Stúlka í Prag 9. júlí 2007 06:00 Fyrir nokkrum árum sýndi tékknesk stúlka mér alveg sérstakan áhuga. Það gerðist í Borgarvirki eða Hradcany í Prag. Því miður beindist áhugi hennar ekki að mér persónulega heldur var það þjóðerni mitt sem gerði mig spennandi. Það var hinn íslenski lögreglumaður Erlendur í bókum Arnaldar Indriðasonar átti hug hennar og hjarta. ÞAÐ kom mér því ekki á óvart þegar þær góðu fréttir spurðust að Mýrin, kvikmynd Baltasars Kormáks, hefði unnið fyrstu verðlaun á frægri kvikmyndahátíð í Karlovy Vary í Tékklandi, en þar eru heilsulindir eins og í Hveragerði. En hversu vel kynntur sem Erlendur lögreglumaður kann að vera í Tékklandi hefði kvikmynd um hann ekki unnið til verðlauna á hátíðinni í Hveragerði nema myndin stæðist ítrustu gæðakröfur. ÞAÐ er mitt álit að Baltasar Kormákur sé meðal fremstu leikstjóra sem nú eru að störfum í Evrópu hverra verk ég kannast við (og örugglega besti hestamaðurinn í þeim hópi). Það kæmi mér því ekki á óvart að næst þegar leið mín liggur til Prag og ég hitti aftur stúlkuna sem ég spjallaði við hérna um árið að hún spyrji mig ekki einungis um Erlend heldur einnig um Baltasar og hvaða myndir hann hafi á prjónunum. EF þjóðir væru metnar eftir auðsæld sinni nytu Sádí-Arabar sennilega mestrar virðingar allra þjóða í heiminum. Það er þó ekki ríkidæmið sem mestu ræður um það orðspor sem af þeim fer heldur hvað þjóðir gera við peningana sína. Þótt það sé góðra launa vert að hafa brennandi áhuga á að græða peninga skiptir ekki minna máli vinnuframlag þeirra sem kjósa fremur að framleiða menningarverðmæti. Þess vegna væri skynsamlegt að þeir sem við þá framleiðslu fást byggju við kjör sem væru sambærileg - ekki kannski við mikilmenni eins og seðlabankastjóra - heldur að minnsta kosti við lögreglublók hjá hinu opinbera á borð við Erlend í bókum Arnaldar. Vonandi fer fjölgandi þeim peninga- og stjórnmálamönnum sem hafa sálargáfur til að skilja að fjármagn þarf til að rækta andleg verðmæt sem eru undirstaða tilveru þjóðarinnar - með djúpri virðingu fyrir þorski, stóriðju og viðskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Fyrir nokkrum árum sýndi tékknesk stúlka mér alveg sérstakan áhuga. Það gerðist í Borgarvirki eða Hradcany í Prag. Því miður beindist áhugi hennar ekki að mér persónulega heldur var það þjóðerni mitt sem gerði mig spennandi. Það var hinn íslenski lögreglumaður Erlendur í bókum Arnaldar Indriðasonar átti hug hennar og hjarta. ÞAÐ kom mér því ekki á óvart þegar þær góðu fréttir spurðust að Mýrin, kvikmynd Baltasars Kormáks, hefði unnið fyrstu verðlaun á frægri kvikmyndahátíð í Karlovy Vary í Tékklandi, en þar eru heilsulindir eins og í Hveragerði. En hversu vel kynntur sem Erlendur lögreglumaður kann að vera í Tékklandi hefði kvikmynd um hann ekki unnið til verðlauna á hátíðinni í Hveragerði nema myndin stæðist ítrustu gæðakröfur. ÞAÐ er mitt álit að Baltasar Kormákur sé meðal fremstu leikstjóra sem nú eru að störfum í Evrópu hverra verk ég kannast við (og örugglega besti hestamaðurinn í þeim hópi). Það kæmi mér því ekki á óvart að næst þegar leið mín liggur til Prag og ég hitti aftur stúlkuna sem ég spjallaði við hérna um árið að hún spyrji mig ekki einungis um Erlend heldur einnig um Baltasar og hvaða myndir hann hafi á prjónunum. EF þjóðir væru metnar eftir auðsæld sinni nytu Sádí-Arabar sennilega mestrar virðingar allra þjóða í heiminum. Það er þó ekki ríkidæmið sem mestu ræður um það orðspor sem af þeim fer heldur hvað þjóðir gera við peningana sína. Þótt það sé góðra launa vert að hafa brennandi áhuga á að græða peninga skiptir ekki minna máli vinnuframlag þeirra sem kjósa fremur að framleiða menningarverðmæti. Þess vegna væri skynsamlegt að þeir sem við þá framleiðslu fást byggju við kjör sem væru sambærileg - ekki kannski við mikilmenni eins og seðlabankastjóra - heldur að minnsta kosti við lögreglublók hjá hinu opinbera á borð við Erlend í bókum Arnaldar. Vonandi fer fjölgandi þeim peninga- og stjórnmálamönnum sem hafa sálargáfur til að skilja að fjármagn þarf til að rækta andleg verðmæt sem eru undirstaða tilveru þjóðarinnar - með djúpri virðingu fyrir þorski, stóriðju og viðskiptum.