Hálfvitar 7. júní 2007 00:01 Þegar allt kemur til alls og kjarninn hefur verið skilinn frá hisminu blasir við einföld skýring á flest öllum vandræðum heimsins: Það er of mikið til af hálfvitum. Þessari staðreynd er þó alltof sjaldan haldið á lofti og allskyns vitleysa borin á borð í staðinn, oftast margtuggin pólitískt rétt froða sem gerir engum gott og dreifir bara athyglinni frá því sem blasir við öllu almennilegu fólki: Það er of mikið til af hálfvitum. Því var ákaflega þakklátt og hressandi þegar fulli hálfvitinn sem stökk inn á fótboltaleikinn í Danmörku og sló til dómarans með þeim afleiðingum að Svíum var dæmdur sigurinn var kallaður í blöðunum nákvæmlega það sem hann er: Hálfviti. Reyndar var hann bara kallaður hálfviti í dönsku blöðunum, og kannski bara þeim gulustu, og ef fullur hálfviti hefði stokkið inn á Laugardalsvöll með sömu afleiðingum er líklegast að hann hefði ekki verið kallaður hálfviti í íslenskum fjölmiðlum, heldur drukkinn einstaklingur, ógæfumaður, eða í besta falli vitleysingur. Venjulegir hálfvitar verða sýnu hættulegri séu þeir fullir, og fullir hálfvitar eru á bakvið allar ofbeldisfréttir sem fylla fjölmiðla eftir helgar. Ef fréttir væru sagðar á mannamáli án froðuslikjunnar væru fyrirsagnirnar svona: „Fullir hálfvitar lömdu mann til óbóta á Laugavegi", „Fullur hálfviti hætti lífi og limum fólks með ofsaakstri" eða „Fullir hálfvitar eyðilögðu 80 bíla fyrir framan sjúkrahús að gamni sínu". Lítið virðist ganga að slá á hálfvitaskap fullra íslenskra hálfvita, enda er þeim hleypt jafnóðum út og þeir hafa sofið úr sér. Ég leyfi mér því að benda Birni og Stefáni á leið til að hamla gegn hálfvitaskapnum: Gapastokkum á Arnarhóli. Líklega kæmi þó allt fyrir ekki og það myndi fljótlega þykja töff að fara í gapastokkinn, á sama hátt og það eru viðurkennd töffheit í hópum hálfvita að haga sér eins og hálfviti. Hálfvitar í gapastokkum yrðu brátt vinsælasta efnið á netinu næst á eftir fullum stelpuhálfvitum í sleik. En hálfvitar þurfa alls ekki að vera fullir til að láta til sín taka í ruglinu. Allsstaðar þar sem mannskæð átök ríkja eru hálfvitar að verki stútfullir af ýmisskonar hálfvitaskap: trúarhita, græðgi, fordómum og rugli. Hálfvitaskapurinn virðist hafa fest sig í sessi og mun bara aukast eftir því sem við færumst nær endalokum tegundarinnar. Nema svo ótrúlega vilji til að fólk hætti bara þessum hálfvitaskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þegar allt kemur til alls og kjarninn hefur verið skilinn frá hisminu blasir við einföld skýring á flest öllum vandræðum heimsins: Það er of mikið til af hálfvitum. Þessari staðreynd er þó alltof sjaldan haldið á lofti og allskyns vitleysa borin á borð í staðinn, oftast margtuggin pólitískt rétt froða sem gerir engum gott og dreifir bara athyglinni frá því sem blasir við öllu almennilegu fólki: Það er of mikið til af hálfvitum. Því var ákaflega þakklátt og hressandi þegar fulli hálfvitinn sem stökk inn á fótboltaleikinn í Danmörku og sló til dómarans með þeim afleiðingum að Svíum var dæmdur sigurinn var kallaður í blöðunum nákvæmlega það sem hann er: Hálfviti. Reyndar var hann bara kallaður hálfviti í dönsku blöðunum, og kannski bara þeim gulustu, og ef fullur hálfviti hefði stokkið inn á Laugardalsvöll með sömu afleiðingum er líklegast að hann hefði ekki verið kallaður hálfviti í íslenskum fjölmiðlum, heldur drukkinn einstaklingur, ógæfumaður, eða í besta falli vitleysingur. Venjulegir hálfvitar verða sýnu hættulegri séu þeir fullir, og fullir hálfvitar eru á bakvið allar ofbeldisfréttir sem fylla fjölmiðla eftir helgar. Ef fréttir væru sagðar á mannamáli án froðuslikjunnar væru fyrirsagnirnar svona: „Fullir hálfvitar lömdu mann til óbóta á Laugavegi", „Fullur hálfviti hætti lífi og limum fólks með ofsaakstri" eða „Fullir hálfvitar eyðilögðu 80 bíla fyrir framan sjúkrahús að gamni sínu". Lítið virðist ganga að slá á hálfvitaskap fullra íslenskra hálfvita, enda er þeim hleypt jafnóðum út og þeir hafa sofið úr sér. Ég leyfi mér því að benda Birni og Stefáni á leið til að hamla gegn hálfvitaskapnum: Gapastokkum á Arnarhóli. Líklega kæmi þó allt fyrir ekki og það myndi fljótlega þykja töff að fara í gapastokkinn, á sama hátt og það eru viðurkennd töffheit í hópum hálfvita að haga sér eins og hálfviti. Hálfvitar í gapastokkum yrðu brátt vinsælasta efnið á netinu næst á eftir fullum stelpuhálfvitum í sleik. En hálfvitar þurfa alls ekki að vera fullir til að láta til sín taka í ruglinu. Allsstaðar þar sem mannskæð átök ríkja eru hálfvitar að verki stútfullir af ýmisskonar hálfvitaskap: trúarhita, græðgi, fordómum og rugli. Hálfvitaskapurinn virðist hafa fest sig í sessi og mun bara aukast eftir því sem við færumst nær endalokum tegundarinnar. Nema svo ótrúlega vilji til að fólk hætti bara þessum hálfvitaskap.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun