Guðfaðir poppsins 5. júlí 2007 07:15 Sir Peter Blake Breski myndlistarmaðurinn Peter Blake - maðurinn sem gerði ásamt eiginkonu sinni umslagið utanum Sergent Peppers er sjötíu og fimm um þessar mundir. Hann heldur upp á afmælið með stórri málverkasýningu í Tate-safninu í Liverpool og hefur mátt þola nokkra gagnrýni í blöðum eftir að hún opnaði í síðustu viku. Sir Peter þarf reyndar ekki að láta það á sig fá þó kornungir listfræðingar fúlsi við stórum olíuverkum hans. Hann hefur um marga ára skeið verið með vinsælli myndlistarmönnum á Bretlandi, er gjarnan kallaður guðfaðir poppsins þar í landi, sem er raunar nokkuð vafasamur titill. Hann er líka úr þeirri stétt samfélagsins sem hefur alltaf verið litið frekar niður á í yfirlætisfullri umfjöllun listfræðinga sem listamönnum eins og honum úr verkalýðsstétt hefur raunar verið frekar uppsigað við. Hann er úr verkalýðsstétt sem skýrir aðdáun hans á dægurlagahetjum, Presley, Everly Brothers og Beatles; glímukappar, dvergar og stripparar eru hans fólk. Blake hefur valdið nokkru umróti síðustu vikur. Hann lýsti því yfir opinberlega fyrir mörgum árum að hann væri hættur opinberum afskiptum að myndlist en framleiðir enn verk, bæði stök verk og print í fjöldaútgáfu. Umrótið var sökum þess að hann falbauð vinnuskála sinn til marga ára til sölu í heilu lagi. Hann hefur alla tíð verið sjúkur safnari á allskyns furðugripi og fullyrða þeir sem hafa fengið að grúska í vinnuskálanum að þar leynist mörg gersemin og raunar gæti draslið sem hann hefur sankað að sér fyllt heilt safn. Kaupendur hafa ekki gefið sig fram enda verðið óljóst. Hann segist þurfa á fjármagninu að halda: þrátt fyrir langan feril séu sjóðir hans uppurnir og fátt eftir til elliáranna. Ýmsir hafa tekið svari hans síðsutu daga. Þar fer fremstur annar strákur úr verkamannastétt: ríkasti myndlistarmaður núlifandi, Damien Hirst. Hann fussar við athugasemdum hinna lærðu og segir að enginn geti efast um yfirburði afmælisbarnsins. Eftir hann liggi áhrifamesta listaverk síðustu aldar: umslagið um Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band. Sýning í Tate-safninu í Liverpool verður opin til hausts. Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Breski myndlistarmaðurinn Peter Blake - maðurinn sem gerði ásamt eiginkonu sinni umslagið utanum Sergent Peppers er sjötíu og fimm um þessar mundir. Hann heldur upp á afmælið með stórri málverkasýningu í Tate-safninu í Liverpool og hefur mátt þola nokkra gagnrýni í blöðum eftir að hún opnaði í síðustu viku. Sir Peter þarf reyndar ekki að láta það á sig fá þó kornungir listfræðingar fúlsi við stórum olíuverkum hans. Hann hefur um marga ára skeið verið með vinsælli myndlistarmönnum á Bretlandi, er gjarnan kallaður guðfaðir poppsins þar í landi, sem er raunar nokkuð vafasamur titill. Hann er líka úr þeirri stétt samfélagsins sem hefur alltaf verið litið frekar niður á í yfirlætisfullri umfjöllun listfræðinga sem listamönnum eins og honum úr verkalýðsstétt hefur raunar verið frekar uppsigað við. Hann er úr verkalýðsstétt sem skýrir aðdáun hans á dægurlagahetjum, Presley, Everly Brothers og Beatles; glímukappar, dvergar og stripparar eru hans fólk. Blake hefur valdið nokkru umróti síðustu vikur. Hann lýsti því yfir opinberlega fyrir mörgum árum að hann væri hættur opinberum afskiptum að myndlist en framleiðir enn verk, bæði stök verk og print í fjöldaútgáfu. Umrótið var sökum þess að hann falbauð vinnuskála sinn til marga ára til sölu í heilu lagi. Hann hefur alla tíð verið sjúkur safnari á allskyns furðugripi og fullyrða þeir sem hafa fengið að grúska í vinnuskálanum að þar leynist mörg gersemin og raunar gæti draslið sem hann hefur sankað að sér fyllt heilt safn. Kaupendur hafa ekki gefið sig fram enda verðið óljóst. Hann segist þurfa á fjármagninu að halda: þrátt fyrir langan feril séu sjóðir hans uppurnir og fátt eftir til elliáranna. Ýmsir hafa tekið svari hans síðsutu daga. Þar fer fremstur annar strákur úr verkamannastétt: ríkasti myndlistarmaður núlifandi, Damien Hirst. Hann fussar við athugasemdum hinna lærðu og segir að enginn geti efast um yfirburði afmælisbarnsins. Eftir hann liggi áhrifamesta listaverk síðustu aldar: umslagið um Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band. Sýning í Tate-safninu í Liverpool verður opin til hausts.
Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira