Dansarar hnoðast um bæinn 2. júlí 2007 01:30 Stelpurnar munu skemmta vegfarendum miðbæjarins í sumar með alls kyns uppákomum tengdum dansi. Danshópurinn Hnoð samanstendur af fjórum ungum stúlkum sem stunduðu allar nám í Listdansskóla Íslands. „Við erum aðallega að vekja athygli á dansi, leikum okkur mikið með spuna og vinnum út frá aðstæðunum. Þetta er svolítið í dansleikhússtíl," segir Ásrún Magnúsdóttir en hópurinn er hluti af Skapandi sumarstarfi Hins hússins. „Við förum um allan bæ og nýtum okkur umhverfið. Til dæmis fórum við niður í bæ um daginn, klæddar í svart frá toppi til táar. Svo fundum við stað á Laugaveginum sem okkur fannst passa og dönsuðum líka niður allan Laugaveginn." Auk Ásrúnar eru þær Berglind Pétursdóttir, Rósa Ómarsdóttir og Védís Kjartansdóttir í danshópnum fima. Á hverjum föstudegi er svokallað Föstudagsfiðrildi Hins hússins og þá eru allir hóparnir að bralla eitthvað sniðugt í miðbænum. „Í gær vorum við á Lækjartorgi með dans-innsetningu þar sem við dönsuðum okkar útgáfu af Svanavatninu," segir Ásrún en stelpurnar eru allar þjálfaðar bæði í nútímadansi og ballett þó svo að hópurinn einbeiti sér að nútímadansinum. „Það er margt framundan hjá okkur í sumar og til dæmis ætlum við að sýna í lok sumars í Hafnarhúsinu. Svo verðum við bara niðri í bæ að skemmta vegfarendum." Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Danshópurinn Hnoð samanstendur af fjórum ungum stúlkum sem stunduðu allar nám í Listdansskóla Íslands. „Við erum aðallega að vekja athygli á dansi, leikum okkur mikið með spuna og vinnum út frá aðstæðunum. Þetta er svolítið í dansleikhússtíl," segir Ásrún Magnúsdóttir en hópurinn er hluti af Skapandi sumarstarfi Hins hússins. „Við förum um allan bæ og nýtum okkur umhverfið. Til dæmis fórum við niður í bæ um daginn, klæddar í svart frá toppi til táar. Svo fundum við stað á Laugaveginum sem okkur fannst passa og dönsuðum líka niður allan Laugaveginn." Auk Ásrúnar eru þær Berglind Pétursdóttir, Rósa Ómarsdóttir og Védís Kjartansdóttir í danshópnum fima. Á hverjum föstudegi er svokallað Föstudagsfiðrildi Hins hússins og þá eru allir hóparnir að bralla eitthvað sniðugt í miðbænum. „Í gær vorum við á Lækjartorgi með dans-innsetningu þar sem við dönsuðum okkar útgáfu af Svanavatninu," segir Ásrún en stelpurnar eru allar þjálfaðar bæði í nútímadansi og ballett þó svo að hópurinn einbeiti sér að nútímadansinum. „Það er margt framundan hjá okkur í sumar og til dæmis ætlum við að sýna í lok sumars í Hafnarhúsinu. Svo verðum við bara niðri í bæ að skemmta vegfarendum."
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira