðal Þjóðverja. Hafa framleiðendur myndarinnar vísað þeim orðrómi til föðurhúsanna og segja ekkert hæft í honum. Nafn myndarinnar, Valkyrie, er vísun í dulnefni áætlunarinnar sem gerð var um að ráða Hitler af dögum. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer og auk Crusie fer Kenneth Branagh með stórt hlutverk í henni. „Það hefði aldrei gengið að taka myndina upp annars staðar en í Þýskalandi,“ sagði Singer. „Ég er mjög ánægður með að við fengum Tom Cruise til að leika Stauffenberg.“ Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tökur eru hafnar í Þýskalandi á nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Valkyrie, þrátt fyrir að framleiðendunum hafi verið meinaður aðgangur að fyrirhuguðum tökustað í Berlín. Í myndinni fer Cruise með hlutverk Claus von Stauffenberg sem var tekinn af lífi fyrir tilraun sína til að myrða Adolf Hitler. Orðrómur hefur verið uppi um að Cruise og félögum hafi verið meinaður aðgangur að tökustaðnum vegna aðildar leikarans að Vísindakirkjunni, sem þykir ekki vinsæl á meðal Þjóðverja. Hafa framleiðendur myndarinnar vísað þeim orðrómi til föðurhúsanna og segja ekkert hæft í honum. Nafn myndarinnar, Valkyrie, er vísun í dulnefni áætlunarinnar sem gerð var um að ráða Hitler af dögum. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer og auk Crusie fer Kenneth Branagh með stórt hlutverk í henni. „Það hefði aldrei gengið að taka myndina upp annars staðar en í Þýskalandi,“ sagði Singer. „Ég er mjög ánægður með að við fengum Tom Cruise til að leika Stauffenberg.“
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira