Jón Ásgeir og Davíð í slag 25. apríl 2007 10:15 teiknimyndasaga um Baugsmálið Óttar Martin Norðfjörð gefur út myndasöguna Jón Ásgeir og afmælisveislan. Rithöfundurinn Óttar Martin Norðfjörð hefur sent frá sér nýja bók. Í bókinni segir frá afmælisveislu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns. „Bókin er um það þegar Jón Ásgeir heldur upp á afmælið sitt. Í sögunni fær hann Michael Jackson til að spila. Hann býður svo Davíð Oddssyni, Brad Pitt og fleira frægu fólki og brallar svo eitthvað með Kára Stefánssyni til að slá endanlega út allar fyrri veislur," segir Óttar Martin Norðfjörð sem var að gefa út sína fyrstu teiknimyndasögu, Jón Ásgeir og afmælisveislan. „Hann ætlar að nota tækifærið og hefna sín á Davíð í veislunni en Davíð ætlar líka að gera það þannig að þetta verður eins og í Shakespeare-leikriti með tvær andstæðar fylkingar. Jón Ásgeir hefnir sín og Davíð hefnir sín á móti, svo endar þetta auðvitað á grand finale í lokin," segir Óttar. „Kveikjan að bókinni voru allir þessir ríku karlar sem hafa verið að halda afmælisveislurnar sínar undanfarið og hvernig þeir virðast alltaf vera að reyna að toppa hver annan. Halda dýrari veislur og fá frægari skemmtikrafta. Út frá þessu fór ég að spá í hvernig það yrði eiginlega þegar Jón Ásgeir héldi upp á afmælið sitt en hann verður fertugur á næsta ári. Hann verður augljóslega að toppa alla hina." Kári smíðar ólíklegustu skepnur úr þekktum Íslendingum í nýrri bók Óttars. Óttar hefur áður gefið út skáldsögu, ljóðabækur og tveggja blaðsíðna metsölu„bókina" Hannes - Nóttin er blá, mamma, um uppvaxtarár Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem vakti mikla athygli fyrir síðustu jól. Þetta er fyrsta teiknimyndasaga Óttars. „Ég datt niður á teiknimyndaformið þegar ég var að velta því fyrir mér hvernig væri best að koma sögunni frá mér. Það er svo auðvelt að nota teiknimyndir til að fara alla leið. Jón Ásgeir og pabbi hans búa til að mynda í kastala og eru með kórónur og Kári Stefánsson er orðinn brjálaður vísindamaður sem býr í geimstöð og er búinn að skapa alls konar óskapnað úr þekktu íslensku fólki. Eftir að hafa prófað mig áfram fann ég út að besta leiðin væri að klippa út hausinn af fólkinu og teikna svo restina." Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Rithöfundurinn Óttar Martin Norðfjörð hefur sent frá sér nýja bók. Í bókinni segir frá afmælisveislu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns. „Bókin er um það þegar Jón Ásgeir heldur upp á afmælið sitt. Í sögunni fær hann Michael Jackson til að spila. Hann býður svo Davíð Oddssyni, Brad Pitt og fleira frægu fólki og brallar svo eitthvað með Kára Stefánssyni til að slá endanlega út allar fyrri veislur," segir Óttar Martin Norðfjörð sem var að gefa út sína fyrstu teiknimyndasögu, Jón Ásgeir og afmælisveislan. „Hann ætlar að nota tækifærið og hefna sín á Davíð í veislunni en Davíð ætlar líka að gera það þannig að þetta verður eins og í Shakespeare-leikriti með tvær andstæðar fylkingar. Jón Ásgeir hefnir sín og Davíð hefnir sín á móti, svo endar þetta auðvitað á grand finale í lokin," segir Óttar. „Kveikjan að bókinni voru allir þessir ríku karlar sem hafa verið að halda afmælisveislurnar sínar undanfarið og hvernig þeir virðast alltaf vera að reyna að toppa hver annan. Halda dýrari veislur og fá frægari skemmtikrafta. Út frá þessu fór ég að spá í hvernig það yrði eiginlega þegar Jón Ásgeir héldi upp á afmælið sitt en hann verður fertugur á næsta ári. Hann verður augljóslega að toppa alla hina." Kári smíðar ólíklegustu skepnur úr þekktum Íslendingum í nýrri bók Óttars. Óttar hefur áður gefið út skáldsögu, ljóðabækur og tveggja blaðsíðna metsölu„bókina" Hannes - Nóttin er blá, mamma, um uppvaxtarár Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem vakti mikla athygli fyrir síðustu jól. Þetta er fyrsta teiknimyndasaga Óttars. „Ég datt niður á teiknimyndaformið þegar ég var að velta því fyrir mér hvernig væri best að koma sögunni frá mér. Það er svo auðvelt að nota teiknimyndir til að fara alla leið. Jón Ásgeir og pabbi hans búa til að mynda í kastala og eru með kórónur og Kári Stefánsson er orðinn brjálaður vísindamaður sem býr í geimstöð og er búinn að skapa alls konar óskapnað úr þekktu íslensku fólki. Eftir að hafa prófað mig áfram fann ég út að besta leiðin væri að klippa út hausinn af fólkinu og teikna svo restina."
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið