Alveg í sjöunda himni 19. júní 2007 07:00 Birkir Rafn Gíslason hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. MYND/Valli Tónlistarmaðurinn Birkir Rafn Gíslason, eða Single Drop eins og hann kallar sig, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Þar er á ferðinni tilraunakennt og melankólskt popp með rokkuðum áhrifum. Birkir Rafn byrjaði að vinna plötuna fyrir um einu og hálfu ári. Við upptökurnar fékk hann til liðs við sig vini sína, þar á meðal bræðurna Ragnar Zolberg og Egil Örn Rafnssyni. „Maður er alveg í sjöunda himni með þetta. Það er mikill sigur að koma þessu út því það eru margar hurðir sem maður er búinn að labba á í þessu ferli,“ segir Birkir Rafn. „En þetta hefur samt verið gaman og maður hefur lært mikið.“ Birkir gefur plötuna út með aðstoð útgáfufyrirtækisins R og R músík, sem Rafn Jónsson, faðir Ragnars og Egils Arnar rak. Birkir, sem er uppalinn á Skagaströnd, hefur verið á fullu í tónlistinni undanfarin tíu ár. Hann hefur starfað með söngkonunni Fabúlu og samdi tónlist við stuttmyndina Another, sem hefur verið sýnd á kvikmyndahátíð hérlendis. Í fyrravor útskrifaðist hann úr FÍH. Birkir ber samstarfsfólki sínu á plötunni vel söguna. „Það er alveg meiriháttar. Þetta er draumafólkið sem ég valdi mér og það gekk allt upp. Þetta eru allt góðir vinir mínir. Þau komu úr ólíkum áttum en voru öll tilbúin til að gera allt fyrir mig.“ Auk Ragnars og Egils skipa samstarfshóp hans söngkonurnar Ásta Sveinsdóttir og Sigríður Eyþórsdóttir ásamt þeim Leifi Jónssyni og Arnljóti Sigurðssyni. Nánari upplýsingar um Single Drop má finna á www.myspace.com/singledrop. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Birkir Rafn Gíslason, eða Single Drop eins og hann kallar sig, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Þar er á ferðinni tilraunakennt og melankólskt popp með rokkuðum áhrifum. Birkir Rafn byrjaði að vinna plötuna fyrir um einu og hálfu ári. Við upptökurnar fékk hann til liðs við sig vini sína, þar á meðal bræðurna Ragnar Zolberg og Egil Örn Rafnssyni. „Maður er alveg í sjöunda himni með þetta. Það er mikill sigur að koma þessu út því það eru margar hurðir sem maður er búinn að labba á í þessu ferli,“ segir Birkir Rafn. „En þetta hefur samt verið gaman og maður hefur lært mikið.“ Birkir gefur plötuna út með aðstoð útgáfufyrirtækisins R og R músík, sem Rafn Jónsson, faðir Ragnars og Egils Arnar rak. Birkir, sem er uppalinn á Skagaströnd, hefur verið á fullu í tónlistinni undanfarin tíu ár. Hann hefur starfað með söngkonunni Fabúlu og samdi tónlist við stuttmyndina Another, sem hefur verið sýnd á kvikmyndahátíð hérlendis. Í fyrravor útskrifaðist hann úr FÍH. Birkir ber samstarfsfólki sínu á plötunni vel söguna. „Það er alveg meiriháttar. Þetta er draumafólkið sem ég valdi mér og það gekk allt upp. Þetta eru allt góðir vinir mínir. Þau komu úr ólíkum áttum en voru öll tilbúin til að gera allt fyrir mig.“ Auk Ragnars og Egils skipa samstarfshóp hans söngkonurnar Ásta Sveinsdóttir og Sigríður Eyþórsdóttir ásamt þeim Leifi Jónssyni og Arnljóti Sigurðssyni. Nánari upplýsingar um Single Drop má finna á www.myspace.com/singledrop.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira