Meirihlutinn heldur velli 29. apríl 2007 09:00 Litlar breytingar eru á fylgi flokkana frá því í könnun blaðsins í síðustu viku og allar breytingar eru innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 40,6 prósent fylgi og fengi samkvæmt því 27 þingmenn. Þetta er 0,6 prósentustigum minna en fylgi flokksins mældist með í síðustu viku, en vikmörk mælast nú 2,0 prósentustig fyrir flokkinn. Það þýðir að með 95 prósent vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 38,6 til 42,6 prósent. Fylgið er mun meira á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn fengi sextán þingmenn og mælist með 42,9 prósent fylgi. Mest er fylgið í Suðvesturkjördæmi þar sem 48,5 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Þá segjast 45,7 prósent svarenda í Suðurkjördæmi myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Minnst fylgi Sjálfstæðisflokksins er í Norðausturkjördæmi, þar sem 29,6 prósent styðja flokkinn. Alls fengi Sjálfstæðisflokkurinn ellefu þingmenn kjörna í landsbyggðarkjördæmunum. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn og kæmu þeir allir frá landsbyggðarkjördæmunum. Það þýðir að þrír ráðherrar flokksins; Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Jónína Bjartmarz kæmust ekki á þing. Fylgið mælist nú 10,1 prósent og skekkjumörk eru 1,3 prósentustig. Mest er fylgið í Norðausturkjördæmi, þar sem Valgerður Sverrisdóttir leiðir lista flokksins. Þar segjast 23,8 prósent myndu kjósa flokkinn. 5,4 prósent segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og eru vikmörk 0,9 prósentustig. Ef það yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn engan þingmann kjördæmakjörinn, en þrjá jöfnunarmenn; í Norðausturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, næði ekki kjöri. 22,5 prósent segjast nú myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn samkvæmt því 15 þingmenn kjörna. Þetta er aðeins meira fylgi en í síðustu viku þegar 20,3 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Vikmörk eru 1,7 prósentustig. Aðeins fleiri segja myndu kjósa flokkinn á höfuðborgarsvæðinu eða 23,9 prósent, en þar fengi flokkurinn níu þingmenn kjörna. Í landsbyggðarkjördæmunum segjast 20,2 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn þar sex þingmenn kjörna. Mest er fylgið í Reykjavíkurkjördæmi norður, 26,4 prósent. Minnst er fylgið í Suðurkjördæmi þar sem 18,8 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala örlítið og segjast nú 18,0 prósent myndu kjósa flokkinn, í stað 19,7 prósenta í síðustu viku, og fengi hann samkvæmt því tólf þingmenn kjörna. Vikmörk reiknast 1,6 prósentustig. Af þingmönnunum tólf kæmu fimm frá landsbyggðarkjördæmunum þremur, þar sem 17,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, en sjö frá höfuðborgarsvæðinu þar sem 18,0 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna er mest í Reykjavíkurkjördæmi norður, 22,2 prósent. Minnst er fylgi flokksins í Suðvesturkjördæmi, 13,0 prósent. Hringt var í 3.600 manns á kosningaaldri dagana 23. til 28. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og kjördæmum. Niðurstaða hvers kjördæmis var svo vigtuð til að fá landsfylgi hvers flokks. Spurt var „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú?" 61,4 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Hægt er að sjá nánar hvernig fylgi flokkana er í hverju kjördæmi fyrir sig og hvaða frambjóðendur kæmust á þing, væru þetta niðurstöður kosninga á síðu 18. Kosningar 2007 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Litlar breytingar eru á fylgi flokkana frá því í könnun blaðsins í síðustu viku og allar breytingar eru innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 40,6 prósent fylgi og fengi samkvæmt því 27 þingmenn. Þetta er 0,6 prósentustigum minna en fylgi flokksins mældist með í síðustu viku, en vikmörk mælast nú 2,0 prósentustig fyrir flokkinn. Það þýðir að með 95 prósent vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 38,6 til 42,6 prósent. Fylgið er mun meira á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn fengi sextán þingmenn og mælist með 42,9 prósent fylgi. Mest er fylgið í Suðvesturkjördæmi þar sem 48,5 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Þá segjast 45,7 prósent svarenda í Suðurkjördæmi myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Minnst fylgi Sjálfstæðisflokksins er í Norðausturkjördæmi, þar sem 29,6 prósent styðja flokkinn. Alls fengi Sjálfstæðisflokkurinn ellefu þingmenn kjörna í landsbyggðarkjördæmunum. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn og kæmu þeir allir frá landsbyggðarkjördæmunum. Það þýðir að þrír ráðherrar flokksins; Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Jónína Bjartmarz kæmust ekki á þing. Fylgið mælist nú 10,1 prósent og skekkjumörk eru 1,3 prósentustig. Mest er fylgið í Norðausturkjördæmi, þar sem Valgerður Sverrisdóttir leiðir lista flokksins. Þar segjast 23,8 prósent myndu kjósa flokkinn. 5,4 prósent segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og eru vikmörk 0,9 prósentustig. Ef það yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn engan þingmann kjördæmakjörinn, en þrjá jöfnunarmenn; í Norðausturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, næði ekki kjöri. 22,5 prósent segjast nú myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn samkvæmt því 15 þingmenn kjörna. Þetta er aðeins meira fylgi en í síðustu viku þegar 20,3 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Vikmörk eru 1,7 prósentustig. Aðeins fleiri segja myndu kjósa flokkinn á höfuðborgarsvæðinu eða 23,9 prósent, en þar fengi flokkurinn níu þingmenn kjörna. Í landsbyggðarkjördæmunum segjast 20,2 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn þar sex þingmenn kjörna. Mest er fylgið í Reykjavíkurkjördæmi norður, 26,4 prósent. Minnst er fylgið í Suðurkjördæmi þar sem 18,8 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala örlítið og segjast nú 18,0 prósent myndu kjósa flokkinn, í stað 19,7 prósenta í síðustu viku, og fengi hann samkvæmt því tólf þingmenn kjörna. Vikmörk reiknast 1,6 prósentustig. Af þingmönnunum tólf kæmu fimm frá landsbyggðarkjördæmunum þremur, þar sem 17,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, en sjö frá höfuðborgarsvæðinu þar sem 18,0 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna er mest í Reykjavíkurkjördæmi norður, 22,2 prósent. Minnst er fylgi flokksins í Suðvesturkjördæmi, 13,0 prósent. Hringt var í 3.600 manns á kosningaaldri dagana 23. til 28. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og kjördæmum. Niðurstaða hvers kjördæmis var svo vigtuð til að fá landsfylgi hvers flokks. Spurt var „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú?" 61,4 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Hægt er að sjá nánar hvernig fylgi flokkana er í hverju kjördæmi fyrir sig og hvaða frambjóðendur kæmust á þing, væru þetta niðurstöður kosninga á síðu 18.
Kosningar 2007 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira