Páskabíltúrinn 5. apríl 2007 06:00 Lengsta skyldufrí ársins er framundan. Nú eru góð ráð dýr fyrir fólk sem hefur ekki haft vaðið fyrir neðan sig og keypt sér skíðaferð til útlanda og á ekki heldur sælureit á landsbyggðinni. Í staðinn fyrir að dorma í fimmdaga súkkulaðimóki yfir dramatískum biblíuþáttum sting ég upp á gamla góða bíltúrnum. Það er ágæt leið til að drepa tímann fyrst maður getur ekki verið í vinnunni. Þessi bíltúr var kenndur við sunnudaga á mínum æskudögum og þótt framtíðin sé komin og geimárið 2007 runnið upp hefur lítið breyst. Áfangastaðir bíltúrsins eru þeir sömu og þeir voru. Höfuðborgarbúar eru enn bundnir af því að bara er fært í þrjár áttir. Hver átt hefur sinn þunglamalega sjarma, sérstaklega á þessum litlausa tíma árs. Að keyra í helgrárri súld til Keflavíkur fyllir jafnvel æstustu stuðbolta depurð. Því er eins gott að vera svangur því magafylli er einfalt ráð til að hrekja depurðina á brott. Í Keflavík er besta úrval lúgusjoppa á landinu og hamborgararnir, t.d. frá Bogga eða í Ólsen Ólsen, eru ferðarinnar virði. Í Poppminjasafninu má nú sjá stórgóða sýningu um fyrstu ár rokksins og Wilson Muuga liggur álkulegt í fjörunni hjá Hvalsnesi. Þá má keyra framhjá flugstöðinni og ímynda sér að maður sé að fara í burtu eða vera grand á því og skella sér í Bláa lónið. Hvalfjörður er guðdómlegur í góðu veðri. Rigningarsuddinn er líklegri svo kaffi á Hótel Glym er vænlegri en kaffisopi á grasbala. Rúnta má um Akranes og Borgarnes og pulsa sig í Hyrnunni. Þó fer maður sjaldnast í bíltúr í þessa átt, 2.000 kallinn í göngin hefur sitt að segja. Bíltúrsmöguleikarnir eru mestir austanfjalls og þangað liggur straumurinn. Sundlaugin í Hveragerði er með þeim bestu á landinu og heimilislegt er í Eden þrátt fyrir hrörnun. Við sjávarsíðuna hafa risið glæsilegir veitingastaðir og fólk á Stokkseyri hugsar um bíltúristana og hefur komið upp hindurvitnasöfnum og barnalandi. Svo er andlega uppbyggilegt að keyra framhjá Litla hrauni - hey, þetta gæti verið verra! Þá er næstu dögum reddað. Þó skal tekið fram að eingöngu má íhuga dauða Krists á krossinum á morgun - annars verða prestarnir brjálaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun
Lengsta skyldufrí ársins er framundan. Nú eru góð ráð dýr fyrir fólk sem hefur ekki haft vaðið fyrir neðan sig og keypt sér skíðaferð til útlanda og á ekki heldur sælureit á landsbyggðinni. Í staðinn fyrir að dorma í fimmdaga súkkulaðimóki yfir dramatískum biblíuþáttum sting ég upp á gamla góða bíltúrnum. Það er ágæt leið til að drepa tímann fyrst maður getur ekki verið í vinnunni. Þessi bíltúr var kenndur við sunnudaga á mínum æskudögum og þótt framtíðin sé komin og geimárið 2007 runnið upp hefur lítið breyst. Áfangastaðir bíltúrsins eru þeir sömu og þeir voru. Höfuðborgarbúar eru enn bundnir af því að bara er fært í þrjár áttir. Hver átt hefur sinn þunglamalega sjarma, sérstaklega á þessum litlausa tíma árs. Að keyra í helgrárri súld til Keflavíkur fyllir jafnvel æstustu stuðbolta depurð. Því er eins gott að vera svangur því magafylli er einfalt ráð til að hrekja depurðina á brott. Í Keflavík er besta úrval lúgusjoppa á landinu og hamborgararnir, t.d. frá Bogga eða í Ólsen Ólsen, eru ferðarinnar virði. Í Poppminjasafninu má nú sjá stórgóða sýningu um fyrstu ár rokksins og Wilson Muuga liggur álkulegt í fjörunni hjá Hvalsnesi. Þá má keyra framhjá flugstöðinni og ímynda sér að maður sé að fara í burtu eða vera grand á því og skella sér í Bláa lónið. Hvalfjörður er guðdómlegur í góðu veðri. Rigningarsuddinn er líklegri svo kaffi á Hótel Glym er vænlegri en kaffisopi á grasbala. Rúnta má um Akranes og Borgarnes og pulsa sig í Hyrnunni. Þó fer maður sjaldnast í bíltúr í þessa átt, 2.000 kallinn í göngin hefur sitt að segja. Bíltúrsmöguleikarnir eru mestir austanfjalls og þangað liggur straumurinn. Sundlaugin í Hveragerði er með þeim bestu á landinu og heimilislegt er í Eden þrátt fyrir hrörnun. Við sjávarsíðuna hafa risið glæsilegir veitingastaðir og fólk á Stokkseyri hugsar um bíltúristana og hefur komið upp hindurvitnasöfnum og barnalandi. Svo er andlega uppbyggilegt að keyra framhjá Litla hrauni - hey, þetta gæti verið verra! Þá er næstu dögum reddað. Þó skal tekið fram að eingöngu má íhuga dauða Krists á krossinum á morgun - annars verða prestarnir brjálaðir.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun