Fegurðin gerð meira áberandi 24. apríl 2007 09:15 Nouvelle Vague sló í gegn árið 2005 fyrir ábreiður sínar af gömlum post-pönk og nýbylgjuslögurum sem settir voru í kynþokkafullan bossa-nova búning. Franska ofurhljómsveitin Nouvelle Vague heldur tónleika hér á landi næstkomandi föstudagskvöld. Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir frumlegar ábreiður sínar en Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi á dögunum við Marc Collin, aðalhugmyndasmið sveitarinnar. Að sjálfsögðu hófst viðtalið á því að Marc svaraði því hvernig ævintýrið hófst allt saman. „Þegar ég byrjaði að hlusta aftur á gömlu lögin, [post-pönk lögin sem hljómsveitin nær að endurlífga svo snyrtilega] sem ég hlustaði svo mikið á þegar ég var táningur, áttaði ég mig á því að lögin eru svo falleg og afar klassísk. Ég vildi því sýna fólki að þrátt fyrir að þessar sveitir hafi sprottið út frá pönkinu að þá sömdu þau falleg lög og að hægt væri að útsetja þau á annan, skilvirkari hátt til þess að sýna það. Þetta er ekki bara tengt nostalgíu. Eða jú, að sjálfsögðu að einhverju leyti, en að öðru leyti er ég að búa til eitthvað sem er persónulegt og nýtt við lögin.“ En var þetta eingöngu gert til þess að sýna fram á fegurðina á bakvið lagasmíðar post-pönk tímabilsins, hvað með boðskapinn sem vissulega skipti þessa listamenn svo miklu máli? „Bæði, við náttúrlega breytum ekki textunum og er kannski það sem gerir þetta svo áhugavert. Við erum þarna með lög eins og Love Will Tear Us Apart, Too Drunk to Fuck, Guns of Brixton og svo framvegis en lögin eru svo allt öðruvísi þannig að textarnir fá kannski nýja meiningu, sérstaklega líka af því að lögin eru sungin af konum.“ Marc segir jafnframt að hann hafi fengið konur sem þekktu ekki einu sinni lögin og þess vegna voru þær algjörlega ferskar og örlítið naívar gagnvart því sem hann bað þær um að gera. Hann telur einnig að það hafi hjálpað sveitinni örlítið að koma frá Frakklandi, hreimurinn spilli ekki fyrir. „Ég hugsa samt lítið um þennan uppruna okkar en ég skil alveg að aðrir geri það. [...] Þetta gæti líka gengið ef við værum frá, til dæmis, Brasilíu.“ Samt kannski ekki ef þið væruð frá Íslandi? „(Hlátur) Jú jú, afhverju ekki?“ En hversu langt er hægt að teygja þessa hugmynd um að setja post-pönk slagara í rólegri og kynþokkafyllri útgáfur? „Það er enn til efni sem ég vil vinna með eins og Japan, The Stranglers og Sex Pistols. Ég er rendar með nýtt verkefni í gangi um þessar mundir. Þar er ég að taka lög úr kvikmyndum frá níunda áratugnum, þú veist, þessa risa risa risaslagara, frá til dæmis Top Gun, Flashdance og þannig.“ Marc býst við að sveitin muni telja átta til tíu manns þegar hún spilar í Listasafni Reykjavíkur næsta föstudagskvöld og segist svo sannarlega ætla að reyna að skapa eftirminnilega tónleika. „Tónleikarnir okkar eru þó öðruvísi, við erum ekki að reyna að endurskapa plöturnar. Þetta eru samt auðvitað sömu lögin og hljóðheimur Nouvelle vague en það er mikil orka og fólki virðist líka vel við þetta.“ Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Franska ofurhljómsveitin Nouvelle Vague heldur tónleika hér á landi næstkomandi föstudagskvöld. Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir frumlegar ábreiður sínar en Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi á dögunum við Marc Collin, aðalhugmyndasmið sveitarinnar. Að sjálfsögðu hófst viðtalið á því að Marc svaraði því hvernig ævintýrið hófst allt saman. „Þegar ég byrjaði að hlusta aftur á gömlu lögin, [post-pönk lögin sem hljómsveitin nær að endurlífga svo snyrtilega] sem ég hlustaði svo mikið á þegar ég var táningur, áttaði ég mig á því að lögin eru svo falleg og afar klassísk. Ég vildi því sýna fólki að þrátt fyrir að þessar sveitir hafi sprottið út frá pönkinu að þá sömdu þau falleg lög og að hægt væri að útsetja þau á annan, skilvirkari hátt til þess að sýna það. Þetta er ekki bara tengt nostalgíu. Eða jú, að sjálfsögðu að einhverju leyti, en að öðru leyti er ég að búa til eitthvað sem er persónulegt og nýtt við lögin.“ En var þetta eingöngu gert til þess að sýna fram á fegurðina á bakvið lagasmíðar post-pönk tímabilsins, hvað með boðskapinn sem vissulega skipti þessa listamenn svo miklu máli? „Bæði, við náttúrlega breytum ekki textunum og er kannski það sem gerir þetta svo áhugavert. Við erum þarna með lög eins og Love Will Tear Us Apart, Too Drunk to Fuck, Guns of Brixton og svo framvegis en lögin eru svo allt öðruvísi þannig að textarnir fá kannski nýja meiningu, sérstaklega líka af því að lögin eru sungin af konum.“ Marc segir jafnframt að hann hafi fengið konur sem þekktu ekki einu sinni lögin og þess vegna voru þær algjörlega ferskar og örlítið naívar gagnvart því sem hann bað þær um að gera. Hann telur einnig að það hafi hjálpað sveitinni örlítið að koma frá Frakklandi, hreimurinn spilli ekki fyrir. „Ég hugsa samt lítið um þennan uppruna okkar en ég skil alveg að aðrir geri það. [...] Þetta gæti líka gengið ef við værum frá, til dæmis, Brasilíu.“ Samt kannski ekki ef þið væruð frá Íslandi? „(Hlátur) Jú jú, afhverju ekki?“ En hversu langt er hægt að teygja þessa hugmynd um að setja post-pönk slagara í rólegri og kynþokkafyllri útgáfur? „Það er enn til efni sem ég vil vinna með eins og Japan, The Stranglers og Sex Pistols. Ég er rendar með nýtt verkefni í gangi um þessar mundir. Þar er ég að taka lög úr kvikmyndum frá níunda áratugnum, þú veist, þessa risa risa risaslagara, frá til dæmis Top Gun, Flashdance og þannig.“ Marc býst við að sveitin muni telja átta til tíu manns þegar hún spilar í Listasafni Reykjavíkur næsta föstudagskvöld og segist svo sannarlega ætla að reyna að skapa eftirminnilega tónleika. „Tónleikarnir okkar eru þó öðruvísi, við erum ekki að reyna að endurskapa plöturnar. Þetta eru samt auðvitað sömu lögin og hljóðheimur Nouvelle vague en það er mikil orka og fólki virðist líka vel við þetta.“
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira