Tveir stjórnarkostir langvinsælastir 27. mars 2007 06:45 Skoðanakönnun Alls 30,2 prósent segjast vilja að núverandi stjórnarflokkar verði áfram við stjórnvölinn eftir kosningar og eru það aðeins fleiri nú sem vilja áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en í janúar, þegar Fréttablaðið spurði sömu spurningar. Jafnmargir, eða 30,2 prósent, segjast vilja að Samfylking og Vinstri grænt myndi ríkisstjórn eftir kosningar. Mun fleiri nefna nú þennan valmöguleika en í könnun Fréttablaðsins í janúar, þegar 9,3 prósent sögðust vilja að þessir tveir flokkar mynduðu ríkisstjórn eftir kosningar. Vinsældir stjórnarandstöðunnar sem ríkisstjórnarvalkostur hafa dalað verulega. Í ágúst á síðasta ári sögðust 14,8 prósent vilja að stjórnarandstaðan öll myndaði næstu ríkisstjórn. Í janúar nefndu 22,6 prósent þann valmöguleika. Nú eru það einungis 5,9 prósent sem vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna. Vegna þess hve þeim hefur fjölgað sem vilja tveggja flokka stjórn Samfylkingar og vinstri grænna er mjög líklegt að þeim hafi fækkað mjög sem vilja að Frjálslyndi flokkurinn komi að ríkisstjórn. Samstarf Sjálfstæðisflokks við Samfylkingu eða Vinstri grænt hafa sumir talið álitlegan valkost, þannig sögðust 12,3 prósent í ágúst vilja að Sjálfstæðisflokkur myndaði stjórn með Samfylkingu. Einungis 7,6 prósent eru á þeirri skoðun nú. Þá sögðust 9,0 prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna. Nú eru 12,4 prósent á þeirri skoðun. Ef litið er til óska landsmanna, eftir því hvaða flokk þeir kjósa, segjast 89,2 prósent framsóknarmanna vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, sem eru nokkuð fleiri framsóknarmenn en í janúar, þegar 68,0 prósent þeirra vildu slíkt samstarf. 62,1 prósent sjálfstæðismanna er því sammála, en það voru 53,4 prósent þeirra í janúar. 60,0 prósent frjálslyndra vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna, svipað hlutfall og mældist í janúar. Alls 88,9 prósent stuðningfólks Íslandshreyfingarinnar vilja aðra ríkisstjórn með aðild hreyfingarinnar, ýmist stjórn til hægri eða vinstri. 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja tveggja flokka stjórn með vinstri grænum, en það voru 20,2 prósent þeirra sem sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu flestir kjósendur Samfylkingar þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar eftir kosningar. 70,4 prósent kjósenda vinstri grænna vilja tveggja flokka stjórn með Samfylkingu, en 25,4 prósent þeirra sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu 38,0 prósent kjósenda vinstri grænna þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar. Af þeim sem eru óákveðnir segjast flestir, eða 26,0 prósent, vilja áframhaldandi stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var; Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? 61,3 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2007 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ætlar ekki að fækka dómurum við Hæstarétt Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Sjá meira
Skoðanakönnun Alls 30,2 prósent segjast vilja að núverandi stjórnarflokkar verði áfram við stjórnvölinn eftir kosningar og eru það aðeins fleiri nú sem vilja áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en í janúar, þegar Fréttablaðið spurði sömu spurningar. Jafnmargir, eða 30,2 prósent, segjast vilja að Samfylking og Vinstri grænt myndi ríkisstjórn eftir kosningar. Mun fleiri nefna nú þennan valmöguleika en í könnun Fréttablaðsins í janúar, þegar 9,3 prósent sögðust vilja að þessir tveir flokkar mynduðu ríkisstjórn eftir kosningar. Vinsældir stjórnarandstöðunnar sem ríkisstjórnarvalkostur hafa dalað verulega. Í ágúst á síðasta ári sögðust 14,8 prósent vilja að stjórnarandstaðan öll myndaði næstu ríkisstjórn. Í janúar nefndu 22,6 prósent þann valmöguleika. Nú eru það einungis 5,9 prósent sem vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna. Vegna þess hve þeim hefur fjölgað sem vilja tveggja flokka stjórn Samfylkingar og vinstri grænna er mjög líklegt að þeim hafi fækkað mjög sem vilja að Frjálslyndi flokkurinn komi að ríkisstjórn. Samstarf Sjálfstæðisflokks við Samfylkingu eða Vinstri grænt hafa sumir talið álitlegan valkost, þannig sögðust 12,3 prósent í ágúst vilja að Sjálfstæðisflokkur myndaði stjórn með Samfylkingu. Einungis 7,6 prósent eru á þeirri skoðun nú. Þá sögðust 9,0 prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna. Nú eru 12,4 prósent á þeirri skoðun. Ef litið er til óska landsmanna, eftir því hvaða flokk þeir kjósa, segjast 89,2 prósent framsóknarmanna vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, sem eru nokkuð fleiri framsóknarmenn en í janúar, þegar 68,0 prósent þeirra vildu slíkt samstarf. 62,1 prósent sjálfstæðismanna er því sammála, en það voru 53,4 prósent þeirra í janúar. 60,0 prósent frjálslyndra vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna, svipað hlutfall og mældist í janúar. Alls 88,9 prósent stuðningfólks Íslandshreyfingarinnar vilja aðra ríkisstjórn með aðild hreyfingarinnar, ýmist stjórn til hægri eða vinstri. 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja tveggja flokka stjórn með vinstri grænum, en það voru 20,2 prósent þeirra sem sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu flestir kjósendur Samfylkingar þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar eftir kosningar. 70,4 prósent kjósenda vinstri grænna vilja tveggja flokka stjórn með Samfylkingu, en 25,4 prósent þeirra sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu 38,0 prósent kjósenda vinstri grænna þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar. Af þeim sem eru óákveðnir segjast flestir, eða 26,0 prósent, vilja áframhaldandi stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var; Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? 61,3 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2007 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ætlar ekki að fækka dómurum við Hæstarétt Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“