Heima og heiman 12. júní 2007 04:00 Hótel eru undarlegir staðir. Á margan hátt líkjast hótel hugmyndum flestra trúaðra um staðinn sem tekur við eftir að jarðlífinu lýkur. Þá verða engar íþyngjandi skyldur. Enginn þarf að búa um rúmið sitt og ósýnilegar hendur munu alltaf sjá til þess að allt verði hreint og fagurt í kringum mann. Að minnsta kosti ef maður hefur verið góður og lagt fyrir áður en lagt er í langferðina. Heimili að heiman. Þetta er slagorð nær allra hótela veraldar en þó man ég ekki eftir að nokkur manneskja hafi sagt mér frá því að henni hafi liðið eins og heima hjá sér á slíkum stað. Fólk hefur sagt með stolti að það hafi verið Villeroy og Boch klósettskál inni á herberginu en aldrei að því hafi fundist það hafa verið eins og heima hjá sér. Hjá mér vekur hótelgisting upp hugmyndir um framhaldslíf. Undarlegur ótti grípur mig þegar mér verður hugsað til þess að líklegast líkist híbýli manna í himnaríki eða Paradís helst dásamlegu hóteli. Unaður áhyggjuleysins sem ég tel mig eiga skilið að njóta hverfur samstundis út í veður og vind vegna söknuðar eftir ábyrgð og skyldum. Ómótstæðileg þrá eftir smáborgaralegum lifnaðarháttum mínum fyllir mig jafnan strax og mér gefst færi á að vera ábyrgðarlaus bóhem. Hótelin ummyndast úr útópíu í andstæðu sína, dystópíu. Verður maður eins og áhyggjulaus og tilgangslaus sumarleyfisgestur að eilífu eftir að hafa skilið við þetta jarðlíf? Það vona ég ekki. Þjónninn á hótelinu þar sem ég dvel núna truflaði mig reyndar áðan af vangaveltum mínum um eilífðina. Hann vildi nefnilega fá að vita hvaða undarlegi stafur þetta væri á sígarettupakkanum mínum. Ég sagði honum að þetta væri þorn og las svo fyrir hann rununa: Reykingar eru mjög skaðlegar fyrir þig og þá sem eru nálægt þér. Honum þótti málið fallegt en spurði ekki um merkingu orðanna. Það þarf ekki að spyrja um merkingu orðanna á sígarettupökkunum. Hann varð upprifinn þegar ég sagði honum að þetta væri íslenska. Kom á daginn að hetja hans í bernsku var Jón Páll Sigmarsson. Enn spenntari varð þjónninn að heyra að nýlega hefði komið út mynd um kappann. Taldi hann fullvíst að hún myndi slá í gegn í Hollandi þar sem fólk dáir Jón Pál enn. Spurði svo hvort Íslendingar væru ekki búnir að reisa minnisvarða um hann. Íslendingar gætu svo sannarlega verið stoltir af því að hafa átt slíkan mann. Samræður okkar urðu ekki mikið lengri því ég var að drífa mig á söfn tileinkuð Önnu Frank og Rembrandt. Ég vona að það merkisfólk þurfi ekki að lifa í endalausu áhyggjuleysi í hótellíku himnaríki um aldir alda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Hótel eru undarlegir staðir. Á margan hátt líkjast hótel hugmyndum flestra trúaðra um staðinn sem tekur við eftir að jarðlífinu lýkur. Þá verða engar íþyngjandi skyldur. Enginn þarf að búa um rúmið sitt og ósýnilegar hendur munu alltaf sjá til þess að allt verði hreint og fagurt í kringum mann. Að minnsta kosti ef maður hefur verið góður og lagt fyrir áður en lagt er í langferðina. Heimili að heiman. Þetta er slagorð nær allra hótela veraldar en þó man ég ekki eftir að nokkur manneskja hafi sagt mér frá því að henni hafi liðið eins og heima hjá sér á slíkum stað. Fólk hefur sagt með stolti að það hafi verið Villeroy og Boch klósettskál inni á herberginu en aldrei að því hafi fundist það hafa verið eins og heima hjá sér. Hjá mér vekur hótelgisting upp hugmyndir um framhaldslíf. Undarlegur ótti grípur mig þegar mér verður hugsað til þess að líklegast líkist híbýli manna í himnaríki eða Paradís helst dásamlegu hóteli. Unaður áhyggjuleysins sem ég tel mig eiga skilið að njóta hverfur samstundis út í veður og vind vegna söknuðar eftir ábyrgð og skyldum. Ómótstæðileg þrá eftir smáborgaralegum lifnaðarháttum mínum fyllir mig jafnan strax og mér gefst færi á að vera ábyrgðarlaus bóhem. Hótelin ummyndast úr útópíu í andstæðu sína, dystópíu. Verður maður eins og áhyggjulaus og tilgangslaus sumarleyfisgestur að eilífu eftir að hafa skilið við þetta jarðlíf? Það vona ég ekki. Þjónninn á hótelinu þar sem ég dvel núna truflaði mig reyndar áðan af vangaveltum mínum um eilífðina. Hann vildi nefnilega fá að vita hvaða undarlegi stafur þetta væri á sígarettupakkanum mínum. Ég sagði honum að þetta væri þorn og las svo fyrir hann rununa: Reykingar eru mjög skaðlegar fyrir þig og þá sem eru nálægt þér. Honum þótti málið fallegt en spurði ekki um merkingu orðanna. Það þarf ekki að spyrja um merkingu orðanna á sígarettupökkunum. Hann varð upprifinn þegar ég sagði honum að þetta væri íslenska. Kom á daginn að hetja hans í bernsku var Jón Páll Sigmarsson. Enn spenntari varð þjónninn að heyra að nýlega hefði komið út mynd um kappann. Taldi hann fullvíst að hún myndi slá í gegn í Hollandi þar sem fólk dáir Jón Pál enn. Spurði svo hvort Íslendingar væru ekki búnir að reisa minnisvarða um hann. Íslendingar gætu svo sannarlega verið stoltir af því að hafa átt slíkan mann. Samræður okkar urðu ekki mikið lengri því ég var að drífa mig á söfn tileinkuð Önnu Frank og Rembrandt. Ég vona að það merkisfólk þurfi ekki að lifa í endalausu áhyggjuleysi í hótellíku himnaríki um aldir alda.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun