Mesta stressið búið 31. mars 2007 08:15 Þau eru afar ánægð með að halda sameiginlega fermingarveislu, frændsystkinin Tryggvi Másson, Una Hrefna Pálsdóttir og Kristófer Másson. mynd: Hörður Ellert ólafsson Frændsystkinin Una Hrefna Pálsdóttir og Tryggvi og Kristófer Mássynir fermast á pálmasunnudag. Þau ætla að halda sameiginlega fermingarveislu. Þótt þau fermist ekki öll í sömu kirkju ákváðu frændsystkinin Una Hrefna, Kristófer og Tryggvi að halda sameiginlega fermingarveislu. „Ég veit ekki alveg hver átti hugmyndina," segir Una Hrefna. „Ætli það hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun okkar og foreldra okkar." Mikið umstang einkennir alla jafna undirbúning fermingarveislna, sérstaklega þegar veislan er þreföld. Þetta vita krakkarnir og segjast þau því dugleg að hjálpa til. Af svipbrigðum og augngotum foreldra þeirra að dæma er sá stuðningur aðallega andlegs eðlis á meðan veraldleg framkvæmd fellur í skaut þeirra fullorðnu. Fermingardagurinn er þéttskipulagður, sérstaklega hjá Unu Hrefnu. „Ég fer í hárgreiðslu um morguninn og svo þarf ég líka að fara í fermingarveislu hjá vinkonu minni," segir Una Hrefna. Tryggvi og Kristófer ætla líka í veislur hjá sínum vinum en þeir eru að eigin sögn sem betur fer lausir við hárgreiðsluna. „Margir segja að strákar séu óheppnir því þeir geta ekki haft hárið sérstakt og að fötin séu alltaf einhver jakkaföt, bara í mismunandi litum," segir Kristófer. „Við erum hins vegar rosa fegnir að losna við allt þetta vesen." Tryggvi, Krisófer og Una Hrefna eru ekki stressuð fyrir fermingarathöfnina, enda lítið sem getur farið úrskeiðis. „Það eru alltaf einhverjir sem eru hræddir við að stíga á kyrtilinn eða að það líði yfir þá en við erum ekkert hrædd við það. Það gerist örugglega ekki," segir Una Hrefna. „Mesta stressinu lauk þegar við fórum í munnlegt fermingarpróf en við náðum öll." Þá bætir Tryggvi við að ekki hafi allir í fermingarfræðslunni náð. „Ég er mjög feginn að vera búinn en ég vildi sko ekki vera einn af þeim sem þarf að taka prófið aftur." Frændsystkinin eru mjög ánægð með að halda veisluna saman, sérstaklega bræðurnir sem vilja ekki hafa neinn annan hátt á. „Það er svo leiðinlegt ef annar er á undan hinum," segir Tryggvi og horfir glottandi á bróður sinn. „Ég þekki það vel því ég er svo aftarlega í stafrófinu." Fermingar Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Frændsystkinin Una Hrefna Pálsdóttir og Tryggvi og Kristófer Mássynir fermast á pálmasunnudag. Þau ætla að halda sameiginlega fermingarveislu. Þótt þau fermist ekki öll í sömu kirkju ákváðu frændsystkinin Una Hrefna, Kristófer og Tryggvi að halda sameiginlega fermingarveislu. „Ég veit ekki alveg hver átti hugmyndina," segir Una Hrefna. „Ætli það hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun okkar og foreldra okkar." Mikið umstang einkennir alla jafna undirbúning fermingarveislna, sérstaklega þegar veislan er þreföld. Þetta vita krakkarnir og segjast þau því dugleg að hjálpa til. Af svipbrigðum og augngotum foreldra þeirra að dæma er sá stuðningur aðallega andlegs eðlis á meðan veraldleg framkvæmd fellur í skaut þeirra fullorðnu. Fermingardagurinn er þéttskipulagður, sérstaklega hjá Unu Hrefnu. „Ég fer í hárgreiðslu um morguninn og svo þarf ég líka að fara í fermingarveislu hjá vinkonu minni," segir Una Hrefna. Tryggvi og Kristófer ætla líka í veislur hjá sínum vinum en þeir eru að eigin sögn sem betur fer lausir við hárgreiðsluna. „Margir segja að strákar séu óheppnir því þeir geta ekki haft hárið sérstakt og að fötin séu alltaf einhver jakkaföt, bara í mismunandi litum," segir Kristófer. „Við erum hins vegar rosa fegnir að losna við allt þetta vesen." Tryggvi, Krisófer og Una Hrefna eru ekki stressuð fyrir fermingarathöfnina, enda lítið sem getur farið úrskeiðis. „Það eru alltaf einhverjir sem eru hræddir við að stíga á kyrtilinn eða að það líði yfir þá en við erum ekkert hrædd við það. Það gerist örugglega ekki," segir Una Hrefna. „Mesta stressinu lauk þegar við fórum í munnlegt fermingarpróf en við náðum öll." Þá bætir Tryggvi við að ekki hafi allir í fermingarfræðslunni náð. „Ég er mjög feginn að vera búinn en ég vildi sko ekki vera einn af þeim sem þarf að taka prófið aftur." Frændsystkinin eru mjög ánægð með að halda veisluna saman, sérstaklega bræðurnir sem vilja ekki hafa neinn annan hátt á. „Það er svo leiðinlegt ef annar er á undan hinum," segir Tryggvi og horfir glottandi á bróður sinn. „Ég þekki það vel því ég er svo aftarlega í stafrófinu."
Fermingar Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira