Blessuð skepnan 3. apríl 2007 00:01 Eitt þeirra hugtaka sem öðlast hafa nýtt líf í umræðunni er ofdekur. Hér áður fyrr átti það einkum við frekjudósina í bekknum sem fór alltaf að grenja ef ekki var látið undan öllum kröfum. Eftirlátssemi forríkra foreldranna var yfirleitt á allra vitorði. Á bak við pirringinn yfir heimtufrekjunni var stundum undirliggjandi öfund vegna þeirra forréttinda að eiga dálitla einkahirð heima í líki pabba og mömmu á hjólum við að þóknast krakkakvikindinu. Nú hefur vitnast að hlutskiptið var síður en svo eftirsóknarvert. Ofdekur er sumsé ekki bara ávísun á hátt þjónustustig og offramboð af allskyns fíneríi, heldur af sérfræðingum jafnað við vanrækslu. Vissulega vel meint en byggt á ótta og sektarkennd foreldranna meðal annars og skili barninu sem tilfinningalegu rekaldi út í lífið. Þá kemur sér vel hvað fólk er meðvitað í uppeldishlutverkinu. Nú dettur bara þeim forhertustu í hug að misþyrma barninu sínu með ofdekri þótt miklu fleiri burðist enn með allskyns sektarkenndir sem þurfa útrás. Þá er upplagt að skeyta skapi sínu á gæludýri, til dæmis hundspotti sem mér skilst að hægt sé að dekra mikið án þess að þeir missi trúna á tilganginn með lífinu. Hundar eru nefnilega upp til hópa meðvirkir og ganga rösklega á lagið. Þá er mikilvægt að búa yfir dálitlu mótstöðuafli gegn gæludýrslegum yfirgangi. Það hef ég ekki. Ef ég ætti hund væri hann líklega kominn uppí eftir svona viku og fengi morgunverðinn í rúmið. Þau okkar sem ekki hafa karakterstyrk til að eiga hund til að ofdekra verða því að notast við kött. Skotta hefur hátt í áratug þurft að þola ýmsar gerðir ofdekurs sem hefur haft margvíslegar afleiðingar. Núorðið telur hún sig manneskju en ekki kött og raunar mikilvægustu persónu fjölskyldunnar. Þannig snúast stórir og smáir atburðir á heimilinu fyrst og fremst um hana og framkvæmdir eru að mestu á hennar ábyrgð. Aldrei hægt að handleika handavinnu eða gjafapappír án þess að hún sé mætt til aðstoðar og hún skynjar nýkeypt ýsuflak meðan það er enn í forstofunni. Fórnfúst starf sem skotmark ofdekurs vinnur hún æðrulaus alla daga svo börnin fái hæfilegt aðhald. Blessuð skepnan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Eitt þeirra hugtaka sem öðlast hafa nýtt líf í umræðunni er ofdekur. Hér áður fyrr átti það einkum við frekjudósina í bekknum sem fór alltaf að grenja ef ekki var látið undan öllum kröfum. Eftirlátssemi forríkra foreldranna var yfirleitt á allra vitorði. Á bak við pirringinn yfir heimtufrekjunni var stundum undirliggjandi öfund vegna þeirra forréttinda að eiga dálitla einkahirð heima í líki pabba og mömmu á hjólum við að þóknast krakkakvikindinu. Nú hefur vitnast að hlutskiptið var síður en svo eftirsóknarvert. Ofdekur er sumsé ekki bara ávísun á hátt þjónustustig og offramboð af allskyns fíneríi, heldur af sérfræðingum jafnað við vanrækslu. Vissulega vel meint en byggt á ótta og sektarkennd foreldranna meðal annars og skili barninu sem tilfinningalegu rekaldi út í lífið. Þá kemur sér vel hvað fólk er meðvitað í uppeldishlutverkinu. Nú dettur bara þeim forhertustu í hug að misþyrma barninu sínu með ofdekri þótt miklu fleiri burðist enn með allskyns sektarkenndir sem þurfa útrás. Þá er upplagt að skeyta skapi sínu á gæludýri, til dæmis hundspotti sem mér skilst að hægt sé að dekra mikið án þess að þeir missi trúna á tilganginn með lífinu. Hundar eru nefnilega upp til hópa meðvirkir og ganga rösklega á lagið. Þá er mikilvægt að búa yfir dálitlu mótstöðuafli gegn gæludýrslegum yfirgangi. Það hef ég ekki. Ef ég ætti hund væri hann líklega kominn uppí eftir svona viku og fengi morgunverðinn í rúmið. Þau okkar sem ekki hafa karakterstyrk til að eiga hund til að ofdekra verða því að notast við kött. Skotta hefur hátt í áratug þurft að þola ýmsar gerðir ofdekurs sem hefur haft margvíslegar afleiðingar. Núorðið telur hún sig manneskju en ekki kött og raunar mikilvægustu persónu fjölskyldunnar. Þannig snúast stórir og smáir atburðir á heimilinu fyrst og fremst um hana og framkvæmdir eru að mestu á hennar ábyrgð. Aldrei hægt að handleika handavinnu eða gjafapappír án þess að hún sé mætt til aðstoðar og hún skynjar nýkeypt ýsuflak meðan það er enn í forstofunni. Fórnfúst starf sem skotmark ofdekurs vinnur hún æðrulaus alla daga svo börnin fái hæfilegt aðhald. Blessuð skepnan.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun