Fluttur á sjúkrahús með höfuðáverka 6. mars 2007 00:01 MYND/Vilhelm Um helgina fór fram bikarmót í áhaldafimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveitir Gerplu fóru með sigur af hólmi í frjálsum æfingum í karla- og kvennaflokki. Einn keppandinn úr karlaflokki Gerplu, Róbert Kristmannsson, fór heldur illa í afstökki af svifrá. „Þetta var ansi skrautlegt en ég er sem betur fer alveg heill," sagði Róbert sem lenti á höfðinu og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. „Ég tek því rólega í tvo daga og ætti svo að geta haldið áfram af fullum krafti." Hann segist hafa áttað sig á því um leið hvað væri í vændum. „Ég vissi að ég var ekki að ná að gera það sem ég ætlaði mér. Ég vissi ekkert hvar ég var staddur í loftinu. Ég lenti svo á hnakkanum, fæ andlitið í bringuna og fæturnir fara yfir mig og í gólfið." Læknirinn á svæðinu kom um leið að Róberti og gætti sín á því að hann hreyfði sig ekki neitt. „Hann vildi ekki taka neina áhættu og kallaði á sjúkrabíl. Ég fann sjálfur að ég væri í lagi en það er aldrei að vita hvað gerist í svona aðstæðum." Hann gat svo mætt aftur næsta dag og fagnað sigrinum á mótinu með sínum liðsfélögum. „Þetta er nú í fyrsta skiptið sem eitthvað svona lagað kemur fyrir mig. Ég var búinn að gera allar æfingarnar í upphitun án vandræða. Svo bara gerist eitthvað hjá mér sem ég kann ekki að útskýra." Róbert var þó á sínu síðasta áhaldi og „kláraði" því mótið eins og hann ætlaði sér. Það er mikið um að vera í íslenskum fimleikum þessar vikurnar. Um næstu helgi fer fram Íslandsmótið í hópfimleikum þar sem í fyrsta sinn verður keppt í flokki þar sem keppendur af báðum kynjum eru saman í hópum. Um þarnæstu helgi fer svo fram Íslandsmótið í áhaldafimleikum þar sem Róbert mun keppa að óbreyttu. Norðurlandamótið í hópfimleikum fer fram í næsta mánuði þar sem Ísland mun eiga fjögur lið. Innlendar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Um helgina fór fram bikarmót í áhaldafimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveitir Gerplu fóru með sigur af hólmi í frjálsum æfingum í karla- og kvennaflokki. Einn keppandinn úr karlaflokki Gerplu, Róbert Kristmannsson, fór heldur illa í afstökki af svifrá. „Þetta var ansi skrautlegt en ég er sem betur fer alveg heill," sagði Róbert sem lenti á höfðinu og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. „Ég tek því rólega í tvo daga og ætti svo að geta haldið áfram af fullum krafti." Hann segist hafa áttað sig á því um leið hvað væri í vændum. „Ég vissi að ég var ekki að ná að gera það sem ég ætlaði mér. Ég vissi ekkert hvar ég var staddur í loftinu. Ég lenti svo á hnakkanum, fæ andlitið í bringuna og fæturnir fara yfir mig og í gólfið." Læknirinn á svæðinu kom um leið að Róberti og gætti sín á því að hann hreyfði sig ekki neitt. „Hann vildi ekki taka neina áhættu og kallaði á sjúkrabíl. Ég fann sjálfur að ég væri í lagi en það er aldrei að vita hvað gerist í svona aðstæðum." Hann gat svo mætt aftur næsta dag og fagnað sigrinum á mótinu með sínum liðsfélögum. „Þetta er nú í fyrsta skiptið sem eitthvað svona lagað kemur fyrir mig. Ég var búinn að gera allar æfingarnar í upphitun án vandræða. Svo bara gerist eitthvað hjá mér sem ég kann ekki að útskýra." Róbert var þó á sínu síðasta áhaldi og „kláraði" því mótið eins og hann ætlaði sér. Það er mikið um að vera í íslenskum fimleikum þessar vikurnar. Um næstu helgi fer fram Íslandsmótið í hópfimleikum þar sem í fyrsta sinn verður keppt í flokki þar sem keppendur af báðum kynjum eru saman í hópum. Um þarnæstu helgi fer svo fram Íslandsmótið í áhaldafimleikum þar sem Róbert mun keppa að óbreyttu. Norðurlandamótið í hópfimleikum fer fram í næsta mánuði þar sem Ísland mun eiga fjögur lið.
Innlendar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira