Black Rebel Motorcycle Club: Baby 81- þrjár störnur 17. maí 2007 15:00 Tríóið er byrjað að rokka aftur en vantar auka skammt af groddaskap og er of slípað. Eftir frábærar tvær fyrstu plötur steig Black Rebel Motorcycle Club heldur betur feilspor á síðustu plötu sinni, Howl. Í hálfgerðu hrokakasti ætlaði sveitin að setja saman tímamótaverk þar sem gospel, blús, sveitatónlist og rokk áttu að mynda ómótstæðilega heild en líklegast fór minnst fyrir því síðastnefnda og útkoman var langt því frá nógu aðlaðandi. Platan átti þó sína spretti og sýndi að BRMC er hljómsveit í fremstu röð. Á nýju plötunni, Baby 81 (nefnd eftir Abhilasha Jeyarajah frá Srí Lanka sem, eingöngu tveggja mánaða gamall, lenti í hinum miklu flóðbylgjum í lok árs 2004 með þeim afleiðingum að hann varð viðskila við foreldra sína og seinna bitbeinið í harkalegum forræðisdeilum) heldur sveitin á sínar fornu slóðir og heldur sig við það sem hún gerir best. Nick Jago er einnig mættur aftur á bak við trommurnar eftir smá hlé og virðist endurkoma hans hafa góð áhrif á hina tvo í sveitinni. Hér er því aftur komin á stjá rokkhljómsveit sem gerir það sem henni er eðlislægt og það sem henni finnst skemmtilegast. Á tímum er hljómurinn á plötunni reyndar alltof slípaður sem á ekki nógu vel við BRMC og platan missir oft marks. Aftur á móti er Baby 81 langaðgengilegast plata BRMC til þessa en þá staðreynd má túlka á tvo vegu: fínt fyrir þá sem ekki hafa mikið heyrt frá sveitinni áður en slæmt fyrir þá sem eru sólgnir í groddalegri útgáfuna af BRMC. Viðfangsefnin eru hins vegar í anda hinnar sönnu töffararokksrætur og fjalla um trúna, póliTíkina og einfaldlega almennan töffaraskap, þið vitið; sex, drugs and rock ‘n‘ roll. Nokkur lög fara því létt með að fá töffararokkgæsahúðina til þess að rísa og líklegast ekkert meira en hið rúmlega níu mínútna epíska lag American X. Berlin, Weapon of Choice og Need Some Air standa einnig sína plikt með sóma og sanna að Black Rebel Motorcycle Club er enn rokksveit af bestu gerð. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Eftir frábærar tvær fyrstu plötur steig Black Rebel Motorcycle Club heldur betur feilspor á síðustu plötu sinni, Howl. Í hálfgerðu hrokakasti ætlaði sveitin að setja saman tímamótaverk þar sem gospel, blús, sveitatónlist og rokk áttu að mynda ómótstæðilega heild en líklegast fór minnst fyrir því síðastnefnda og útkoman var langt því frá nógu aðlaðandi. Platan átti þó sína spretti og sýndi að BRMC er hljómsveit í fremstu röð. Á nýju plötunni, Baby 81 (nefnd eftir Abhilasha Jeyarajah frá Srí Lanka sem, eingöngu tveggja mánaða gamall, lenti í hinum miklu flóðbylgjum í lok árs 2004 með þeim afleiðingum að hann varð viðskila við foreldra sína og seinna bitbeinið í harkalegum forræðisdeilum) heldur sveitin á sínar fornu slóðir og heldur sig við það sem hún gerir best. Nick Jago er einnig mættur aftur á bak við trommurnar eftir smá hlé og virðist endurkoma hans hafa góð áhrif á hina tvo í sveitinni. Hér er því aftur komin á stjá rokkhljómsveit sem gerir það sem henni er eðlislægt og það sem henni finnst skemmtilegast. Á tímum er hljómurinn á plötunni reyndar alltof slípaður sem á ekki nógu vel við BRMC og platan missir oft marks. Aftur á móti er Baby 81 langaðgengilegast plata BRMC til þessa en þá staðreynd má túlka á tvo vegu: fínt fyrir þá sem ekki hafa mikið heyrt frá sveitinni áður en slæmt fyrir þá sem eru sólgnir í groddalegri útgáfuna af BRMC. Viðfangsefnin eru hins vegar í anda hinnar sönnu töffararokksrætur og fjalla um trúna, póliTíkina og einfaldlega almennan töffaraskap, þið vitið; sex, drugs and rock ‘n‘ roll. Nokkur lög fara því létt með að fá töffararokkgæsahúðina til þess að rísa og líklegast ekkert meira en hið rúmlega níu mínútna epíska lag American X. Berlin, Weapon of Choice og Need Some Air standa einnig sína plikt með sóma og sanna að Black Rebel Motorcycle Club er enn rokksveit af bestu gerð. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira