Endurmat gæðanna 17. maí 2007 08:00 Næstum fimm þúsund myndir. Unnar Örn Jónasson sýnir Viðspyrnusafn sitt í Skotinu. Mynd/Unnar Örn Jónasson Stafræna ljósmyndavæðingin hefur komið af stað umbyltingu hjá almenningi sem nú geymir myndaalbúm sín rafrænt inni í heimilistölvunni. Myndabankar á netinu gera öllum kleift að koma myndum sínum á framfæri, sýna þær öðrum og fá viðbrögð við hæfileikum sínum og auga fyrir myndefni og myndbyggingu. Þessi nýi heimur hefur haft meðal annars í för með sér að mörkin á milli þess að vera „alvöru“ ljósmyndari og áhugamaður verða óljósari og hugmyndir um gæði og magn eru í stöðugu endurmati. Unnar Örn Jónasson sýnir í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur hvorki meira né minna en 4.773 myndir sem hann hefur tekið á síðastliðnum fjórum árum. Hann hefur ekki og á ekki eftir að „nota“ þær annars staðar, þær hafa ekki verið sýndar neins staðar áður og hafa því kannski engan tilgang. Myndirnar eru inni í tölvunni. Þær eru ekkert ólíkar öðrum fjölskyldumyndum og fela í sér ekkert listrænni eða raunverulegri augnablik en myndir fólks sem leikur sér með stafræna myndavél. Unnar hefur ekki valið myndirnar út frá gæðastöðlum eða listrænum flokkunarkerfum; þær eru ekki stækkaðar, þær renna í gegnum ljósið eina sekúndu í einu, þær hefðu alveg eins getað lent í ruslinu. Viðspyrnusafnið fær áhorfandann til að velta fyrir sér spurningum um offramboð mynda í samtímanum, sannleiksgildi stafrænu ljósmyndarinnar og stöðu ljósmyndarinnar í daglegu lífi fólks. Markmiðið með sýningarrýminu Skotinu, sem er í anddyri Ljósmyndasafns Reykjavíkur á 6. hæð Grófarhúss, er að kynna fyrir almenningi þá margvíslegu starfsemi sem iðkuð er undir formerkjum ljósmyndunar. Ljósmyndum er varpað úr myndvarpa á sýningartjald. Sýningin stendur til 4. júlí. Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Stafræna ljósmyndavæðingin hefur komið af stað umbyltingu hjá almenningi sem nú geymir myndaalbúm sín rafrænt inni í heimilistölvunni. Myndabankar á netinu gera öllum kleift að koma myndum sínum á framfæri, sýna þær öðrum og fá viðbrögð við hæfileikum sínum og auga fyrir myndefni og myndbyggingu. Þessi nýi heimur hefur haft meðal annars í för með sér að mörkin á milli þess að vera „alvöru“ ljósmyndari og áhugamaður verða óljósari og hugmyndir um gæði og magn eru í stöðugu endurmati. Unnar Örn Jónasson sýnir í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur hvorki meira né minna en 4.773 myndir sem hann hefur tekið á síðastliðnum fjórum árum. Hann hefur ekki og á ekki eftir að „nota“ þær annars staðar, þær hafa ekki verið sýndar neins staðar áður og hafa því kannski engan tilgang. Myndirnar eru inni í tölvunni. Þær eru ekkert ólíkar öðrum fjölskyldumyndum og fela í sér ekkert listrænni eða raunverulegri augnablik en myndir fólks sem leikur sér með stafræna myndavél. Unnar hefur ekki valið myndirnar út frá gæðastöðlum eða listrænum flokkunarkerfum; þær eru ekki stækkaðar, þær renna í gegnum ljósið eina sekúndu í einu, þær hefðu alveg eins getað lent í ruslinu. Viðspyrnusafnið fær áhorfandann til að velta fyrir sér spurningum um offramboð mynda í samtímanum, sannleiksgildi stafrænu ljósmyndarinnar og stöðu ljósmyndarinnar í daglegu lífi fólks. Markmiðið með sýningarrýminu Skotinu, sem er í anddyri Ljósmyndasafns Reykjavíkur á 6. hæð Grófarhúss, er að kynna fyrir almenningi þá margvíslegu starfsemi sem iðkuð er undir formerkjum ljósmyndunar. Ljósmyndum er varpað úr myndvarpa á sýningartjald. Sýningin stendur til 4. júlí.
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira