Ólöf og félagar leggja í hann 19. apríl 2007 14:00 Lay Low þykir afar skemmtileg á tónleikum. Tónleikaferð þeirra Ólafar Arnalds, Lay Low og Péturs Ben um landið hefst í kvöld. Fyrstu tónleikarnir eru á Egilsstöðum. „Ég er mjög spennt yfir þessu öllu saman því það er lengi búið að vera draumur hjá mér að fara í svona tónleikaferð um landið. Ég hef spilað úti á landi aður en aldrei farið á svona túr,“ segir Ólöf Arnalds tónlistarkona sem ásamt þeim Pétri Ben og Lay Low mun gleðja eyru landsmanna á tónleikaferð hringinn í kringum landið. Þau munu spila á Egilsstöðum, Akureyri, Hrísey, Stokkseyri, Bolungarvík, Akranesi og enda svo á því að spila í Reykjavík. „Ég hef komið á alla staðina nema Hrísey og hlakka mikið til að koma þangað. Staðurinn sem við spilum á þar er pínulítill og það verður ábyggilega bara fólkið sem býr þarna sem kemur og kannski nokkrir ferðamenn. Annars verður þetta örugglega allt mjög skemmtilegt.“ Það er Rás 2 sem er bakhjarl ferðarinnar og tilgangur hennar er að að gefa tónlistaráhugafólki á landsbyggðinni tækifæri til að sjá og heyra fremsta tónlistarfólk landsins af yngri kynslóðinni í heimabyggð. Bæði Pétur Ben og Lay Low spila með hljómsveitum sínum en Ólöf verður ein með kassagítar. Öll hafa þau vakið mikla athygli fyrir nýútkomnar plötur sínar og þykja afar skemmtileg á tónleikum. Því er það mikill happafengur fyrir landsbyggðarbúa að eiga þess kost að sjá þau spila á tónleikum. Nánari upplýsingar um tímasetningar og tónleikastaði má finna á heimasíðu Rásar 2, www.ruv.is/poppland. Þá er viðtal við Ólöfu Arnalds í tengslum við nýútkomna plötu hennar Við og við í Fréttablaðinu á laugardaginn. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónleikaferð þeirra Ólafar Arnalds, Lay Low og Péturs Ben um landið hefst í kvöld. Fyrstu tónleikarnir eru á Egilsstöðum. „Ég er mjög spennt yfir þessu öllu saman því það er lengi búið að vera draumur hjá mér að fara í svona tónleikaferð um landið. Ég hef spilað úti á landi aður en aldrei farið á svona túr,“ segir Ólöf Arnalds tónlistarkona sem ásamt þeim Pétri Ben og Lay Low mun gleðja eyru landsmanna á tónleikaferð hringinn í kringum landið. Þau munu spila á Egilsstöðum, Akureyri, Hrísey, Stokkseyri, Bolungarvík, Akranesi og enda svo á því að spila í Reykjavík. „Ég hef komið á alla staðina nema Hrísey og hlakka mikið til að koma þangað. Staðurinn sem við spilum á þar er pínulítill og það verður ábyggilega bara fólkið sem býr þarna sem kemur og kannski nokkrir ferðamenn. Annars verður þetta örugglega allt mjög skemmtilegt.“ Það er Rás 2 sem er bakhjarl ferðarinnar og tilgangur hennar er að að gefa tónlistaráhugafólki á landsbyggðinni tækifæri til að sjá og heyra fremsta tónlistarfólk landsins af yngri kynslóðinni í heimabyggð. Bæði Pétur Ben og Lay Low spila með hljómsveitum sínum en Ólöf verður ein með kassagítar. Öll hafa þau vakið mikla athygli fyrir nýútkomnar plötur sínar og þykja afar skemmtileg á tónleikum. Því er það mikill happafengur fyrir landsbyggðarbúa að eiga þess kost að sjá þau spila á tónleikum. Nánari upplýsingar um tímasetningar og tónleikastaði má finna á heimasíðu Rásar 2, www.ruv.is/poppland. Þá er viðtal við Ólöfu Arnalds í tengslum við nýútkomna plötu hennar Við og við í Fréttablaðinu á laugardaginn.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira