Ekki stíll KR að skora 61 stig í leik 2. apríl 2007 00:01 Tyson Patterson KR-ingar eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar eftir tap í þriðja leiknum gegn Snæfelli á laugardag. Áhyggjur KR-inga ná einnig til ástandsins á leikstjórnanda liðsins, Tyson Patterson, sem var ekkert með síðustu átta mínútur síðasta leiks vegna meiðsla á kálfa. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en þau eru samt að stríða mér. Stundum getum maður spilað í gegnum meiðslin en stundum ekki,” sagði Tyson sem skoraði aðeins 4 stig í þriðja leiknum. „Við verðum að vinna í kvöld. Við höfum tapað tveimur leikjum í röð þar sem sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var,” segir Tyson sem er ekkert farinn að hugsa um sumafríið. „Við höfum enn mikla trú á okkar liði. Við höfum verið í þessari stöðu áður og komum þá sterkir og baráttuglaðir til baka og unnum,” sagði Tyson en einn besti leikur KR-liðsins var einmitt í sigri á ÍR-ingum í Seljaskólanum. Með þeim sigri nældu KR-ingar sér í oddaleik á heimavelli og það er markmiðið í leiknum í kvöld. „Vörnin er góð en sóknarleikurinn hefur oft verið í tómu rugli. Brynjar er frábær leikmaður og bar okkur í síðasta leik en við þurfum meira framlag frá öllum liðinu, það þurfa fleiri að skora. Það er ekki stíll KR-liðsins að skora 61 stig því við erum vanir því að skora 80 eða 90 stig í leik,” segir Tyson sem er ekkert að skorast undan því að hann sjálfur þurfi að gera meira. „Við þurfum að fá meira af þessum auðveldu körfum úr hraðaupphlaupum. Fannar þarf að skora meira, ég þarf að skora meira líkt og JJ. Það að allir séu að skora er einn okkar helsti styrkur,” segir Tyson sem horfði upp á Justin Shouse skora sigurkörfuna í síðasta leik. „Ég vona að ég þurfi ekki að skora sigurkörfuna í kvöld því það er ekki stefnan að leikurinn verði svo jafn í lokin. Ég legg áherslu á að halda öllum inni í leiknum og láta boltann ganga. Þegar allir snerta boltann og allir eru með í sókninni þá erum við sterkastir. Við mætum fullir sjálfstrausts í Hólminn. Við vitum að við getum unnið þá. Þeir eru með gott lið en við vitum að okkar lið er betra,” sagði Tyson. Leikur Snæfells og KR hefst klukkan 19.15 en klukkan 20.00 spila Grindavík og Njarðvík í Grindavík og þar geta Íslandsmeistarar Njarðvíkur komist í lokaúrslitin með sigri. Dominos-deild karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
KR-ingar eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar eftir tap í þriðja leiknum gegn Snæfelli á laugardag. Áhyggjur KR-inga ná einnig til ástandsins á leikstjórnanda liðsins, Tyson Patterson, sem var ekkert með síðustu átta mínútur síðasta leiks vegna meiðsla á kálfa. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en þau eru samt að stríða mér. Stundum getum maður spilað í gegnum meiðslin en stundum ekki,” sagði Tyson sem skoraði aðeins 4 stig í þriðja leiknum. „Við verðum að vinna í kvöld. Við höfum tapað tveimur leikjum í röð þar sem sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var,” segir Tyson sem er ekkert farinn að hugsa um sumafríið. „Við höfum enn mikla trú á okkar liði. Við höfum verið í þessari stöðu áður og komum þá sterkir og baráttuglaðir til baka og unnum,” sagði Tyson en einn besti leikur KR-liðsins var einmitt í sigri á ÍR-ingum í Seljaskólanum. Með þeim sigri nældu KR-ingar sér í oddaleik á heimavelli og það er markmiðið í leiknum í kvöld. „Vörnin er góð en sóknarleikurinn hefur oft verið í tómu rugli. Brynjar er frábær leikmaður og bar okkur í síðasta leik en við þurfum meira framlag frá öllum liðinu, það þurfa fleiri að skora. Það er ekki stíll KR-liðsins að skora 61 stig því við erum vanir því að skora 80 eða 90 stig í leik,” segir Tyson sem er ekkert að skorast undan því að hann sjálfur þurfi að gera meira. „Við þurfum að fá meira af þessum auðveldu körfum úr hraðaupphlaupum. Fannar þarf að skora meira, ég þarf að skora meira líkt og JJ. Það að allir séu að skora er einn okkar helsti styrkur,” segir Tyson sem horfði upp á Justin Shouse skora sigurkörfuna í síðasta leik. „Ég vona að ég þurfi ekki að skora sigurkörfuna í kvöld því það er ekki stefnan að leikurinn verði svo jafn í lokin. Ég legg áherslu á að halda öllum inni í leiknum og láta boltann ganga. Þegar allir snerta boltann og allir eru með í sókninni þá erum við sterkastir. Við mætum fullir sjálfstrausts í Hólminn. Við vitum að við getum unnið þá. Þeir eru með gott lið en við vitum að okkar lið er betra,” sagði Tyson. Leikur Snæfells og KR hefst klukkan 19.15 en klukkan 20.00 spila Grindavík og Njarðvík í Grindavík og þar geta Íslandsmeistarar Njarðvíkur komist í lokaúrslitin með sigri.
Dominos-deild karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira