Gerviöryggisrugl 29. mars 2007 00:01 Fyrir 11. september létu flugvallastarfsmenn það gjarnan nægja að spyrja: Fékkstu hjálp við að pakka? Við þessu var flest annað en „Já, síðskeggjaður maður með lambhúshettu lét mig hafa pakka sem ég held að sé vekjaraklukka," rétt svar. Nú er öldin önnur. Ég keypti mér miða til New York. Sama dag hringdi kona frá Flugleiðum alveg miður sín því hún hafði gleymt að segja mér að ég þyrfti að fylla út mjög mikilvægt skjal, en ég gæti gert það á netinu. Ég mætti alls ekki klikka á að prenta skjalið út og taka það með í flugið. Alls ekki! Ég lagði mikla vinnu og hágæðapappír í að uppfylla ósk Flugleiða, en þegar til kom bað auðvitað enginn um að sjá hið mikilvæga skjal. Tiktúrur á flugvöllum virðast breytilegar frá degi til dags. Það er losarabragur á öllu. Það er eins og maður eigi alltaf að vera á nálum. Ég þorði ekki að kaupa vatn til að hafa með í vélina. Það er víst bannað, en samt ekki, hvað veit maður? Svo er kannski bannað að hafa með sér penna því maður getur rænt þotunni með honum. Flugfreyjan kom með tollmiða sem ég átti að fylla út. Ég reyndi að segja henni að ég væri pennalaus en kom ekki upp orði því ég var uppskrælnaður. Áður en maður kemst gegnum hliðið til Bandaríkjanna þarf að gefa fingraför í sérstöku tæki og tekin er andlitsmynd. Sá sem býr til allt þetta nýja öryggisdót er aldeilis að græða. Gæti verið að hann sé hliðhollur stjórnvöldum? Þrátt fyrir gerviöryggisruglið blöskraði mér ekki fyrr en ég kom heim, ósofinn og pirraður. Eldgamla Ísafold hefur hingað til tekið á móti manni með góðlegum tollverði sem nægt hefur að nikka til og segja góðan daginn. En nú var aldeilis hlaupið ofkapp í liðið. Mér var skipað úr skónum, látinn taka af mér beltið og rekinn í gegnum enn eitt röntgenhlið. Meira helvítis ruglið! Það er í lagi að þola svona meðferð á leið í hriktandi háloftadós en til hvers að standa í þessu á leiðinni heim til sín? Nema þetta sé táknræn aðgerð til að undirstrika að eina leiðin til að lifa á Íslandi sé með buxurnar á hælunum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun
Fyrir 11. september létu flugvallastarfsmenn það gjarnan nægja að spyrja: Fékkstu hjálp við að pakka? Við þessu var flest annað en „Já, síðskeggjaður maður með lambhúshettu lét mig hafa pakka sem ég held að sé vekjaraklukka," rétt svar. Nú er öldin önnur. Ég keypti mér miða til New York. Sama dag hringdi kona frá Flugleiðum alveg miður sín því hún hafði gleymt að segja mér að ég þyrfti að fylla út mjög mikilvægt skjal, en ég gæti gert það á netinu. Ég mætti alls ekki klikka á að prenta skjalið út og taka það með í flugið. Alls ekki! Ég lagði mikla vinnu og hágæðapappír í að uppfylla ósk Flugleiða, en þegar til kom bað auðvitað enginn um að sjá hið mikilvæga skjal. Tiktúrur á flugvöllum virðast breytilegar frá degi til dags. Það er losarabragur á öllu. Það er eins og maður eigi alltaf að vera á nálum. Ég þorði ekki að kaupa vatn til að hafa með í vélina. Það er víst bannað, en samt ekki, hvað veit maður? Svo er kannski bannað að hafa með sér penna því maður getur rænt þotunni með honum. Flugfreyjan kom með tollmiða sem ég átti að fylla út. Ég reyndi að segja henni að ég væri pennalaus en kom ekki upp orði því ég var uppskrælnaður. Áður en maður kemst gegnum hliðið til Bandaríkjanna þarf að gefa fingraför í sérstöku tæki og tekin er andlitsmynd. Sá sem býr til allt þetta nýja öryggisdót er aldeilis að græða. Gæti verið að hann sé hliðhollur stjórnvöldum? Þrátt fyrir gerviöryggisruglið blöskraði mér ekki fyrr en ég kom heim, ósofinn og pirraður. Eldgamla Ísafold hefur hingað til tekið á móti manni með góðlegum tollverði sem nægt hefur að nikka til og segja góðan daginn. En nú var aldeilis hlaupið ofkapp í liðið. Mér var skipað úr skónum, látinn taka af mér beltið og rekinn í gegnum enn eitt röntgenhlið. Meira helvítis ruglið! Það er í lagi að þola svona meðferð á leið í hriktandi háloftadós en til hvers að standa í þessu á leiðinni heim til sín? Nema þetta sé táknræn aðgerð til að undirstrika að eina leiðin til að lifa á Íslandi sé með buxurnar á hælunum?