Málflutningur frjálslyndra sagður vera ógeðfelldur 2. apríl 2007 06:45 „Ég verð að viðurkenna það að málflutningur Frjálslyndra, meðal annars á ýmsum framboðsfundum sem þeir hafa verið á með okkar fólki og eins á bloggsíðum, hefur okkur þótt mjög ógeðfelldur. Mér sýnist á auglýsingunni í Fréttablaðinu í dag að þetta sé málefni sem þeir ætli beinlínis að gera út á í kosningabaráttunni og um það hef ég bara að segja á þessu stigi að það lofar ekki góðu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, um heilsíðuauglýsingu Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu í gær. Yfirskrift auglýsingarinnar er: „Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls?“ Þar segir enn fremur að flokkurinn ætli að beita sér fyrir því að undanþága í EES-samningnum um innflutning verkafólks verði nýtt og honum stjórnað. Ingibjörg segir þessa stefnu jafngilda því að Íslendingar segi sig frá Evrópska efnahagssvæðinu. „Við í Samfylkingunni teljum engar þær aðstæður í samfélaginu sem réttlæti að gripið sé til einhverra neyðarráðstafana vegna innflytjenda eins og þeir eru að boða í þessari auglýsingu. Við tökum ekki þátt í svoleiðis, það er alveg ljóst.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var staddur í Færeyjum í gær og hafði ekki séð auglýsinguna en heyrt af henni símleiðis. Hann telur þessa stefnu geta haft áhrif á mögulegt stjórnarsamstarf með Frjálslyndum. „ Það er engin leið að neita því að þetta getur vissulega haft áhrif og orðið afdrifaríkt. Ég er dapur yfir því að heyra þessar fréttir að þeir ætli að halda áfram að fikra sig inn á þessa braut. Meira vil ég ekki segja að svo stöddu.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, telur engar líkur á að þessi stefna flokksins marki endalok hins svokallað kaffibandalags stjórnarandstöðuflokkanna. „Við erum að benda á staðreyndir í þessari auglýsingu og að kalla eftir því að þjóðin taki afstöðu til þessara mála. Ef hinir flokkarnir vilja reyna að þagga þessa umræðu í hel með hótunum um að þeir vilji ekki tala við okkur eða vinna með okkur, þá er það til marks um að það eru óábyrgir stjórnmálamenn í þessum flokkum sem þora ekki að taka umræðuna. Þannig eiga stjórnmálamenn ekki að vinna.“ Kosningar 2007 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
„Ég verð að viðurkenna það að málflutningur Frjálslyndra, meðal annars á ýmsum framboðsfundum sem þeir hafa verið á með okkar fólki og eins á bloggsíðum, hefur okkur þótt mjög ógeðfelldur. Mér sýnist á auglýsingunni í Fréttablaðinu í dag að þetta sé málefni sem þeir ætli beinlínis að gera út á í kosningabaráttunni og um það hef ég bara að segja á þessu stigi að það lofar ekki góðu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, um heilsíðuauglýsingu Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu í gær. Yfirskrift auglýsingarinnar er: „Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls?“ Þar segir enn fremur að flokkurinn ætli að beita sér fyrir því að undanþága í EES-samningnum um innflutning verkafólks verði nýtt og honum stjórnað. Ingibjörg segir þessa stefnu jafngilda því að Íslendingar segi sig frá Evrópska efnahagssvæðinu. „Við í Samfylkingunni teljum engar þær aðstæður í samfélaginu sem réttlæti að gripið sé til einhverra neyðarráðstafana vegna innflytjenda eins og þeir eru að boða í þessari auglýsingu. Við tökum ekki þátt í svoleiðis, það er alveg ljóst.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var staddur í Færeyjum í gær og hafði ekki séð auglýsinguna en heyrt af henni símleiðis. Hann telur þessa stefnu geta haft áhrif á mögulegt stjórnarsamstarf með Frjálslyndum. „ Það er engin leið að neita því að þetta getur vissulega haft áhrif og orðið afdrifaríkt. Ég er dapur yfir því að heyra þessar fréttir að þeir ætli að halda áfram að fikra sig inn á þessa braut. Meira vil ég ekki segja að svo stöddu.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, telur engar líkur á að þessi stefna flokksins marki endalok hins svokallað kaffibandalags stjórnarandstöðuflokkanna. „Við erum að benda á staðreyndir í þessari auglýsingu og að kalla eftir því að þjóðin taki afstöðu til þessara mála. Ef hinir flokkarnir vilja reyna að þagga þessa umræðu í hel með hótunum um að þeir vilji ekki tala við okkur eða vinna með okkur, þá er það til marks um að það eru óábyrgir stjórnmálamenn í þessum flokkum sem þora ekki að taka umræðuna. Þannig eiga stjórnmálamenn ekki að vinna.“
Kosningar 2007 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira