Tina Turner söng á Baugsdegi 19. maí 2007 03:30 Tina Turner skemmti starfsfólki Baugs í Mónakó. MYND/GETTY Images „Hún var alveg geggjuð kellingin," segir söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem kom fram á Baugsdeginum í Mónakó ásamt stórsöngkonunni Tinu Turner. Starfsfólk Baugs fékk óvæntan glaðning á starfsdögum sínum í Mónakó þegar hin aldna söngkona Tina Turner steig þar á svið. Turner mætti með bakraddasöngkonur og dansara og söng hátt í tíu lög. Var henni ákaft fagnað. „Ég vil ekki vera að tjá mig mikið um þetta en get þó sagt að þetta var mjög gaman. Ég söng nú ekki með henni en fékk að heilsa henni baksviðs," segir Regína Ósk. Fjölmörg skemmtiatriði voru í boði á lokakvöldi Baugsdagsins. Breskur kynnir sá um að halda gestum við efnið og auk Turner skemmti breskur búktalari svo eitthvað sé nefnt. Stefán Hilmarsson söng einnig fyrir gesti. Baugsdagurinn stóð í þrjá daga, frá þriðjudegi til fimmtudags. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem blandað er saman fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk Baugs á Íslandi og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag söng Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Bubbalagið Stál og hnífur fyrir sjálfan Simon Cowell í sérstökum X-Factor-þætti sem sýndur var í Mónakó. Þá var framleiddur sérstakur þáttur með stjörnunum úr Little Britain sem kallaðist Little Baugur. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Hún var alveg geggjuð kellingin," segir söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem kom fram á Baugsdeginum í Mónakó ásamt stórsöngkonunni Tinu Turner. Starfsfólk Baugs fékk óvæntan glaðning á starfsdögum sínum í Mónakó þegar hin aldna söngkona Tina Turner steig þar á svið. Turner mætti með bakraddasöngkonur og dansara og söng hátt í tíu lög. Var henni ákaft fagnað. „Ég vil ekki vera að tjá mig mikið um þetta en get þó sagt að þetta var mjög gaman. Ég söng nú ekki með henni en fékk að heilsa henni baksviðs," segir Regína Ósk. Fjölmörg skemmtiatriði voru í boði á lokakvöldi Baugsdagsins. Breskur kynnir sá um að halda gestum við efnið og auk Turner skemmti breskur búktalari svo eitthvað sé nefnt. Stefán Hilmarsson söng einnig fyrir gesti. Baugsdagurinn stóð í þrjá daga, frá þriðjudegi til fimmtudags. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem blandað er saman fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk Baugs á Íslandi og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag söng Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Bubbalagið Stál og hnífur fyrir sjálfan Simon Cowell í sérstökum X-Factor-þætti sem sýndur var í Mónakó. Þá var framleiddur sérstakur þáttur með stjörnunum úr Little Britain sem kallaðist Little Baugur.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“