Tónlist.is skuldar listamönnum ekkert 22. maí 2007 10:15 Stefán Hjörleifsson segir Tónlist.is hafa gengið frá öllum skuldbindingum við tónlistarmenn. „Okkur er ekki skemmt ef það er rétt að þessir peningar séu ekki að skila sér,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is. Fréttablaðið greindi í gær frá óánægju nokkurra ungra tónlistarmanna með vefinn Tónlist.is. Í tölvupóstssamskiptum þeirra kom fram óánægja með stjörnugjöf sem settar voru á plötur á vefnum, sem og með réttindagreiðslur fyrir notkun á tónlist þeirra. Stefán er ósáttur með að Tónlist.is sé kennt um það að listamennirnir fái ekki greitt, fyrirtækið hafi ekkert með þær greiðslur að gera. „Við gerum bara samninga við STEF og svo útgefendur. Útgefendurnir gera svo samninga við listamennina og þeir geta verið misjafnir. Við skiptum okkur ekkert af því. Það er alla vega klárt að við höfum staðið skil á öllum greiðslum,“ segir Stefán. Hann segir jafnframt að telji tónlistarmenn sig hlunnfarna ættu þeir að leita til útgefenda sinna eða STEFS. „Ég veit reyndar að nokkir hafa gert það þegar í dag [í gær].“ Krefst úttektar Samúel Samúelsson vill að FTT skoði málefni Tónlist.is. Samúel J. Samúelsson básúnuleikari er einn þeirra sem tók þátt í umræðum á póstlista tónlistarmannanna. Í svari sínu segist hann sitja í stjórn FTT, félagi tónskálda- og textahöfunda, og hann hafi þar óskað eftir úttekt á Tónlist.is. Ekki náðist í Samúel í gær. Stefán er ósáttur við gagnrýni á stjörnugjöf á plötur á Tónlist.is. Bent var á að plötur sem gefnar væru út af Senu og Cod, sem eru í sömu eigu og Tónlist.is, virtust fá hærri stjörnugjöf en plötur samkeppnisaðila. „Þetta er bara rangt, það er öllum gert jafnt undir höfði. Í byrjun settum við þrjár stjörnur á allar plötur og svo hækkaði eða lækkaði stjörnugjöfin eftir því hvað notendum fannst. Þessu hefur hins vegar verið breytt á þann veg að allar plötur byrja á núlli nú og einkunnagjöf notenda ræður einvörðungu,“ segir Stefán. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Okkur er ekki skemmt ef það er rétt að þessir peningar séu ekki að skila sér,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is. Fréttablaðið greindi í gær frá óánægju nokkurra ungra tónlistarmanna með vefinn Tónlist.is. Í tölvupóstssamskiptum þeirra kom fram óánægja með stjörnugjöf sem settar voru á plötur á vefnum, sem og með réttindagreiðslur fyrir notkun á tónlist þeirra. Stefán er ósáttur með að Tónlist.is sé kennt um það að listamennirnir fái ekki greitt, fyrirtækið hafi ekkert með þær greiðslur að gera. „Við gerum bara samninga við STEF og svo útgefendur. Útgefendurnir gera svo samninga við listamennina og þeir geta verið misjafnir. Við skiptum okkur ekkert af því. Það er alla vega klárt að við höfum staðið skil á öllum greiðslum,“ segir Stefán. Hann segir jafnframt að telji tónlistarmenn sig hlunnfarna ættu þeir að leita til útgefenda sinna eða STEFS. „Ég veit reyndar að nokkir hafa gert það þegar í dag [í gær].“ Krefst úttektar Samúel Samúelsson vill að FTT skoði málefni Tónlist.is. Samúel J. Samúelsson básúnuleikari er einn þeirra sem tók þátt í umræðum á póstlista tónlistarmannanna. Í svari sínu segist hann sitja í stjórn FTT, félagi tónskálda- og textahöfunda, og hann hafi þar óskað eftir úttekt á Tónlist.is. Ekki náðist í Samúel í gær. Stefán er ósáttur við gagnrýni á stjörnugjöf á plötur á Tónlist.is. Bent var á að plötur sem gefnar væru út af Senu og Cod, sem eru í sömu eigu og Tónlist.is, virtust fá hærri stjörnugjöf en plötur samkeppnisaðila. „Þetta er bara rangt, það er öllum gert jafnt undir höfði. Í byrjun settum við þrjár stjörnur á allar plötur og svo hækkaði eða lækkaði stjörnugjöfin eftir því hvað notendum fannst. Þessu hefur hins vegar verið breytt á þann veg að allar plötur byrja á núlli nú og einkunnagjöf notenda ræður einvörðungu,“ segir Stefán.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira