Málflutningur frjálslyndra sagður vera ógeðfelldur 2. apríl 2007 06:45 „Ég verð að viðurkenna það að málflutningur Frjálslyndra, meðal annars á ýmsum framboðsfundum sem þeir hafa verið á með okkar fólki og eins á bloggsíðum, hefur okkur þótt mjög ógeðfelldur. Mér sýnist á auglýsingunni í Fréttablaðinu í dag að þetta sé málefni sem þeir ætli beinlínis að gera út á í kosningabaráttunni og um það hef ég bara að segja á þessu stigi að það lofar ekki góðu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, um heilsíðuauglýsingu Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu í gær. Yfirskrift auglýsingarinnar er: „Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls?“ Þar segir enn fremur að flokkurinn ætli að beita sér fyrir því að undanþága í EES-samningnum um innflutning verkafólks verði nýtt og honum stjórnað. Ingibjörg segir þessa stefnu jafngilda því að Íslendingar segi sig frá Evrópska efnahagssvæðinu. „Við í Samfylkingunni teljum engar þær aðstæður í samfélaginu sem réttlæti að gripið sé til einhverra neyðarráðstafana vegna innflytjenda eins og þeir eru að boða í þessari auglýsingu. Við tökum ekki þátt í svoleiðis, það er alveg ljóst.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var staddur í Færeyjum í gær og hafði ekki séð auglýsinguna en heyrt af henni símleiðis. Hann telur þessa stefnu geta haft áhrif á mögulegt stjórnarsamstarf með Frjálslyndum. „ Það er engin leið að neita því að þetta getur vissulega haft áhrif og orðið afdrifaríkt. Ég er dapur yfir því að heyra þessar fréttir að þeir ætli að halda áfram að fikra sig inn á þessa braut. Meira vil ég ekki segja að svo stöddu.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, telur engar líkur á að þessi stefna flokksins marki endalok hins svokallað kaffibandalags stjórnarandstöðuflokkanna. „Við erum að benda á staðreyndir í þessari auglýsingu og að kalla eftir því að þjóðin taki afstöðu til þessara mála. Ef hinir flokkarnir vilja reyna að þagga þessa umræðu í hel með hótunum um að þeir vilji ekki tala við okkur eða vinna með okkur, þá er það til marks um að það eru óábyrgir stjórnmálamenn í þessum flokkum sem þora ekki að taka umræðuna. Þannig eiga stjórnmálamenn ekki að vinna.“ Kosningar 2007 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Ég verð að viðurkenna það að málflutningur Frjálslyndra, meðal annars á ýmsum framboðsfundum sem þeir hafa verið á með okkar fólki og eins á bloggsíðum, hefur okkur þótt mjög ógeðfelldur. Mér sýnist á auglýsingunni í Fréttablaðinu í dag að þetta sé málefni sem þeir ætli beinlínis að gera út á í kosningabaráttunni og um það hef ég bara að segja á þessu stigi að það lofar ekki góðu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, um heilsíðuauglýsingu Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu í gær. Yfirskrift auglýsingarinnar er: „Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls?“ Þar segir enn fremur að flokkurinn ætli að beita sér fyrir því að undanþága í EES-samningnum um innflutning verkafólks verði nýtt og honum stjórnað. Ingibjörg segir þessa stefnu jafngilda því að Íslendingar segi sig frá Evrópska efnahagssvæðinu. „Við í Samfylkingunni teljum engar þær aðstæður í samfélaginu sem réttlæti að gripið sé til einhverra neyðarráðstafana vegna innflytjenda eins og þeir eru að boða í þessari auglýsingu. Við tökum ekki þátt í svoleiðis, það er alveg ljóst.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var staddur í Færeyjum í gær og hafði ekki séð auglýsinguna en heyrt af henni símleiðis. Hann telur þessa stefnu geta haft áhrif á mögulegt stjórnarsamstarf með Frjálslyndum. „ Það er engin leið að neita því að þetta getur vissulega haft áhrif og orðið afdrifaríkt. Ég er dapur yfir því að heyra þessar fréttir að þeir ætli að halda áfram að fikra sig inn á þessa braut. Meira vil ég ekki segja að svo stöddu.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, telur engar líkur á að þessi stefna flokksins marki endalok hins svokallað kaffibandalags stjórnarandstöðuflokkanna. „Við erum að benda á staðreyndir í þessari auglýsingu og að kalla eftir því að þjóðin taki afstöðu til þessara mála. Ef hinir flokkarnir vilja reyna að þagga þessa umræðu í hel með hótunum um að þeir vilji ekki tala við okkur eða vinna með okkur, þá er það til marks um að það eru óábyrgir stjórnmálamenn í þessum flokkum sem þora ekki að taka umræðuna. Þannig eiga stjórnmálamenn ekki að vinna.“
Kosningar 2007 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira