Fluttur á sjúkrahús með höfuðáverka 6. mars 2007 00:01 MYND/Vilhelm Um helgina fór fram bikarmót í áhaldafimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveitir Gerplu fóru með sigur af hólmi í frjálsum æfingum í karla- og kvennaflokki. Einn keppandinn úr karlaflokki Gerplu, Róbert Kristmannsson, fór heldur illa í afstökki af svifrá. „Þetta var ansi skrautlegt en ég er sem betur fer alveg heill," sagði Róbert sem lenti á höfðinu og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. „Ég tek því rólega í tvo daga og ætti svo að geta haldið áfram af fullum krafti." Hann segist hafa áttað sig á því um leið hvað væri í vændum. „Ég vissi að ég var ekki að ná að gera það sem ég ætlaði mér. Ég vissi ekkert hvar ég var staddur í loftinu. Ég lenti svo á hnakkanum, fæ andlitið í bringuna og fæturnir fara yfir mig og í gólfið." Læknirinn á svæðinu kom um leið að Róberti og gætti sín á því að hann hreyfði sig ekki neitt. „Hann vildi ekki taka neina áhættu og kallaði á sjúkrabíl. Ég fann sjálfur að ég væri í lagi en það er aldrei að vita hvað gerist í svona aðstæðum." Hann gat svo mætt aftur næsta dag og fagnað sigrinum á mótinu með sínum liðsfélögum. „Þetta er nú í fyrsta skiptið sem eitthvað svona lagað kemur fyrir mig. Ég var búinn að gera allar æfingarnar í upphitun án vandræða. Svo bara gerist eitthvað hjá mér sem ég kann ekki að útskýra." Róbert var þó á sínu síðasta áhaldi og „kláraði" því mótið eins og hann ætlaði sér. Það er mikið um að vera í íslenskum fimleikum þessar vikurnar. Um næstu helgi fer fram Íslandsmótið í hópfimleikum þar sem í fyrsta sinn verður keppt í flokki þar sem keppendur af báðum kynjum eru saman í hópum. Um þarnæstu helgi fer svo fram Íslandsmótið í áhaldafimleikum þar sem Róbert mun keppa að óbreyttu. Norðurlandamótið í hópfimleikum fer fram í næsta mánuði þar sem Ísland mun eiga fjögur lið. Innlendar Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Fleiri fréttir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Um helgina fór fram bikarmót í áhaldafimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveitir Gerplu fóru með sigur af hólmi í frjálsum æfingum í karla- og kvennaflokki. Einn keppandinn úr karlaflokki Gerplu, Róbert Kristmannsson, fór heldur illa í afstökki af svifrá. „Þetta var ansi skrautlegt en ég er sem betur fer alveg heill," sagði Róbert sem lenti á höfðinu og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. „Ég tek því rólega í tvo daga og ætti svo að geta haldið áfram af fullum krafti." Hann segist hafa áttað sig á því um leið hvað væri í vændum. „Ég vissi að ég var ekki að ná að gera það sem ég ætlaði mér. Ég vissi ekkert hvar ég var staddur í loftinu. Ég lenti svo á hnakkanum, fæ andlitið í bringuna og fæturnir fara yfir mig og í gólfið." Læknirinn á svæðinu kom um leið að Róberti og gætti sín á því að hann hreyfði sig ekki neitt. „Hann vildi ekki taka neina áhættu og kallaði á sjúkrabíl. Ég fann sjálfur að ég væri í lagi en það er aldrei að vita hvað gerist í svona aðstæðum." Hann gat svo mætt aftur næsta dag og fagnað sigrinum á mótinu með sínum liðsfélögum. „Þetta er nú í fyrsta skiptið sem eitthvað svona lagað kemur fyrir mig. Ég var búinn að gera allar æfingarnar í upphitun án vandræða. Svo bara gerist eitthvað hjá mér sem ég kann ekki að útskýra." Róbert var þó á sínu síðasta áhaldi og „kláraði" því mótið eins og hann ætlaði sér. Það er mikið um að vera í íslenskum fimleikum þessar vikurnar. Um næstu helgi fer fram Íslandsmótið í hópfimleikum þar sem í fyrsta sinn verður keppt í flokki þar sem keppendur af báðum kynjum eru saman í hópum. Um þarnæstu helgi fer svo fram Íslandsmótið í áhaldafimleikum þar sem Róbert mun keppa að óbreyttu. Norðurlandamótið í hópfimleikum fer fram í næsta mánuði þar sem Ísland mun eiga fjögur lið.
Innlendar Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Fleiri fréttir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira