Grenivík eignar sér Ægissíðu 19. júní 2007 05:00 Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson stafsetti Ægisíðu vitlaust á nýjustu plötu sinni. MYND/GVA „Ég var alveg viss um að þetta væri með tveimur essum. Þetta eru bara mín mistök,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson um lagið Ægissíða, sem er misritað á nýjustu plötu hans Hagamelur. Jóni var bent á mistökin á tónleikum sínum á Grenivík á dögunum þar sem gatan Ægissíða liggur um bæinn. Þar í bæ er hún aftur á móti skrifuð með tveimur essum. Þess má jafnframt geta að húsið Hagamelur er einnig til á Grenivík, sem gerir tengingu plötunnar við bæjarfélagið ennþá merkilegri. „Þeir eru að reyna að eigna sér lagið og það er hið besta mál. Ég hef bara aldrei labbað fjöruna þar. Þetta gerir það kannski að verkum að fleiri geta tekið þetta til sín, þessa gönguferð mína um Ægisíðuna,“ segir Jón. „Þetta er eitthvað sem enginn hafði minnst á fyrr en á Grenivík. Ég held að Reykvíkingar séu kannski ekki með það á hreinu hvernig á að skrifa Ægisíða.“ Jón leggur til að í stað þess að fimm þúsund eintök af plötunni verði innkölluð bregðist Reykjavíkurborg við mistökunum með því að skipta um götuskiltin sem merkt eru Ægisíða. Þannig verði málið leyst á afar farsælan hátt. Hagamelur hefur verið söluhæsta plata landsins að undanförnu og er Jón vitaskuld hæstánægður með það. „Þetta er mjög gaman en eftir því sem árunum fjölgar kippir maður sér minna upp við þetta. Nú er það mitt mál að halda disknum gangandi út sumarið og helst reyna að láta hann svífa yfir í jólatraffíkina,“ segir hann. Jón, sem hélt útgáfutónleika í Iðnó fyrir skömmu, er kominn í nokkurra vikna frí en heldur síðan ótrauður áfram með tónleikahald síðar í sumar. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég var alveg viss um að þetta væri með tveimur essum. Þetta eru bara mín mistök,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson um lagið Ægissíða, sem er misritað á nýjustu plötu hans Hagamelur. Jóni var bent á mistökin á tónleikum sínum á Grenivík á dögunum þar sem gatan Ægissíða liggur um bæinn. Þar í bæ er hún aftur á móti skrifuð með tveimur essum. Þess má jafnframt geta að húsið Hagamelur er einnig til á Grenivík, sem gerir tengingu plötunnar við bæjarfélagið ennþá merkilegri. „Þeir eru að reyna að eigna sér lagið og það er hið besta mál. Ég hef bara aldrei labbað fjöruna þar. Þetta gerir það kannski að verkum að fleiri geta tekið þetta til sín, þessa gönguferð mína um Ægisíðuna,“ segir Jón. „Þetta er eitthvað sem enginn hafði minnst á fyrr en á Grenivík. Ég held að Reykvíkingar séu kannski ekki með það á hreinu hvernig á að skrifa Ægisíða.“ Jón leggur til að í stað þess að fimm þúsund eintök af plötunni verði innkölluð bregðist Reykjavíkurborg við mistökunum með því að skipta um götuskiltin sem merkt eru Ægisíða. Þannig verði málið leyst á afar farsælan hátt. Hagamelur hefur verið söluhæsta plata landsins að undanförnu og er Jón vitaskuld hæstánægður með það. „Þetta er mjög gaman en eftir því sem árunum fjölgar kippir maður sér minna upp við þetta. Nú er það mitt mál að halda disknum gangandi út sumarið og helst reyna að láta hann svífa yfir í jólatraffíkina,“ segir hann. Jón, sem hélt útgáfutónleika í Iðnó fyrir skömmu, er kominn í nokkurra vikna frí en heldur síðan ótrauður áfram með tónleikahald síðar í sumar.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“