Verðfangar 2. mars 2007 17:02 Á dögunum fengum við parið þá undursamlegu hugmynd að bregða okkur út fyrir landssteinana í eina litla helgarferð, svona rétt til að hlaða batteríin áður en undirritaður steypir sér í kosningabaráttu og fer að hlaupa um kjördæmið eins og byssubrandur til þess að tala uppi á kössum í stórmörkuðum, taka í höndina á borgurunum og dreifa bæklingum. Við uppveðruðumst við þessa hugmynd og náðum í dagatölin okkar. Þarna var helgi laus, upplagt að skjótast til London, þar sem við getum meira að segja fengið ókeypis gistingu. Þessi stórbrotna ráðagjörð átti ekki að geta mistekist. Við vorum byrjuð að pakka í huganum. EN svo fórum við á netið. London er í alfaraleið, þannig að við bjuggumst við að undir eins myndu poppa upp á netsíðum flugfélaganna aðlaðandi tilboð um flugfarseðla. Þrjú flugfélög fljúga þessa leið, Iceland Express, Icelandair og British Airwaves, þannig að þarna ætti að vera samkeppni. Og mars er ekki beinlínis háannatími, að því er ég best veit. Við bjuggumst því við að það hlyti að vera hægt að fljúga til London fyrir tæplega 20 þúsund krónur á mann, ef ekki minna. Það er alla vega sú tala sem maður heyrir yfirleitt, þegar flugfélögin auglýsa. NIÐURSTAÐA verðkönnunar okkar var þessi: Ódýrustu farmiðarnir sem flugfélögin gátu boðið okkur upp á voru á bilinu 60 þúsund til 85 þúsund krónur fyrir okkur bæði. Þannig var nú það. Ég ítreka að ég er að tala um London, ekki Suður-Afríku eða Fiji-eyjar. Og þetta voru bara flugmiðarnir. Eitt flugfélagið reyndi að koma betur út úr verðsamanburðinum með því að láta flugvallarskattana og önnur gjöld koma inn í verðið á síðari stigum bókunarferlisins, en við sáum í gegnum það. Skattar og gjöld fyrir okkur bæði reyndist í öllum tilvikum vera í kringum 20 þúsund kallinn. HUGMYNDIN var skotin niður. Þetta voru ekki réttlætanlegar summur fyrir þriggja daga ferð. En segjum nú sem svo að okkur hefði dottið í hug í staðinn að vera sannir Íslendingar og skreppa í flugferð innanlands, til dæmis til Akureyrar á skíði. Nú vill svo til að við athuguðum það fyrr í vetur. Bara farið þangað reyndist vera á u.þ.b. 40 þúsund krónur fyrir tvo. „Það er bara eins og að fara til London," sögðum við þá. Tómt mál að tala um landið sem eitt atvinnusvæði meðan það kostar formúgur að ferðast um það, hugsaði ég, pólitískt. ÉG held að niðurstaðan úr þessu öllu sé sú að líklega förum við ekki hænufet. Í mesta lagi í bíó. Það er líklega eina ódýra leiðin sem Íslendingar hafa til þess að flýja veruleikann, án þess að fara á hausinn. Ef boðið væri upp á skipasiglingar eins og á tímum Fjölnismanna á þolanlegu verði myndi ég slá til. Það er nokkuð ljóst að eitthvað þarf að gera í málinu. Íslendingar eru verðfangar í eigin landi. Ég er alvarlega að íhuga að setja á flot flöskuskeyti, í anda Róbinson Krúsó, með beiðni um neyðaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Á dögunum fengum við parið þá undursamlegu hugmynd að bregða okkur út fyrir landssteinana í eina litla helgarferð, svona rétt til að hlaða batteríin áður en undirritaður steypir sér í kosningabaráttu og fer að hlaupa um kjördæmið eins og byssubrandur til þess að tala uppi á kössum í stórmörkuðum, taka í höndina á borgurunum og dreifa bæklingum. Við uppveðruðumst við þessa hugmynd og náðum í dagatölin okkar. Þarna var helgi laus, upplagt að skjótast til London, þar sem við getum meira að segja fengið ókeypis gistingu. Þessi stórbrotna ráðagjörð átti ekki að geta mistekist. Við vorum byrjuð að pakka í huganum. EN svo fórum við á netið. London er í alfaraleið, þannig að við bjuggumst við að undir eins myndu poppa upp á netsíðum flugfélaganna aðlaðandi tilboð um flugfarseðla. Þrjú flugfélög fljúga þessa leið, Iceland Express, Icelandair og British Airwaves, þannig að þarna ætti að vera samkeppni. Og mars er ekki beinlínis háannatími, að því er ég best veit. Við bjuggumst því við að það hlyti að vera hægt að fljúga til London fyrir tæplega 20 þúsund krónur á mann, ef ekki minna. Það er alla vega sú tala sem maður heyrir yfirleitt, þegar flugfélögin auglýsa. NIÐURSTAÐA verðkönnunar okkar var þessi: Ódýrustu farmiðarnir sem flugfélögin gátu boðið okkur upp á voru á bilinu 60 þúsund til 85 þúsund krónur fyrir okkur bæði. Þannig var nú það. Ég ítreka að ég er að tala um London, ekki Suður-Afríku eða Fiji-eyjar. Og þetta voru bara flugmiðarnir. Eitt flugfélagið reyndi að koma betur út úr verðsamanburðinum með því að láta flugvallarskattana og önnur gjöld koma inn í verðið á síðari stigum bókunarferlisins, en við sáum í gegnum það. Skattar og gjöld fyrir okkur bæði reyndist í öllum tilvikum vera í kringum 20 þúsund kallinn. HUGMYNDIN var skotin niður. Þetta voru ekki réttlætanlegar summur fyrir þriggja daga ferð. En segjum nú sem svo að okkur hefði dottið í hug í staðinn að vera sannir Íslendingar og skreppa í flugferð innanlands, til dæmis til Akureyrar á skíði. Nú vill svo til að við athuguðum það fyrr í vetur. Bara farið þangað reyndist vera á u.þ.b. 40 þúsund krónur fyrir tvo. „Það er bara eins og að fara til London," sögðum við þá. Tómt mál að tala um landið sem eitt atvinnusvæði meðan það kostar formúgur að ferðast um það, hugsaði ég, pólitískt. ÉG held að niðurstaðan úr þessu öllu sé sú að líklega förum við ekki hænufet. Í mesta lagi í bíó. Það er líklega eina ódýra leiðin sem Íslendingar hafa til þess að flýja veruleikann, án þess að fara á hausinn. Ef boðið væri upp á skipasiglingar eins og á tímum Fjölnismanna á þolanlegu verði myndi ég slá til. Það er nokkuð ljóst að eitthvað þarf að gera í málinu. Íslendingar eru verðfangar í eigin landi. Ég er alvarlega að íhuga að setja á flot flöskuskeyti, í anda Róbinson Krúsó, með beiðni um neyðaraðstoð.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun