Rödd Bjarkar aðalatriðið 1. júlí 2007 00:45 Björk Guðmundsdóttir hefur ekki mikinn áhuga á meginstraumnum. fréttablaðið/heiða Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við tímaritið Plan B að rödd hennar hafi verið aðalmálið í gegnum tíðina, ekki hverja hún hitti eða hvað hún gerði. „Allir segja: „Hún er svo heppin: hún klæddist svanakjólnum og lamdi blaðamanninn,“ og allt þetta klisjukennda bull. Málið er að alveg síðan ég var í Sykurmolunum hefur allt snúist um röddina mína,“ segir Björk. „Sumir Íslendingar halda að ég hafi ákveðið ferilinn fyrirfram og að ég hafi komist í kynni við rétta fólkið en það er alrangt. Eftir að ég gaf út Debut vildi fólk vinna með mér og tala við mig eða láta mynda sig með mér, að mér fannst vegna raddarinnar minnar, ekki vegna alls hins. Fólk eyðir samt miklum tíma í að spá í hina hlutina.“ Björk segist aldrei hafa haft áhuga á meginstraumnum í tónlistarsköpun sinni. Hefði hún viljað fylgja honum hefði hún gert hlutina allt öðruvísi en hún hefur gert. „Ég hefði tekið þátt í fullt af auglýsingum. Ég hefði samið alls konar tónlist fyrir Hollywood-myndir. Ég hefði eytt einum mánuði í að búa til hverja plötu og 23 mánuðum í að kynna hana í fjölmiðlum,“ segir hún. „Innst inni trúi ég því að tónlist sé fyrir alla. Eins mikið og ég hef gaman af öðruvísi, sérvitri tónlist og fíla fólk sem gerir plötur sem seljast bara í þremur eintökum, trúi ég á þennan milliveg þar sem hægt er að fara báðar leiðir. Uppáhaldstónlistin mín snýst um að sérkennunum er ekki fórnað og í staðinn nær hún þessum töfrastað í miðjunni.“ Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við tímaritið Plan B að rödd hennar hafi verið aðalmálið í gegnum tíðina, ekki hverja hún hitti eða hvað hún gerði. „Allir segja: „Hún er svo heppin: hún klæddist svanakjólnum og lamdi blaðamanninn,“ og allt þetta klisjukennda bull. Málið er að alveg síðan ég var í Sykurmolunum hefur allt snúist um röddina mína,“ segir Björk. „Sumir Íslendingar halda að ég hafi ákveðið ferilinn fyrirfram og að ég hafi komist í kynni við rétta fólkið en það er alrangt. Eftir að ég gaf út Debut vildi fólk vinna með mér og tala við mig eða láta mynda sig með mér, að mér fannst vegna raddarinnar minnar, ekki vegna alls hins. Fólk eyðir samt miklum tíma í að spá í hina hlutina.“ Björk segist aldrei hafa haft áhuga á meginstraumnum í tónlistarsköpun sinni. Hefði hún viljað fylgja honum hefði hún gert hlutina allt öðruvísi en hún hefur gert. „Ég hefði tekið þátt í fullt af auglýsingum. Ég hefði samið alls konar tónlist fyrir Hollywood-myndir. Ég hefði eytt einum mánuði í að búa til hverja plötu og 23 mánuðum í að kynna hana í fjölmiðlum,“ segir hún. „Innst inni trúi ég því að tónlist sé fyrir alla. Eins mikið og ég hef gaman af öðruvísi, sérvitri tónlist og fíla fólk sem gerir plötur sem seljast bara í þremur eintökum, trúi ég á þennan milliveg þar sem hægt er að fara báðar leiðir. Uppáhaldstónlistin mín snýst um að sérkennunum er ekki fórnað og í staðinn nær hún þessum töfrastað í miðjunni.“
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp