Vill gullinn hljóðnema 8. maí 2007 07:00 Friðrik samdi framsóknarlagið svokallaða í strætó og segir frumflutning þess vera orðinn hluta af mannkynssögunni. MYND/GVA Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, er fertugur í dag. Friðrik er liðtækur tónlistarmaður og réttur höfundur framsóknarlagsins svokallaða. Margir hafa gengið út frá því að lag og texti væri eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, en Friðrik sagðist ekki taka slíkan misskilning nærri sér. „Magnús á frumkvæðið að því að lagið var tekið upp, útsett og gefið út, þannig að hann á jafn mikið í því og ég. Sjálfur er ég reyndar ennþá að velta því fyrir mér hvaðan lagið er stolið,“ sagði hann og hló við. Friðrik er búsettur á Akranesi og tekur iðulega strætó til vinnu í höfuðborginni. Framsóknarlaginu skaut upp kolli hans í slíkri strætóferð að morgni síðasta dags vetrar. „Ég skrifaði textann að viðlaginu í lófatölvuna mína í strætó,“ útskýrði Friðrik. Lagið var svo frumflutt degi síðar, þegar kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins var opnuð á Akranesi. „Konan rak mig af stað með gítarinn að taka prufukeyrslu á laginu. Ég labbaði inn og taldi í og restin er bara orðin hluti af mannkynssögunni,“ sagði hann. Friðrik er framsóknarmaður í húð og hár. „Genetískur. En það hefur ekki brotist út í söng áður,“ sagði hann sposkur. „Reyndar kynntist ég konunni minni á framsóknartónleikum á Hótel Borg fyrir kosningarnar 1987.“ Þessa dagana er Friðrik líka að rifja upp gamla takta með hljómsveitarbræðrum sínum úr menntaskóla, sem strengdu þess heit að koma aftur saman um fertugt. Bassaleikari hljómsveitarinnar reið á vaðið í júní. „Þá gáfum við honum bassa og bassamagnara. Gítarleikarinn varð fertugur í nóvember og fékk gítar og gítarmagnara. Við æfðum líka fyrir afmælið og tróðum upp í veislunni. Það var það vel heppnað að lögreglan mætti,“ sagði Friðrik grafalvarlegur. Hann væntir þess því að fá annaðhvort gítar eða hljómborð að gjöf í dag. „Að minnsta kosti gullsleginn hljóðnema,“ sagði hann og hló við. Friðrik kveðst enn vera að skipuleggja hina eiginlegu afmælisveislu, en dagsetningin er ekki enn komin á hreint. „Í ljósi þessa lags geri ég ráð fyrir að ég sæki um að fá húsnæði Framsóknarflokksins á Hverfisgötunni lánað, svona í skiptum fyrir stefgjöldin,“ sagði hann kíminn. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, er fertugur í dag. Friðrik er liðtækur tónlistarmaður og réttur höfundur framsóknarlagsins svokallaða. Margir hafa gengið út frá því að lag og texti væri eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, en Friðrik sagðist ekki taka slíkan misskilning nærri sér. „Magnús á frumkvæðið að því að lagið var tekið upp, útsett og gefið út, þannig að hann á jafn mikið í því og ég. Sjálfur er ég reyndar ennþá að velta því fyrir mér hvaðan lagið er stolið,“ sagði hann og hló við. Friðrik er búsettur á Akranesi og tekur iðulega strætó til vinnu í höfuðborginni. Framsóknarlaginu skaut upp kolli hans í slíkri strætóferð að morgni síðasta dags vetrar. „Ég skrifaði textann að viðlaginu í lófatölvuna mína í strætó,“ útskýrði Friðrik. Lagið var svo frumflutt degi síðar, þegar kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins var opnuð á Akranesi. „Konan rak mig af stað með gítarinn að taka prufukeyrslu á laginu. Ég labbaði inn og taldi í og restin er bara orðin hluti af mannkynssögunni,“ sagði hann. Friðrik er framsóknarmaður í húð og hár. „Genetískur. En það hefur ekki brotist út í söng áður,“ sagði hann sposkur. „Reyndar kynntist ég konunni minni á framsóknartónleikum á Hótel Borg fyrir kosningarnar 1987.“ Þessa dagana er Friðrik líka að rifja upp gamla takta með hljómsveitarbræðrum sínum úr menntaskóla, sem strengdu þess heit að koma aftur saman um fertugt. Bassaleikari hljómsveitarinnar reið á vaðið í júní. „Þá gáfum við honum bassa og bassamagnara. Gítarleikarinn varð fertugur í nóvember og fékk gítar og gítarmagnara. Við æfðum líka fyrir afmælið og tróðum upp í veislunni. Það var það vel heppnað að lögreglan mætti,“ sagði Friðrik grafalvarlegur. Hann væntir þess því að fá annaðhvort gítar eða hljómborð að gjöf í dag. „Að minnsta kosti gullsleginn hljóðnema,“ sagði hann og hló við. Friðrik kveðst enn vera að skipuleggja hina eiginlegu afmælisveislu, en dagsetningin er ekki enn komin á hreint. „Í ljósi þessa lags geri ég ráð fyrir að ég sæki um að fá húsnæði Framsóknarflokksins á Hverfisgötunni lánað, svona í skiptum fyrir stefgjöldin,“ sagði hann kíminn.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp