Tengsl hests og manns 12. maí 2007 13:15 Möguleikar málverksins og snertiþráin Þuríður Sigurðardóttir rannsakar tengsl dýrs og manns. MYND/Vilhelm Þuríður Sigurðardóttir, Þura, kynnir myndbandsverk og sína nýjustu málverkaröð á sýningunni „STÓГ í galleríi Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Sýningin verður opnuð kl. 16 í dag. Viðfangsefni á sýningunni er íslenski hesturinn og býður listamaðurinn áhorfandanum að taka þátt í rannsókn sinni á tengslum manns og dýrs í gegnum upplifun lita og áferðar feldsins. Með því að höfða til löngunarinnar til að klappa mjúkum dýrum verða málverkin nánast ómótstæðileg og um leið koma fram spurningar um málverkið sem miðil. Þaulunnin og tímafrek kallast þau á við listasöguna og vega salt milli hins fígúratífa og abstrakt. Um leið og Þura vinnur með upplifun áhorfenda í sýningarrýminu skoðar hún líka eigin upplifun úti í náttúrunni í hestamennsku. Hún reynir ekki að endurgera reiðtúr heldur, líkt og í málverkunum, einangrar takmarkaðan hluta þeirrar upplifunar og þaulskoðar í formi myndbands. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þuríður Sigurðardóttir, Þura, kynnir myndbandsverk og sína nýjustu málverkaröð á sýningunni „STÓГ í galleríi Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Sýningin verður opnuð kl. 16 í dag. Viðfangsefni á sýningunni er íslenski hesturinn og býður listamaðurinn áhorfandanum að taka þátt í rannsókn sinni á tengslum manns og dýrs í gegnum upplifun lita og áferðar feldsins. Með því að höfða til löngunarinnar til að klappa mjúkum dýrum verða málverkin nánast ómótstæðileg og um leið koma fram spurningar um málverkið sem miðil. Þaulunnin og tímafrek kallast þau á við listasöguna og vega salt milli hins fígúratífa og abstrakt. Um leið og Þura vinnur með upplifun áhorfenda í sýningarrýminu skoðar hún líka eigin upplifun úti í náttúrunni í hestamennsku. Hún reynir ekki að endurgera reiðtúr heldur, líkt og í málverkunum, einangrar takmarkaðan hluta þeirrar upplifunar og þaulskoðar í formi myndbands.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira