Curver + Kimono - tvær stjörnur 30. apríl 2007 08:15 Þrátt fyrir flottan hljóm veldur þessi samstarfsplata Curvers og Kimono miklum vonbrigðum. Mixin eru fyrirsjáanleg og ná ekki að halda athyglinni. Platan Curver + Kimono inniheldur að sögn aðstandenda einhvers konar furðumix af lögunum á fyrstu plötu Kimono, Mineur Agressif, sem kom út fyrir fjórum árum, en Curver stjórnaði upptökum á henni. Útgáfunni var fylgt eftir með skemmtilegum uppákomum. Curver og Kimono héldu þriggja tíma reykmettaða spunatónleika í Kling og bang og haldin var sýning á ljósmyndum frá litríku teboði, en þær myndir prýða umslag plötunnar. Ég gerði mér miklar væntingar um þessa plötu. Curver er að mínu mati afburðapródúser. Hann fær oft frábærar hugmyndir og hann er líka nettur krádplíser náungi sem kann að búa til stemningu. Kimono er yfirburðaband eins og síðasta plata þeirra Arctic Death Ship og frammistaða þeirra á tónleikum undanfarin ár sannar. Summan af þessu tvennu ætti þess vegna að verða eitthvað æðislegt. Eða hvað? En ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Í staðinn fyrir eitthvað klikkað og skemmtilegt þá er mixið frekar bragðdaufar og fyrirsjáanlegar dub-útgáfur sem ná ekki að halda athygli manns. Þetta er að sjálfsögðu ekki alvont. Hljómurinn er oft flottur og þessi lög virka eflaust ágætlega eitt í einu, t.d. í bakgrunni eða sem kvikmyndatónlist. En það er bara ekki nóg. Til þess að svona plata geri sig þarf hún að koma á óvart og ýta við manni og það vantar töluvert upp á að þessi plata geri það. Manni finnst maður hafa heyrt þetta allt áður og það vantar sárlega eitthvað til þess að brjóta þetta upp. Mér finnst reyndar eitt mixið flott. Lagið ü. Þar er búið að taka burt ásláttinn og setja inn draugalegar raddir og fiðluspil. Kannski ekki byltingarkennt, en fínt samt. Lokamixið af Japanese Policeman sker sig líka úr, en það hljómar samt ómarkvisst og ekki áhugavert. Á heildina litið er þessi plata ekki nema sæmilegur aukabiti á meðan beðið er eftir næstu verkum þessara frábæru listamanna. Trausti Júlíusson Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera einhverfur en ekki með geðhvarfasýki Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Platan Curver + Kimono inniheldur að sögn aðstandenda einhvers konar furðumix af lögunum á fyrstu plötu Kimono, Mineur Agressif, sem kom út fyrir fjórum árum, en Curver stjórnaði upptökum á henni. Útgáfunni var fylgt eftir með skemmtilegum uppákomum. Curver og Kimono héldu þriggja tíma reykmettaða spunatónleika í Kling og bang og haldin var sýning á ljósmyndum frá litríku teboði, en þær myndir prýða umslag plötunnar. Ég gerði mér miklar væntingar um þessa plötu. Curver er að mínu mati afburðapródúser. Hann fær oft frábærar hugmyndir og hann er líka nettur krádplíser náungi sem kann að búa til stemningu. Kimono er yfirburðaband eins og síðasta plata þeirra Arctic Death Ship og frammistaða þeirra á tónleikum undanfarin ár sannar. Summan af þessu tvennu ætti þess vegna að verða eitthvað æðislegt. Eða hvað? En ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Í staðinn fyrir eitthvað klikkað og skemmtilegt þá er mixið frekar bragðdaufar og fyrirsjáanlegar dub-útgáfur sem ná ekki að halda athygli manns. Þetta er að sjálfsögðu ekki alvont. Hljómurinn er oft flottur og þessi lög virka eflaust ágætlega eitt í einu, t.d. í bakgrunni eða sem kvikmyndatónlist. En það er bara ekki nóg. Til þess að svona plata geri sig þarf hún að koma á óvart og ýta við manni og það vantar töluvert upp á að þessi plata geri það. Manni finnst maður hafa heyrt þetta allt áður og það vantar sárlega eitthvað til þess að brjóta þetta upp. Mér finnst reyndar eitt mixið flott. Lagið ü. Þar er búið að taka burt ásláttinn og setja inn draugalegar raddir og fiðluspil. Kannski ekki byltingarkennt, en fínt samt. Lokamixið af Japanese Policeman sker sig líka úr, en það hljómar samt ómarkvisst og ekki áhugavert. Á heildina litið er þessi plata ekki nema sæmilegur aukabiti á meðan beðið er eftir næstu verkum þessara frábæru listamanna. Trausti Júlíusson
Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera einhverfur en ekki með geðhvarfasýki Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira