Íslandshreyfingin með 5% og dregur saman með Samfylkingu og Vg 25. mars 2007 09:00 Fimm prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins segjast myndu kjósa Íslandshreyfinguna. Þetta er fyrsta könnunin sem gerð er eftir að Íslandshreyfingin boðaði framboð sitt á fimmtudaginn. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndi flokkurinn fá þrjá þingmenn kjörna, vegna reglna um jöfnunarsæti sem segja að framboð þurfi að ná fimm prósenta fylgi á landsvísu til að ná jöfnunarsæti. Hið nýja framboð virðist höfða frekar til karla en kvenna; 6,4 prósent karla segjast myndu kjósa listann en 3,3 prósent kvenna. Þá segjast 5,3 prósent kjósenda á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Íslandshreyfinguna en 3,1 prósent íbúa landsbyggðarkjördæmanna þriggja. Vikmörk reiknast 2,0 prósentustig, sem þýðir að með 95 prósenta vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 3,0 prósent til 7,0 prósent. Vegna fimm prósenta reglunnar myndi Frjálslyndi flokkurinn hins vegar ekki fá neinn jöfnunarmann þar sem fylgi flokksins mælist nú 4,4 prósent. Ekki er loku fyrir það skotið að flokkurinn fengi þingmann kjördæmakjörinn, til dæmis í Norðvesturkjördæmi, en líklegt væri að flokkurinn fengi engan mann kjörinn. Nokkur munur er á fylgi flokksins eftir búsetu, en 3,1 prósent íbúa á landsbyggðinni segjast myndu kjósa flokkinn, en 5,3 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Lítill munur er eftir kyni. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum og fjóra þingmenn kjörna og mældist með 5,7 prósenta fylgi í könnun blaðsins 10. mars. Vikmörk við fylgi Frjálslyndra reiknast nú 1,8 prósentustig. Vinstri græn hafa verið á miklu flugi að undanförnu, en fylgi flokksins minnkar nú, úr 25,7 prósentum í síðustu könnun í 23,3 prósent nú. Vikmörk eru 3,8 prósentustig. Miðað við það fylgi fengi flokkurinn sextán þingmenn kjörna. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum og fimm þingmenn kjörna. Konur eru líklegri til að styðja flokkinn en karlar. 27,1 prósent kvenna segist myndu kjósa flokkinn, en 20,2 prósent karla. Þá er meira fylgi við Vinstri græn á landsbyggðinni nú en á höfuðborgarsvæðinu. 26,9 prósent íbúa á landsbyggðinni segjast myndu kjósa Vinstri græn, en 20,8 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu könnun blaðsins sögðust 26,8 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Vinstri græn. Fylgi Samfylkingar eykst mest á höfuðborgarsvæðinuFylgi Samfylkingar eykst um tæplega tvö prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn og yrðu þingmenn Samfylkingar því fjórtán. Vikmörk eru 3,7 prósentustig. Samfylking hlaut 30,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og tuttugu þingmenn kjörna.Mest eykst fylgið á höfuðborgarsvæðinu, þar sem 23,9 prósent íbúa segjast myndu kjósa Samfylkingu, en 16,6 prósent íbúa á landsbyggðinni eru sama sinnis. Þá segjast 22,4 prósent kvenna styðja flokkinn en 19,9 prósent karla.36,1 prósent segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og dalar fylgi flokksins um tæp þrjú prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Þingmenn flokksins yrðu samkvæmt því 24. Vikmörk eru 4,3 prósentustig. 33,7 prósent kusu flokkinn í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn 22 þingmenn.Nokkuð fleiri karlar en konur styðja flokkinn; 39,0 prósent karla en 32,4 prósent kvenna. Þá segist 39,1 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu styðja flokkinn og 31,6 prósent íbúa á landsbyggðinni. Fylgi Framsóknarflokksins stendur í stað frá síðustu könnun og er nú 9,4 prósent. Vikmörk eru 2,6 prósentustig. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. 17,7 prósent greiddu Framsóknarflokknum atkvæði sitt í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn tólf þingmenn kjörna. Mikill munur er á fylgi flokksins eftir búsetu. 17,1 prósent íbúa á landsbyggðinni segist myndu kjósa Framsóknarflokkinn en 4,2 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu.Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? 59,6 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. 34,8 prósent sögðust óákveðin. Kosningar 2007 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Fimm prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins segjast myndu kjósa Íslandshreyfinguna. Þetta er fyrsta könnunin sem gerð er eftir að Íslandshreyfingin boðaði framboð sitt á fimmtudaginn. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndi flokkurinn fá þrjá þingmenn kjörna, vegna reglna um jöfnunarsæti sem segja að framboð þurfi að ná fimm prósenta fylgi á landsvísu til að ná jöfnunarsæti. Hið nýja framboð virðist höfða frekar til karla en kvenna; 6,4 prósent karla segjast myndu kjósa listann en 3,3 prósent kvenna. Þá segjast 5,3 prósent kjósenda á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Íslandshreyfinguna en 3,1 prósent íbúa landsbyggðarkjördæmanna þriggja. Vikmörk reiknast 2,0 prósentustig, sem þýðir að með 95 prósenta vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 3,0 prósent til 7,0 prósent. Vegna fimm prósenta reglunnar myndi Frjálslyndi flokkurinn hins vegar ekki fá neinn jöfnunarmann þar sem fylgi flokksins mælist nú 4,4 prósent. Ekki er loku fyrir það skotið að flokkurinn fengi þingmann kjördæmakjörinn, til dæmis í Norðvesturkjördæmi, en líklegt væri að flokkurinn fengi engan mann kjörinn. Nokkur munur er á fylgi flokksins eftir búsetu, en 3,1 prósent íbúa á landsbyggðinni segjast myndu kjósa flokkinn, en 5,3 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Lítill munur er eftir kyni. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum og fjóra þingmenn kjörna og mældist með 5,7 prósenta fylgi í könnun blaðsins 10. mars. Vikmörk við fylgi Frjálslyndra reiknast nú 1,8 prósentustig. Vinstri græn hafa verið á miklu flugi að undanförnu, en fylgi flokksins minnkar nú, úr 25,7 prósentum í síðustu könnun í 23,3 prósent nú. Vikmörk eru 3,8 prósentustig. Miðað við það fylgi fengi flokkurinn sextán þingmenn kjörna. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum og fimm þingmenn kjörna. Konur eru líklegri til að styðja flokkinn en karlar. 27,1 prósent kvenna segist myndu kjósa flokkinn, en 20,2 prósent karla. Þá er meira fylgi við Vinstri græn á landsbyggðinni nú en á höfuðborgarsvæðinu. 26,9 prósent íbúa á landsbyggðinni segjast myndu kjósa Vinstri græn, en 20,8 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu könnun blaðsins sögðust 26,8 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Vinstri græn. Fylgi Samfylkingar eykst mest á höfuðborgarsvæðinuFylgi Samfylkingar eykst um tæplega tvö prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn og yrðu þingmenn Samfylkingar því fjórtán. Vikmörk eru 3,7 prósentustig. Samfylking hlaut 30,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og tuttugu þingmenn kjörna.Mest eykst fylgið á höfuðborgarsvæðinu, þar sem 23,9 prósent íbúa segjast myndu kjósa Samfylkingu, en 16,6 prósent íbúa á landsbyggðinni eru sama sinnis. Þá segjast 22,4 prósent kvenna styðja flokkinn en 19,9 prósent karla.36,1 prósent segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og dalar fylgi flokksins um tæp þrjú prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Þingmenn flokksins yrðu samkvæmt því 24. Vikmörk eru 4,3 prósentustig. 33,7 prósent kusu flokkinn í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn 22 þingmenn.Nokkuð fleiri karlar en konur styðja flokkinn; 39,0 prósent karla en 32,4 prósent kvenna. Þá segist 39,1 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu styðja flokkinn og 31,6 prósent íbúa á landsbyggðinni. Fylgi Framsóknarflokksins stendur í stað frá síðustu könnun og er nú 9,4 prósent. Vikmörk eru 2,6 prósentustig. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. 17,7 prósent greiddu Framsóknarflokknum atkvæði sitt í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn tólf þingmenn kjörna. Mikill munur er á fylgi flokksins eftir búsetu. 17,1 prósent íbúa á landsbyggðinni segist myndu kjósa Framsóknarflokkinn en 4,2 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu.Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? 59,6 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. 34,8 prósent sögðust óákveðin.
Kosningar 2007 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira