Wulfgang - Tvær stjörnur 16. maí 2007 09:15 Tilraun til þess að takast á við flóknar lagapælingar og framþróað rokk mistekst hálf hrapallega. Alls hafa þrjú lög með hinni efnilegu Wulfgang fengið útvarpsspilun. Að mínu mati hafa þau aldrei gefið neitt til kynna annað en að sveitin hafi örlítið fram að færa en lítið meira en það. Annað efni á plötunni gefur manni heldur ekki ástæðu til þess að hampa Wulfgang á neinn sérstakan hátt. Lögin á plötunni sveima í klisjukenndum graut ófrumlegra hugmynda sem eru illa framsettar. Í sífellu er verið að reyna að brjóta upp formið með fjölbreyttum kaflaskiptingum sem eru oft óþolandi tilgangslausar. Og ekki afsaka þetta með því að segja að þetta sé einfaldlega þróað og flókið rokk. Hér eru vissulega gerðar tilraunir til slíks en ekki með tilskildum árangri. Hlustið einfaldlega á ófrumlegar gítarpælingar í byrjun á Arrivals of the Visitors og síðan At the Drive-in/Metallica grautinn sem á eftir kemur. Platan er fjórskipt og er viðfangsefnið hin eilíft frumlegu þemu; lífið, dauðinn, ástin og allir þessir hlutir „sem eru að hrærast í hausnum á fólki alla daga“, eins og það var orðað í nýlegu viðtali. Textarnir eru líka ákveðið viðfangsefni útaf fyrir sig í ófrumleika og klisjum. „Ashes II ashes and dust II dust/The only words that you can trust/Passion II passion and lust II lust/You and I, we both are crushed … [og bomban!] to dust.“ Mind, söngvari sveitarinnar, býr reyndar yfir kröftugri og sérstæðri rödd en beitir henni stundum á vafasaman og pirrandi hátt. Eins eru gítarleikararnir, Ikarus og Arrows (ég er ekkert að grínast með þessi heiti, þeir kalla sig þetta í alvörunni. Þarna eru líka Bobby Vegas og David Jones), oft í ágætis hugleiðingum en missa oft sjónar á markmiðinu. Vandað hefur hins vegar verið til verksins, platan má eiga það. Grafísk hönnun umslagsins er til fyrirmyndar og öll hljóðvinnsla fyrirtaks. Verst að inntakið þurfi að sigla um í öldudal rokkklisja, oft algjörlega stefnulaust og nær því miður aldrei að rísa yfir meðalmennskuna. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Alls hafa þrjú lög með hinni efnilegu Wulfgang fengið útvarpsspilun. Að mínu mati hafa þau aldrei gefið neitt til kynna annað en að sveitin hafi örlítið fram að færa en lítið meira en það. Annað efni á plötunni gefur manni heldur ekki ástæðu til þess að hampa Wulfgang á neinn sérstakan hátt. Lögin á plötunni sveima í klisjukenndum graut ófrumlegra hugmynda sem eru illa framsettar. Í sífellu er verið að reyna að brjóta upp formið með fjölbreyttum kaflaskiptingum sem eru oft óþolandi tilgangslausar. Og ekki afsaka þetta með því að segja að þetta sé einfaldlega þróað og flókið rokk. Hér eru vissulega gerðar tilraunir til slíks en ekki með tilskildum árangri. Hlustið einfaldlega á ófrumlegar gítarpælingar í byrjun á Arrivals of the Visitors og síðan At the Drive-in/Metallica grautinn sem á eftir kemur. Platan er fjórskipt og er viðfangsefnið hin eilíft frumlegu þemu; lífið, dauðinn, ástin og allir þessir hlutir „sem eru að hrærast í hausnum á fólki alla daga“, eins og það var orðað í nýlegu viðtali. Textarnir eru líka ákveðið viðfangsefni útaf fyrir sig í ófrumleika og klisjum. „Ashes II ashes and dust II dust/The only words that you can trust/Passion II passion and lust II lust/You and I, we both are crushed … [og bomban!] to dust.“ Mind, söngvari sveitarinnar, býr reyndar yfir kröftugri og sérstæðri rödd en beitir henni stundum á vafasaman og pirrandi hátt. Eins eru gítarleikararnir, Ikarus og Arrows (ég er ekkert að grínast með þessi heiti, þeir kalla sig þetta í alvörunni. Þarna eru líka Bobby Vegas og David Jones), oft í ágætis hugleiðingum en missa oft sjónar á markmiðinu. Vandað hefur hins vegar verið til verksins, platan má eiga það. Grafísk hönnun umslagsins er til fyrirmyndar og öll hljóðvinnsla fyrirtaks. Verst að inntakið þurfi að sigla um í öldudal rokkklisja, oft algjörlega stefnulaust og nær því miður aldrei að rísa yfir meðalmennskuna. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira