Meira pönk! 15. apríl 2007 00:01 Ef ég segðist ekki endilega vilja hafa svefnherbergið mitt hvítt þætti mér óeðlilegt að fá viðbrögðin: „Heldurðu að dökkappelsínugult sé skárra, lúðinn þinn?“ Samt væru þau í stíl við pólitíska umræðu unglingsára minna. Ég er nefnilega kominn á fimmtugsaldur og ólst upp við að þjóðin væri klofin í afstöðunni til hersins. Ég var herstöðvarandstæðingur. Viðbrögðin við mínum málflutningi voru býsna gjarna: „Heldurðu að það væri betra að hafa Rússana hérna?“ Rétt eins og í leikriti alheimsstjórnmálanna væru aðeins tvö hlutverk, Rússadindilsins og Kanamellunnar, og Íslendingar þyrftu að hafa vit á að velja það illskárra, þetta með nælonsokkana og litasjónvarpið. Það væri enginn þriðji kostur. Svo kom pönkið. Ég var afar ginkeyptur fyrir hugmyndafræði pönksins: „Fuck the system“. Eiginlega gekk hún bara út á að rústa kerfinu án þess að hafa einhverjar háleitar hugmyndir um hvað átti að koma í staðinn. Það eina sem pönkið boðaði var í raun rjúkandi rústir ríkjandi ástands. Það þýddi ekkert að segja við pönkara: „Heldurðu að eitthvað annað sýstem væri skárra?“ Þá væri hið nýja sýstem nefnilega strax orðið hið ríkjandi sýstem og þarafleiðandi kerfið sem pönkið vildi fokka. Ég hef leyft mér að gagnrýna kerfi. Ég hef bent á að hvert það stjórnkerfi sem neyði þegnana til örbirgðar, hvaða nafni sem það nefnist, sé brotlegt við mannréttindi, réttinn til mannlegrar reisnar og boðlegs lífs. Það gildir einu hvort maður býr við lýðræði, einræði, auðræði, guðræði, harðræði eða jafnvel gerræði ef maður fæðist til lamandi fátæktar sem engin leið er út úr. Ég hef nefnt borðleggjandi dæmi um að kapítalísk samfélög séu sums staðar sliguð af efnahagslegu og félagslegu óréttlæti. Þetta hafa sumir skilið sem svo að það sé mín skoðun að ríkisstyrktur landbúnaður, kommúnísk hagstjórn og gott ef ekki einokunarverslun líka, sé það eina sem tryggt geti hagsæld alþýðunnar. Þetta finnst mér í stíl við að halda að þar sem mér finnst hvítt ljótt hljóti ég að vera að spá í dökkappelsínugult. Hvað vil ég þá í staðinn? Ég er ekki viss, en rjúkandi rústir ríkjandi ástands yrði strax framför. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun
Ef ég segðist ekki endilega vilja hafa svefnherbergið mitt hvítt þætti mér óeðlilegt að fá viðbrögðin: „Heldurðu að dökkappelsínugult sé skárra, lúðinn þinn?“ Samt væru þau í stíl við pólitíska umræðu unglingsára minna. Ég er nefnilega kominn á fimmtugsaldur og ólst upp við að þjóðin væri klofin í afstöðunni til hersins. Ég var herstöðvarandstæðingur. Viðbrögðin við mínum málflutningi voru býsna gjarna: „Heldurðu að það væri betra að hafa Rússana hérna?“ Rétt eins og í leikriti alheimsstjórnmálanna væru aðeins tvö hlutverk, Rússadindilsins og Kanamellunnar, og Íslendingar þyrftu að hafa vit á að velja það illskárra, þetta með nælonsokkana og litasjónvarpið. Það væri enginn þriðji kostur. Svo kom pönkið. Ég var afar ginkeyptur fyrir hugmyndafræði pönksins: „Fuck the system“. Eiginlega gekk hún bara út á að rústa kerfinu án þess að hafa einhverjar háleitar hugmyndir um hvað átti að koma í staðinn. Það eina sem pönkið boðaði var í raun rjúkandi rústir ríkjandi ástands. Það þýddi ekkert að segja við pönkara: „Heldurðu að eitthvað annað sýstem væri skárra?“ Þá væri hið nýja sýstem nefnilega strax orðið hið ríkjandi sýstem og þarafleiðandi kerfið sem pönkið vildi fokka. Ég hef leyft mér að gagnrýna kerfi. Ég hef bent á að hvert það stjórnkerfi sem neyði þegnana til örbirgðar, hvaða nafni sem það nefnist, sé brotlegt við mannréttindi, réttinn til mannlegrar reisnar og boðlegs lífs. Það gildir einu hvort maður býr við lýðræði, einræði, auðræði, guðræði, harðræði eða jafnvel gerræði ef maður fæðist til lamandi fátæktar sem engin leið er út úr. Ég hef nefnt borðleggjandi dæmi um að kapítalísk samfélög séu sums staðar sliguð af efnahagslegu og félagslegu óréttlæti. Þetta hafa sumir skilið sem svo að það sé mín skoðun að ríkisstyrktur landbúnaður, kommúnísk hagstjórn og gott ef ekki einokunarverslun líka, sé það eina sem tryggt geti hagsæld alþýðunnar. Þetta finnst mér í stíl við að halda að þar sem mér finnst hvítt ljótt hljóti ég að vera að spá í dökkappelsínugult. Hvað vil ég þá í staðinn? Ég er ekki viss, en rjúkandi rústir ríkjandi ástands yrði strax framför.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun