Black Rebel Motorcycle Club: Baby 81- þrjár störnur 17. maí 2007 15:00 Tríóið er byrjað að rokka aftur en vantar auka skammt af groddaskap og er of slípað. Eftir frábærar tvær fyrstu plötur steig Black Rebel Motorcycle Club heldur betur feilspor á síðustu plötu sinni, Howl. Í hálfgerðu hrokakasti ætlaði sveitin að setja saman tímamótaverk þar sem gospel, blús, sveitatónlist og rokk áttu að mynda ómótstæðilega heild en líklegast fór minnst fyrir því síðastnefnda og útkoman var langt því frá nógu aðlaðandi. Platan átti þó sína spretti og sýndi að BRMC er hljómsveit í fremstu röð. Á nýju plötunni, Baby 81 (nefnd eftir Abhilasha Jeyarajah frá Srí Lanka sem, eingöngu tveggja mánaða gamall, lenti í hinum miklu flóðbylgjum í lok árs 2004 með þeim afleiðingum að hann varð viðskila við foreldra sína og seinna bitbeinið í harkalegum forræðisdeilum) heldur sveitin á sínar fornu slóðir og heldur sig við það sem hún gerir best. Nick Jago er einnig mættur aftur á bak við trommurnar eftir smá hlé og virðist endurkoma hans hafa góð áhrif á hina tvo í sveitinni. Hér er því aftur komin á stjá rokkhljómsveit sem gerir það sem henni er eðlislægt og það sem henni finnst skemmtilegast. Á tímum er hljómurinn á plötunni reyndar alltof slípaður sem á ekki nógu vel við BRMC og platan missir oft marks. Aftur á móti er Baby 81 langaðgengilegast plata BRMC til þessa en þá staðreynd má túlka á tvo vegu: fínt fyrir þá sem ekki hafa mikið heyrt frá sveitinni áður en slæmt fyrir þá sem eru sólgnir í groddalegri útgáfuna af BRMC. Viðfangsefnin eru hins vegar í anda hinnar sönnu töffararokksrætur og fjalla um trúna, póliTíkina og einfaldlega almennan töffaraskap, þið vitið; sex, drugs and rock ‘n‘ roll. Nokkur lög fara því létt með að fá töffararokkgæsahúðina til þess að rísa og líklegast ekkert meira en hið rúmlega níu mínútna epíska lag American X. Berlin, Weapon of Choice og Need Some Air standa einnig sína plikt með sóma og sanna að Black Rebel Motorcycle Club er enn rokksveit af bestu gerð. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Eftir frábærar tvær fyrstu plötur steig Black Rebel Motorcycle Club heldur betur feilspor á síðustu plötu sinni, Howl. Í hálfgerðu hrokakasti ætlaði sveitin að setja saman tímamótaverk þar sem gospel, blús, sveitatónlist og rokk áttu að mynda ómótstæðilega heild en líklegast fór minnst fyrir því síðastnefnda og útkoman var langt því frá nógu aðlaðandi. Platan átti þó sína spretti og sýndi að BRMC er hljómsveit í fremstu röð. Á nýju plötunni, Baby 81 (nefnd eftir Abhilasha Jeyarajah frá Srí Lanka sem, eingöngu tveggja mánaða gamall, lenti í hinum miklu flóðbylgjum í lok árs 2004 með þeim afleiðingum að hann varð viðskila við foreldra sína og seinna bitbeinið í harkalegum forræðisdeilum) heldur sveitin á sínar fornu slóðir og heldur sig við það sem hún gerir best. Nick Jago er einnig mættur aftur á bak við trommurnar eftir smá hlé og virðist endurkoma hans hafa góð áhrif á hina tvo í sveitinni. Hér er því aftur komin á stjá rokkhljómsveit sem gerir það sem henni er eðlislægt og það sem henni finnst skemmtilegast. Á tímum er hljómurinn á plötunni reyndar alltof slípaður sem á ekki nógu vel við BRMC og platan missir oft marks. Aftur á móti er Baby 81 langaðgengilegast plata BRMC til þessa en þá staðreynd má túlka á tvo vegu: fínt fyrir þá sem ekki hafa mikið heyrt frá sveitinni áður en slæmt fyrir þá sem eru sólgnir í groddalegri útgáfuna af BRMC. Viðfangsefnin eru hins vegar í anda hinnar sönnu töffararokksrætur og fjalla um trúna, póliTíkina og einfaldlega almennan töffaraskap, þið vitið; sex, drugs and rock ‘n‘ roll. Nokkur lög fara því létt með að fá töffararokkgæsahúðina til þess að rísa og líklegast ekkert meira en hið rúmlega níu mínútna epíska lag American X. Berlin, Weapon of Choice og Need Some Air standa einnig sína plikt með sóma og sanna að Black Rebel Motorcycle Club er enn rokksveit af bestu gerð. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira