Blönduóslögreglan vísar veginn 10. júlí 2007 00:01 Lögreglan á Blönduósi hefur um árabil mátt þola illt umtal vegna rösklegrar framgöngu við vegaeftirlit. Þó vill svo til að þeir sem hafa horn í síðu þessara samviskusömu laganna varða eru fyrst og fremst bílstjórar sem aka yfir löglegum hámarkshraða. Ótal sögur eru til af miskunnarleysi Blönduóslöggunnar við hraðamælingar og sektir, jafnvel þótt hraðinn sé ekki mikið yfir leyfilegum mörkum. Stefna sýslumannsins á Blönduósi minnir í þessum efnum á „zero tolerance" löggæslustefnu sem Rudy Giuliani innleiddi þegar hann hreinsaði til í New York í borgarstjóratíð sinni. New York-búar uppskáru betri og öruggari borg. Og Giuliani svo miklar vinsældir og virðingu að hann þykir einn af líklegri kandídötum repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Nú er glæpatíðni í New York og hraðakstri íslenskra bílstjóra á vegum úti ekki sérstaklega saman að jafna. Nema að því leyti að sýslumaðurinn á Blönduósi og Giuliani hafa báðir beitt þeirri árangursríku aðferð að gera löggæsluna mjög sýnilega, ef ekki hreinlega áþreifanlega. Giuliani fjölgaði lögregluþjónunum á götum New York; sýslumaðurinn á Blönduósi lætur sína menn vera á svo til stöðugri ferð um vegi umdæmisins. Það er því engin tilviljun að það snarhægir á umferðinni á þjóðvegi 1 frá Staðarskála og norður í Langadal þar sem lögsögu Blönduóslögreglunnar sleppir. Þetta þekkja allir sem keyra reglulega milli Reykjavíkur og Akureyrar. Á þessum tiltekna kafla fara ekki aðrir mikið yfir 90 en þeir sem eru nýgræðingar í akstri um Húnavatnssýslur. Og oftar en ekki eru þeir gripnir í geisla hraðamælingatækja heimamanna. Orðspor Blönduóslögreglunnar dugar sem sagt til að hægja á hraðakstri og stöðug viðvera lögregluþjónanna við umferðareftirlit viðheldur orðinu sem af þeim fer. Lykilorðin í þessu sambandi eru sýnileg löggæsla. Full ástæða er til að færa þessi tvö orð til bókar á tímum sífellt fleiri löggæslumyndavéla því fjölgun þeirra hefur fylgt tilhneiging til að fækka lögreglumönnum á ferð. Þegar eftirlitsmyndavélar lögreglunnar voru til að mynda settar upp í miðbæ Reykjavíkur á sínum tíma var ferðum lögregluþjóna um svæðið fækkað. Vélarnar hafa vissulega reynst vel við að upplýsa afbrot. Forvarnagildi þeirra er hins vegar heldur takmarkað þegar brotamennirnir hafa áttað sig á því hvaða svæði þær ná yfir og fremja brot sín utan sjónmáls þeirra. Ein lausn er að setja upp sífellt fleiri eftirlitsmyndavélar. Slíkt ofureftirlit, þar sem hver hreyfing er fest á filmu, er þó hvorki eftirsóknarvert né raunhæft. Gamla lagið, nálægð lögreglumanna af hold og blóði, er mun vænlegra til árangurs. Það er því gleðilegt að lesa um áætlanir Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, um að efla svæðisstöðvar lögreglunnar og auka sýnileika hennar. Þangað liggur leiðin. Ekki að skjáum eftirlitsmyndavélanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Lögreglan á Blönduósi hefur um árabil mátt þola illt umtal vegna rösklegrar framgöngu við vegaeftirlit. Þó vill svo til að þeir sem hafa horn í síðu þessara samviskusömu laganna varða eru fyrst og fremst bílstjórar sem aka yfir löglegum hámarkshraða. Ótal sögur eru til af miskunnarleysi Blönduóslöggunnar við hraðamælingar og sektir, jafnvel þótt hraðinn sé ekki mikið yfir leyfilegum mörkum. Stefna sýslumannsins á Blönduósi minnir í þessum efnum á „zero tolerance" löggæslustefnu sem Rudy Giuliani innleiddi þegar hann hreinsaði til í New York í borgarstjóratíð sinni. New York-búar uppskáru betri og öruggari borg. Og Giuliani svo miklar vinsældir og virðingu að hann þykir einn af líklegri kandídötum repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Nú er glæpatíðni í New York og hraðakstri íslenskra bílstjóra á vegum úti ekki sérstaklega saman að jafna. Nema að því leyti að sýslumaðurinn á Blönduósi og Giuliani hafa báðir beitt þeirri árangursríku aðferð að gera löggæsluna mjög sýnilega, ef ekki hreinlega áþreifanlega. Giuliani fjölgaði lögregluþjónunum á götum New York; sýslumaðurinn á Blönduósi lætur sína menn vera á svo til stöðugri ferð um vegi umdæmisins. Það er því engin tilviljun að það snarhægir á umferðinni á þjóðvegi 1 frá Staðarskála og norður í Langadal þar sem lögsögu Blönduóslögreglunnar sleppir. Þetta þekkja allir sem keyra reglulega milli Reykjavíkur og Akureyrar. Á þessum tiltekna kafla fara ekki aðrir mikið yfir 90 en þeir sem eru nýgræðingar í akstri um Húnavatnssýslur. Og oftar en ekki eru þeir gripnir í geisla hraðamælingatækja heimamanna. Orðspor Blönduóslögreglunnar dugar sem sagt til að hægja á hraðakstri og stöðug viðvera lögregluþjónanna við umferðareftirlit viðheldur orðinu sem af þeim fer. Lykilorðin í þessu sambandi eru sýnileg löggæsla. Full ástæða er til að færa þessi tvö orð til bókar á tímum sífellt fleiri löggæslumyndavéla því fjölgun þeirra hefur fylgt tilhneiging til að fækka lögreglumönnum á ferð. Þegar eftirlitsmyndavélar lögreglunnar voru til að mynda settar upp í miðbæ Reykjavíkur á sínum tíma var ferðum lögregluþjóna um svæðið fækkað. Vélarnar hafa vissulega reynst vel við að upplýsa afbrot. Forvarnagildi þeirra er hins vegar heldur takmarkað þegar brotamennirnir hafa áttað sig á því hvaða svæði þær ná yfir og fremja brot sín utan sjónmáls þeirra. Ein lausn er að setja upp sífellt fleiri eftirlitsmyndavélar. Slíkt ofureftirlit, þar sem hver hreyfing er fest á filmu, er þó hvorki eftirsóknarvert né raunhæft. Gamla lagið, nálægð lögreglumanna af hold og blóði, er mun vænlegra til árangurs. Það er því gleðilegt að lesa um áætlanir Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, um að efla svæðisstöðvar lögreglunnar og auka sýnileika hennar. Þangað liggur leiðin. Ekki að skjáum eftirlitsmyndavélanna.