Vinnumiðlunin Future Future 3. júlí 2007 02:00 Siggi Oddsson er einn þeira meðlima Future Future sem hafa tekið við lausum stöðum í starfandi hljómsveitum nýlega. „Ég held að það sé hinn óþrjótandi brunnur sköpunar hljómsveitarmeðlima Future Future sem veldur þessu," segir Siggi Oddsson, söngvari Future Future. Glöggir menn hafa tekið eftir því að hljómsveitin Future Future virðist vera orðin eins konar vinnumiðlun fyrir starfandi íslenskar hljómsveitir. Árni Hjörvar, bassaleikari sveitarinnar, gekk til liðs við hljómsveitina Kimono fyrir nokkrum mánuðum þegar Dóri bassaleikari hætti. Siggi Oddsson, söngvari Future Future, tók nýverið við bassanum af Þresti í Mínus eftir miklar mannabreytingar þar. Einnig er trommarinn Arnar Ingi byrjaður að spila með hljómsveitinni Retron. Hljómsveitin Future Future er öðrum hljómsveitum gnægtabrunnur. „Það er kannski hægt að líta á Future Future sem ágætis stökkpall til að koma sér í þekktar íslenskar hljómsveitir," segir Sigurður og hlær. Hann tók þó fram að ekki stæði til að hafa áheyrnarprufur fyrir nýja hljómsveitarmeðlimi í bráð. Gítarleikari Future Future er þó enn á lausu og skemmtilegt að velta því fyrir sér hvaða hljómsveit grípi hann næst þegar staða losnar. Kannski Björk enduruppgötvi gítarsólóið og fái Eið með sér í lið fyrir næstu plötu. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég held að það sé hinn óþrjótandi brunnur sköpunar hljómsveitarmeðlima Future Future sem veldur þessu," segir Siggi Oddsson, söngvari Future Future. Glöggir menn hafa tekið eftir því að hljómsveitin Future Future virðist vera orðin eins konar vinnumiðlun fyrir starfandi íslenskar hljómsveitir. Árni Hjörvar, bassaleikari sveitarinnar, gekk til liðs við hljómsveitina Kimono fyrir nokkrum mánuðum þegar Dóri bassaleikari hætti. Siggi Oddsson, söngvari Future Future, tók nýverið við bassanum af Þresti í Mínus eftir miklar mannabreytingar þar. Einnig er trommarinn Arnar Ingi byrjaður að spila með hljómsveitinni Retron. Hljómsveitin Future Future er öðrum hljómsveitum gnægtabrunnur. „Það er kannski hægt að líta á Future Future sem ágætis stökkpall til að koma sér í þekktar íslenskar hljómsveitir," segir Sigurður og hlær. Hann tók þó fram að ekki stæði til að hafa áheyrnarprufur fyrir nýja hljómsveitarmeðlimi í bráð. Gítarleikari Future Future er þó enn á lausu og skemmtilegt að velta því fyrir sér hvaða hljómsveit grípi hann næst þegar staða losnar. Kannski Björk enduruppgötvi gítarsólóið og fái Eið með sér í lið fyrir næstu plötu.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira