Körfubolti

Stigin úr teignum skipta öllu

Brenton Birmingham hefur skorað 18 stig úr teignum og komist 16 sinnum á vítalínuna í fyrstu tveimur leikjunum.
Brenton Birmingham hefur skorað 18 stig úr teignum og komist 16 sinnum á vítalínuna í fyrstu tveimur leikjunum. MYND/Anton

Baráttan í einvígi lokaúrslitaeinvígis Iceland Express-deildar karla snýst ekki síst um hvort liðið er að skora meira inni í teig.

KR-ingar bættu hlut sinn svo um munaði á þeim vígstöðum í öðrum leiknum eftir að hafa skorað helmingi færri stig úr teig í fyrsta leiknum (26-52). KR-ingar skoruðu aðeins fimm stigum færra úr teignum í leik tvö (25-30), þar af skoruðu þeir 16 stig gegn 12 í seinni hálfleik þar sem þeir sneru leiknum sér í hag.

Það lið sem hefur fengið jafnmörg eða fleiri stig úr teignum hefur unnið 7 af 8 leikhlutum úrslitaeinvígisins til þessa.

Í leik tvö munaði einna mest um framlög Igor Beljanski í liði Njarðvíkur en hann skoraði 17 stig úr teignum í fyrsta leiknum en aðeins tvö slík stig í tapi Njarðvíkur í DHL-Höllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×