Endurmat gæðanna 17. maí 2007 08:00 Næstum fimm þúsund myndir. Unnar Örn Jónasson sýnir Viðspyrnusafn sitt í Skotinu. Mynd/Unnar Örn Jónasson Stafræna ljósmyndavæðingin hefur komið af stað umbyltingu hjá almenningi sem nú geymir myndaalbúm sín rafrænt inni í heimilistölvunni. Myndabankar á netinu gera öllum kleift að koma myndum sínum á framfæri, sýna þær öðrum og fá viðbrögð við hæfileikum sínum og auga fyrir myndefni og myndbyggingu. Þessi nýi heimur hefur haft meðal annars í för með sér að mörkin á milli þess að vera „alvöru“ ljósmyndari og áhugamaður verða óljósari og hugmyndir um gæði og magn eru í stöðugu endurmati. Unnar Örn Jónasson sýnir í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur hvorki meira né minna en 4.773 myndir sem hann hefur tekið á síðastliðnum fjórum árum. Hann hefur ekki og á ekki eftir að „nota“ þær annars staðar, þær hafa ekki verið sýndar neins staðar áður og hafa því kannski engan tilgang. Myndirnar eru inni í tölvunni. Þær eru ekkert ólíkar öðrum fjölskyldumyndum og fela í sér ekkert listrænni eða raunverulegri augnablik en myndir fólks sem leikur sér með stafræna myndavél. Unnar hefur ekki valið myndirnar út frá gæðastöðlum eða listrænum flokkunarkerfum; þær eru ekki stækkaðar, þær renna í gegnum ljósið eina sekúndu í einu, þær hefðu alveg eins getað lent í ruslinu. Viðspyrnusafnið fær áhorfandann til að velta fyrir sér spurningum um offramboð mynda í samtímanum, sannleiksgildi stafrænu ljósmyndarinnar og stöðu ljósmyndarinnar í daglegu lífi fólks. Markmiðið með sýningarrýminu Skotinu, sem er í anddyri Ljósmyndasafns Reykjavíkur á 6. hæð Grófarhúss, er að kynna fyrir almenningi þá margvíslegu starfsemi sem iðkuð er undir formerkjum ljósmyndunar. Ljósmyndum er varpað úr myndvarpa á sýningartjald. Sýningin stendur til 4. júlí. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stafræna ljósmyndavæðingin hefur komið af stað umbyltingu hjá almenningi sem nú geymir myndaalbúm sín rafrænt inni í heimilistölvunni. Myndabankar á netinu gera öllum kleift að koma myndum sínum á framfæri, sýna þær öðrum og fá viðbrögð við hæfileikum sínum og auga fyrir myndefni og myndbyggingu. Þessi nýi heimur hefur haft meðal annars í för með sér að mörkin á milli þess að vera „alvöru“ ljósmyndari og áhugamaður verða óljósari og hugmyndir um gæði og magn eru í stöðugu endurmati. Unnar Örn Jónasson sýnir í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur hvorki meira né minna en 4.773 myndir sem hann hefur tekið á síðastliðnum fjórum árum. Hann hefur ekki og á ekki eftir að „nota“ þær annars staðar, þær hafa ekki verið sýndar neins staðar áður og hafa því kannski engan tilgang. Myndirnar eru inni í tölvunni. Þær eru ekkert ólíkar öðrum fjölskyldumyndum og fela í sér ekkert listrænni eða raunverulegri augnablik en myndir fólks sem leikur sér með stafræna myndavél. Unnar hefur ekki valið myndirnar út frá gæðastöðlum eða listrænum flokkunarkerfum; þær eru ekki stækkaðar, þær renna í gegnum ljósið eina sekúndu í einu, þær hefðu alveg eins getað lent í ruslinu. Viðspyrnusafnið fær áhorfandann til að velta fyrir sér spurningum um offramboð mynda í samtímanum, sannleiksgildi stafrænu ljósmyndarinnar og stöðu ljósmyndarinnar í daglegu lífi fólks. Markmiðið með sýningarrýminu Skotinu, sem er í anddyri Ljósmyndasafns Reykjavíkur á 6. hæð Grófarhúss, er að kynna fyrir almenningi þá margvíslegu starfsemi sem iðkuð er undir formerkjum ljósmyndunar. Ljósmyndum er varpað úr myndvarpa á sýningartjald. Sýningin stendur til 4. júlí.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira