Heinesen í heimsókn 7. mars 2007 06:45 Á morgun verður opnuð sýning á málverkum og vatnslitamyndum færeyska myndlistarmannsins Zachariasar Heinesen í Hafnarborg. Verða þar uppi yfir þrjátíu verk og eru þau mörg til sölu. Zacharias er kunnur hér á landi af verkum sínum en hann hefur sýnt hér áður bæði á samsýningum færeyskra listmanna og á sérsýningum, síðast í Gallerí Borg 1993. Hann átti verk á samsýningum hér síðast 2005 í Hafnarborg, en þar áður 1998, 1983 og 1961. Zacharias Heinesen á sér margar hliðar sem myndlistarmaður. Hann teiknar og málar olíu- og vatnslitamálverk ásamt því að gera bókaskreytingar, litógrafíur, tréristur og klippimyndir. Zacharias hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Verk eftir hann eru í eigu erlendra og íslenskra safna. Hann hefur einnig skreytt opinberar stofnanir og verk hans farið á færeysk frímerki og opinberar byggingar. Zacharias Heinesen fæddist 1936 í Þórshöfn í Færeyjum og er sonur rithöfundarins William Heinesen. Hann nam við Myndlistarskóla Reykjavíkur hjá Sigurði Sigurðarsyni í eitt ár, en stundaði síðan nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn frá 1959 til 1963. Hann kom sér upp vinnustofu í Þórshöfn þaðan sem sér vítt yfir bæinn og hefur útsýnið veitt honum endalaus viðfangsefni. Árið 1986 hlaut Zacharias Heinesen heiðursverðlaun Henry Heerup og frímerki skreytt myndum eftir hann voru gefin út í Færeyjum árið 2001. Zacharias Heinesen dvaldi í gistivinnustofu Hafnarborgar árið 2005. Sýningin ber heitið ZH06 og var sett upp í Listahöllinni í Þórshöfn í fyrra. Henni fylgir falleg sýningarskrá sem geymir greinarstúfa um listamanninn eftir þau Inger Smærup Sörensen, Gunnar Hoydal, Bárð Jakúpsson, Bent Ivre og Kinnu Poulsen. Þar eru ágætar lýsingar á eigindum Zachariasar, áhrifavöldum hans og þroska. Hann verður að telja einn merkilegasta málara frænda okkar nú um stundir og ættu áhugamenn um myndlist ekki að láta þessa sýningu framhjá sér fara. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á fimmtudögum er opið til kl. 21. Síðasti sýningardagur er sunnudagur 9. apríl. Frítt er í hafnfirsk söfn í boði Glitnis. Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á morgun verður opnuð sýning á málverkum og vatnslitamyndum færeyska myndlistarmannsins Zachariasar Heinesen í Hafnarborg. Verða þar uppi yfir þrjátíu verk og eru þau mörg til sölu. Zacharias er kunnur hér á landi af verkum sínum en hann hefur sýnt hér áður bæði á samsýningum færeyskra listmanna og á sérsýningum, síðast í Gallerí Borg 1993. Hann átti verk á samsýningum hér síðast 2005 í Hafnarborg, en þar áður 1998, 1983 og 1961. Zacharias Heinesen á sér margar hliðar sem myndlistarmaður. Hann teiknar og málar olíu- og vatnslitamálverk ásamt því að gera bókaskreytingar, litógrafíur, tréristur og klippimyndir. Zacharias hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Verk eftir hann eru í eigu erlendra og íslenskra safna. Hann hefur einnig skreytt opinberar stofnanir og verk hans farið á færeysk frímerki og opinberar byggingar. Zacharias Heinesen fæddist 1936 í Þórshöfn í Færeyjum og er sonur rithöfundarins William Heinesen. Hann nam við Myndlistarskóla Reykjavíkur hjá Sigurði Sigurðarsyni í eitt ár, en stundaði síðan nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn frá 1959 til 1963. Hann kom sér upp vinnustofu í Þórshöfn þaðan sem sér vítt yfir bæinn og hefur útsýnið veitt honum endalaus viðfangsefni. Árið 1986 hlaut Zacharias Heinesen heiðursverðlaun Henry Heerup og frímerki skreytt myndum eftir hann voru gefin út í Færeyjum árið 2001. Zacharias Heinesen dvaldi í gistivinnustofu Hafnarborgar árið 2005. Sýningin ber heitið ZH06 og var sett upp í Listahöllinni í Þórshöfn í fyrra. Henni fylgir falleg sýningarskrá sem geymir greinarstúfa um listamanninn eftir þau Inger Smærup Sörensen, Gunnar Hoydal, Bárð Jakúpsson, Bent Ivre og Kinnu Poulsen. Þar eru ágætar lýsingar á eigindum Zachariasar, áhrifavöldum hans og þroska. Hann verður að telja einn merkilegasta málara frænda okkar nú um stundir og ættu áhugamenn um myndlist ekki að láta þessa sýningu framhjá sér fara. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á fimmtudögum er opið til kl. 21. Síðasti sýningardagur er sunnudagur 9. apríl. Frítt er í hafnfirsk söfn í boði Glitnis.
Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira