Volta fær góðar viðtökur 8. maí 2007 08:00 Nýjasta plata Bjarkar, Volta, hefur fengið ákaflega góðar viðtökur. Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, kom út í gær og stefnir í að verða vinsælasta plata hennar í langan tíma. Volta hefur selst afar vel hérlendis síðan hún kom út í gær. „Salan hérna heima er sú mesta sem við höfum séð hjá Björk í langan tíma," segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. „Þetta er góð innspýting í plötusöluna hérna, sem hefur verið frekar róleg undanfarið." Volta hefur fengið gríðarlega góða dóma bæði í innlendum sem erlendum fjölmiðlum, þar á meðal fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, fimm stjörnur í Attitude og fjórar af fimm mögulegum í tímaritunum Mojo og Uncut. Í dómi Uncut segir að Volta sé kraftmesta plata Bjarkar í tíu ár. „Á Volta virðist hún skynja dauðleika sinn. Á sama tíma hefur hún aldrei hljómað jafnlifandi. Ást hennar á börnum, jörðinni og mannkyninu gegnumlykur alla plötuna," segir þar.Almenn spilun á BBCBjörk er um þessar mundir á tónleikaferð um Bandaríkin.Ásmundur er að vonum hæstánægður með þessa prýðilegu dóma. „Hún fær góða dóma í öllum helstu fjölmiðlum heims þannig séð, þar á meðal í Guardian, Independent, í Þýskalandi og í frönsku pressunni. Ég hef engan dóm séð minni en fjórar stjörnur eða minni en 8 af 10 mögulegum."Fyrsta smáskífulag plötunnar, Earth Intruders, hefur jafnframt vakið mikla athygli og er það þegar komið í almenna spilun hjá BBC í Bretlandi. Náði ekkert lag af síðustu tveimur plötum Bjarkar þeim árangri.Yfir tveimur milljónum?Að sögn Ásmundar seldust síðustu tvær plötur Bjarkar, Medúlla og Vespertine, í um einni og hálfri til tveimur milljónum eintaka hvor víðs vegar um heiminn. Býst hann við því að Volta eigi eftir að seljast enn betur. „Miðað við þessa athygli held ég að fólk geti verið bjartsýnt, það er engin spurning."Volta er sjötta hljóðversplata Bjarkar og sú fyrsta síðan Medúlla kom út árið 2004. Tónleikaferð Bjarkar um Bandaríkin er nýhafin og fékk hún afar góða dóma fyrir fyrstu tónleika sína í Radio City Music Hall í New York. Hoppaði hún um sviðið í appelsínugulum kjól og söng lög af Volta í bland við eldri slagara á borð við Joga, Army of Me og The Anchor Song, sem var sungið á íslensku. Taldi greinarhöfundur tónleikana hafa verið þá bestu sem hann hefði séð hingað til með Björk. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, kom út í gær og stefnir í að verða vinsælasta plata hennar í langan tíma. Volta hefur selst afar vel hérlendis síðan hún kom út í gær. „Salan hérna heima er sú mesta sem við höfum séð hjá Björk í langan tíma," segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. „Þetta er góð innspýting í plötusöluna hérna, sem hefur verið frekar róleg undanfarið." Volta hefur fengið gríðarlega góða dóma bæði í innlendum sem erlendum fjölmiðlum, þar á meðal fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, fimm stjörnur í Attitude og fjórar af fimm mögulegum í tímaritunum Mojo og Uncut. Í dómi Uncut segir að Volta sé kraftmesta plata Bjarkar í tíu ár. „Á Volta virðist hún skynja dauðleika sinn. Á sama tíma hefur hún aldrei hljómað jafnlifandi. Ást hennar á börnum, jörðinni og mannkyninu gegnumlykur alla plötuna," segir þar.Almenn spilun á BBCBjörk er um þessar mundir á tónleikaferð um Bandaríkin.Ásmundur er að vonum hæstánægður með þessa prýðilegu dóma. „Hún fær góða dóma í öllum helstu fjölmiðlum heims þannig séð, þar á meðal í Guardian, Independent, í Þýskalandi og í frönsku pressunni. Ég hef engan dóm séð minni en fjórar stjörnur eða minni en 8 af 10 mögulegum."Fyrsta smáskífulag plötunnar, Earth Intruders, hefur jafnframt vakið mikla athygli og er það þegar komið í almenna spilun hjá BBC í Bretlandi. Náði ekkert lag af síðustu tveimur plötum Bjarkar þeim árangri.Yfir tveimur milljónum?Að sögn Ásmundar seldust síðustu tvær plötur Bjarkar, Medúlla og Vespertine, í um einni og hálfri til tveimur milljónum eintaka hvor víðs vegar um heiminn. Býst hann við því að Volta eigi eftir að seljast enn betur. „Miðað við þessa athygli held ég að fólk geti verið bjartsýnt, það er engin spurning."Volta er sjötta hljóðversplata Bjarkar og sú fyrsta síðan Medúlla kom út árið 2004. Tónleikaferð Bjarkar um Bandaríkin er nýhafin og fékk hún afar góða dóma fyrir fyrstu tónleika sína í Radio City Music Hall í New York. Hoppaði hún um sviðið í appelsínugulum kjól og söng lög af Volta í bland við eldri slagara á borð við Joga, Army of Me og The Anchor Song, sem var sungið á íslensku. Taldi greinarhöfundur tónleikana hafa verið þá bestu sem hann hefði séð hingað til með Björk.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira