Dizzee heldur sínu striki 29. júní 2007 07:00 Dizzee Rascal. Nýja platan hans Maths + English er ein af bestu hip-hop plötum ársins 2007 til þessa. Dizzee Rascal vakti athygli árið 2003 þegar hann fékk Mercury-verðlaunin fyrir fyrstu plötuna sína yngstur vinningshafa í sögu verðlaunanna. Hann sendi nýlega frá sér sína þriðju plötu Maths + English. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn og tók stöðuna á bresku rappi. Breskt rapp hefur aldrei almennilega slitið barnsskónum. Sveitir eins og London Posse og Demon Boyz ruddu brautina á níunda áratugnum, en náðu ekki miklum vinsældum. Breska hip-hopið stóð lengi í skugganum af því ameríska og það var ekki fyrr en menn fóru að gera hlutina öðruvísi sem breskir rapparar fengu einhvern hljómgrunn að ráði. Samt hafa bylgjurnar risið og hnigið mjög hratt undanfarin ár. Árið 2000 sló garage-rapp sveitin So Solid Crew í gegn svo um munaði og í kjölfarið fylgdu hjarðir minni spámanna. Tveimur árum seinna var senan dauð. Svo var grime-bylgjan á allra vörum, en í dag fer ekki mikið fyrir henni.Nokkrir yfirburðamennÞó að breska rappið hafi aldrei náð að verða að sterkri fjöldahreyfingu þá hafa breskir rapparar sent frá sér nokkrar af bestu hip-hop plötum síðustu ára. Það eru nokkrir yfirburðamenn sem standa af sér alla tískustrauma og fjölmiðlafár sem eiga heiðurinn af þeim. Þarna eru menn eins og Roots Manuva, félagarnir í New Flesh, Ty, The Streets, Wiley og Dizzee Rascal. Eins og áður segir er þriðja plata Dizzee Rascal, Maths + English, nýkomin út, en áður hafði hann sent frá sér tvær frábærar plötur, Boy In Da Corner sem kom út 2003 og Showtime sem kom árið á eftir. Þær eiga það sameiginlegt að vera í senn tilraunakenndar og fönkí. Meistaraverk báðar tvær. Minni úr bandarísku rappiEins og The Streets og reyndar Lady Sovereign líka þá vakti Dizzee nokkra athygli í Bandaríkjunum með Showtime. Maður heyrir á nýju plötunni að hann hefur verið með hugann við bandarískt hip-hop þegar hann gerði hana. Hann segist hafa verið að hugsa um að taka plötuna upp í Atlanta eða Houston, enda dái hann suðurríkjarappið, en svo hafi hann ákveðið að loka sig frekar inni heima í London, laga sé tebolla og vinna plötuna eins og fyrri plöturnar. „Ég ákvað að leika mér með minni úr bandarísku rappi,“ segir Dizzee, „en hjá mér eru þau samt séð með augum Breta til að ná þessari fjarlægð sem er nauðsynleg til að þetta verði áhugavert.“Það er fullt af minnum úr bandarísku rappi á Maths + English. Lagið Pussyole er t.d. ekta „old-skool“ slagari með James Brown sampli og í Sirens ómar sírenuvæl. Samt er tónlistin hrárri, einfaldari og ferskari en þessi dæmigerða ofpródúseraða bandaríska rappplata. Það eru nokkrir gestir á plötunni, m.a. Alex Turner úr Arctic Monkeys og Lily Allen. Maths + English er flottasta hip-hop platan sem ég hef heyrt á árinu. Það slæðast að vísu inn á hana eitt eða tvö slöpp lög (sérstaklega hið vonlausa Suk My Dick), en í heildina er þetta samt frábær plata. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Dizzee Rascal vakti athygli árið 2003 þegar hann fékk Mercury-verðlaunin fyrir fyrstu plötuna sína yngstur vinningshafa í sögu verðlaunanna. Hann sendi nýlega frá sér sína þriðju plötu Maths + English. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn og tók stöðuna á bresku rappi. Breskt rapp hefur aldrei almennilega slitið barnsskónum. Sveitir eins og London Posse og Demon Boyz ruddu brautina á níunda áratugnum, en náðu ekki miklum vinsældum. Breska hip-hopið stóð lengi í skugganum af því ameríska og það var ekki fyrr en menn fóru að gera hlutina öðruvísi sem breskir rapparar fengu einhvern hljómgrunn að ráði. Samt hafa bylgjurnar risið og hnigið mjög hratt undanfarin ár. Árið 2000 sló garage-rapp sveitin So Solid Crew í gegn svo um munaði og í kjölfarið fylgdu hjarðir minni spámanna. Tveimur árum seinna var senan dauð. Svo var grime-bylgjan á allra vörum, en í dag fer ekki mikið fyrir henni.Nokkrir yfirburðamennÞó að breska rappið hafi aldrei náð að verða að sterkri fjöldahreyfingu þá hafa breskir rapparar sent frá sér nokkrar af bestu hip-hop plötum síðustu ára. Það eru nokkrir yfirburðamenn sem standa af sér alla tískustrauma og fjölmiðlafár sem eiga heiðurinn af þeim. Þarna eru menn eins og Roots Manuva, félagarnir í New Flesh, Ty, The Streets, Wiley og Dizzee Rascal. Eins og áður segir er þriðja plata Dizzee Rascal, Maths + English, nýkomin út, en áður hafði hann sent frá sér tvær frábærar plötur, Boy In Da Corner sem kom út 2003 og Showtime sem kom árið á eftir. Þær eiga það sameiginlegt að vera í senn tilraunakenndar og fönkí. Meistaraverk báðar tvær. Minni úr bandarísku rappiEins og The Streets og reyndar Lady Sovereign líka þá vakti Dizzee nokkra athygli í Bandaríkjunum með Showtime. Maður heyrir á nýju plötunni að hann hefur verið með hugann við bandarískt hip-hop þegar hann gerði hana. Hann segist hafa verið að hugsa um að taka plötuna upp í Atlanta eða Houston, enda dái hann suðurríkjarappið, en svo hafi hann ákveðið að loka sig frekar inni heima í London, laga sé tebolla og vinna plötuna eins og fyrri plöturnar. „Ég ákvað að leika mér með minni úr bandarísku rappi,“ segir Dizzee, „en hjá mér eru þau samt séð með augum Breta til að ná þessari fjarlægð sem er nauðsynleg til að þetta verði áhugavert.“Það er fullt af minnum úr bandarísku rappi á Maths + English. Lagið Pussyole er t.d. ekta „old-skool“ slagari með James Brown sampli og í Sirens ómar sírenuvæl. Samt er tónlistin hrárri, einfaldari og ferskari en þessi dæmigerða ofpródúseraða bandaríska rappplata. Það eru nokkrir gestir á plötunni, m.a. Alex Turner úr Arctic Monkeys og Lily Allen. Maths + English er flottasta hip-hop platan sem ég hef heyrt á árinu. Það slæðast að vísu inn á hana eitt eða tvö slöpp lög (sérstaklega hið vonlausa Suk My Dick), en í heildina er þetta samt frábær plata.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira