Hamingjudagar 5. júlí 2007 07:00 Fitan flæðir yfir mótið. Einn skúlptúra Guðrúnar Veru á sýningu hennar í Gallery Turpentine sem hún opnar á morgun. Ljósmynd/Guðrún Vera. Birt með góðfúslegu leyfi li Hamingjudagar skella á í Gallery Turpentine í eftirmiðdaginn þegar Guðrún Vera Hjartardóttir myndlistarkona opnar þar sýningu. Guðrún segist hafa smíðað sýninguna inn í rýmið á Ingólfsstrætinu þar sem Turpentine er til húsa. Verkin eru fjögur og passa inn: „Þau eru öll í stærri kantinum," segir Guðrún. Guðrún Vera hélt síðast sýningu á Íslandi í lok ársins 2005, þá í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sú sýning hét „Velkomin(n) til mannheima" og túlkaði m.a. fæðingu og fyrstu skref mannsins í gleymskunni eftir að hann var gerður brottrækur frá Paradís. Í Hamingjudögum skoðar listakonan hins vegar mannlegar fýsnir og freistingar, s.s. lygi, græðgi eða hvers kyns ofneyslu sem ætlað er að fylla upp í tómleika. Verk hennar hafa um langt skeið verið bernskar mannverur úr leir í hvítu rými, einmanakennd hefur svifið yfir vötnum í sköpun listakonunnar en nú segist hún stigin til jarðar og komin í mannheima. Verkin fjögur eru unnin með blandaðri tækni, mest í leir en fleiri efni koma til. Nú eru verur hennar komnar í föt. Grunnur verkanna er unninn í plastleir: „Svona eins og krakkar eru með á leikskólum," segir listakonan. Efnið er bæði þjált í mótun og hefur mjúka áferð þegar það harðnar, þótt steypa verði glerhjálmi yfir sum eldri verka hennar til að hlífa þeim við meiðslum. Hún segist hafa byrjað með tvo póla við undirbúning sýningarinnar: hungur og græðgi. Græðgin hafi unnið á í fyrirferð í vinnslunni. Hungrið þorrið, enda ekki eins sjáanlegt og græðgin. Yfirskriftin er fengin að láni frá samnefndu leikriti Samuels Becketts. Þar sagði af hinni sælu frú sem sat í stórum sandbing og sökk æ dýpra í hauginn uns hausinn einn stóð upp úr. Guðrún segist ekki vera móralisti þótt lestir mannsins og fýsnir hafi att henni af stað í undirbúningi Hamingjudaga: „Ég er bara manneskja," segir hún og trúir á siðferðiskennd mannsins. Sýningin stendur til 22. júlí. Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hamingjudagar skella á í Gallery Turpentine í eftirmiðdaginn þegar Guðrún Vera Hjartardóttir myndlistarkona opnar þar sýningu. Guðrún segist hafa smíðað sýninguna inn í rýmið á Ingólfsstrætinu þar sem Turpentine er til húsa. Verkin eru fjögur og passa inn: „Þau eru öll í stærri kantinum," segir Guðrún. Guðrún Vera hélt síðast sýningu á Íslandi í lok ársins 2005, þá í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sú sýning hét „Velkomin(n) til mannheima" og túlkaði m.a. fæðingu og fyrstu skref mannsins í gleymskunni eftir að hann var gerður brottrækur frá Paradís. Í Hamingjudögum skoðar listakonan hins vegar mannlegar fýsnir og freistingar, s.s. lygi, græðgi eða hvers kyns ofneyslu sem ætlað er að fylla upp í tómleika. Verk hennar hafa um langt skeið verið bernskar mannverur úr leir í hvítu rými, einmanakennd hefur svifið yfir vötnum í sköpun listakonunnar en nú segist hún stigin til jarðar og komin í mannheima. Verkin fjögur eru unnin með blandaðri tækni, mest í leir en fleiri efni koma til. Nú eru verur hennar komnar í föt. Grunnur verkanna er unninn í plastleir: „Svona eins og krakkar eru með á leikskólum," segir listakonan. Efnið er bæði þjált í mótun og hefur mjúka áferð þegar það harðnar, þótt steypa verði glerhjálmi yfir sum eldri verka hennar til að hlífa þeim við meiðslum. Hún segist hafa byrjað með tvo póla við undirbúning sýningarinnar: hungur og græðgi. Græðgin hafi unnið á í fyrirferð í vinnslunni. Hungrið þorrið, enda ekki eins sjáanlegt og græðgin. Yfirskriftin er fengin að láni frá samnefndu leikriti Samuels Becketts. Þar sagði af hinni sælu frú sem sat í stórum sandbing og sökk æ dýpra í hauginn uns hausinn einn stóð upp úr. Guðrún segist ekki vera móralisti þótt lestir mannsins og fýsnir hafi att henni af stað í undirbúningi Hamingjudaga: „Ég er bara manneskja," segir hún og trúir á siðferðiskennd mannsins. Sýningin stendur til 22. júlí.
Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira