Aldarafmæli Íslandsvinar 21. febrúar 2007 10:00 Breska skáldið Wystan Hugh Auden var annálaður Íslandsvinur en skáldjöfur þessi er af mörgum talinn eitt ágætasta skáld enskrar tungu á tuttugustu öld þó að alla jafna fari ekki hátt um ævi hans og störf. Auden var einkar fjölhæfur höfundur. Þótt hann sé nú þekktastur fyrir ljóðin fékkst hann einnig við leikritaskrif, kvikmyndahandrit og gagnrýni auk þess sem íslenskir tónlistarunnendur geta nú notið textasnilli hans í óperunni Flagari í framsókn eftir Stravinskí sem nú er til sýninga í Ingólfsstrætinu. Auden hafði sérlegt dálæti á norrænni menningu og taldi sig eiga ættir að rekja til Íslands og ferðaðist hingað í tvígang. Í fyrri heimsókninni árið 1936 var hann í félagi við írska skáldið Louis MacNeice en í sameiningu skrifuðu þeir bókina Letters from Iceland sem geymir undarlega blöndu af kveðskap og prósa, staðháttalýsingar og skondnar sögur af ferðum þeirra um landið. Í seinna skiptið kom skáldið hingað til lands fyrir milligöngu þáverandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, og var þá haldið sérstakt skáldaþing honum til heiðurs þar sem helstu andans menn þjóðarinnar tóku þátt. Í þakkarræðu sinni við það tilefni lét hann þess getið að fyrir sér væri Ísland enn heilög jörð. Til minningar um þá heimsókn sína orti hann síðar kvæðið „Iceland Revisited“. Nýjasta hefti tímaritsins Jón á Bægisá er helgað minningu Audens en þar er að finna töluvert af áður óbirtum þýðingum á kvæðum skáldsins, þar á meðal kveðskap sem tengist Íslandsheimsóknum hans, auk ítarlegrar umfjöllunar um æviferil hans og skáldskap. Þýðandi og umsjónarmaður efnisins er Ögmundur Bjarnason, þýðandi og læknir, en auk þess rita þar fleiri höfundar. Í tilefni af aldarafmælinu standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, tímaritið Jón á Bægisá og breska sendiráðið fyrir hátíðardagskrá honum til heiðurs í dag. Þar flytja frú Vigdís Finnbogadóttir og sendiherrann Alp Mehmet ávörp um skáldið og verða ljóð hans lesin bæði á frummálinu og á ensku. Rithöfundurinn Matthías Johannessen fjallar um kynni sín af skáldinu og Ögmundur Bjarnason segir frá Auden og nýjum þýðingum sínum. Dagskráin fer fram í stofu 101 í Odda og hefst hún kl. 15.30. Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Breska skáldið Wystan Hugh Auden var annálaður Íslandsvinur en skáldjöfur þessi er af mörgum talinn eitt ágætasta skáld enskrar tungu á tuttugustu öld þó að alla jafna fari ekki hátt um ævi hans og störf. Auden var einkar fjölhæfur höfundur. Þótt hann sé nú þekktastur fyrir ljóðin fékkst hann einnig við leikritaskrif, kvikmyndahandrit og gagnrýni auk þess sem íslenskir tónlistarunnendur geta nú notið textasnilli hans í óperunni Flagari í framsókn eftir Stravinskí sem nú er til sýninga í Ingólfsstrætinu. Auden hafði sérlegt dálæti á norrænni menningu og taldi sig eiga ættir að rekja til Íslands og ferðaðist hingað í tvígang. Í fyrri heimsókninni árið 1936 var hann í félagi við írska skáldið Louis MacNeice en í sameiningu skrifuðu þeir bókina Letters from Iceland sem geymir undarlega blöndu af kveðskap og prósa, staðháttalýsingar og skondnar sögur af ferðum þeirra um landið. Í seinna skiptið kom skáldið hingað til lands fyrir milligöngu þáverandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, og var þá haldið sérstakt skáldaþing honum til heiðurs þar sem helstu andans menn þjóðarinnar tóku þátt. Í þakkarræðu sinni við það tilefni lét hann þess getið að fyrir sér væri Ísland enn heilög jörð. Til minningar um þá heimsókn sína orti hann síðar kvæðið „Iceland Revisited“. Nýjasta hefti tímaritsins Jón á Bægisá er helgað minningu Audens en þar er að finna töluvert af áður óbirtum þýðingum á kvæðum skáldsins, þar á meðal kveðskap sem tengist Íslandsheimsóknum hans, auk ítarlegrar umfjöllunar um æviferil hans og skáldskap. Þýðandi og umsjónarmaður efnisins er Ögmundur Bjarnason, þýðandi og læknir, en auk þess rita þar fleiri höfundar. Í tilefni af aldarafmælinu standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, tímaritið Jón á Bægisá og breska sendiráðið fyrir hátíðardagskrá honum til heiðurs í dag. Þar flytja frú Vigdís Finnbogadóttir og sendiherrann Alp Mehmet ávörp um skáldið og verða ljóð hans lesin bæði á frummálinu og á ensku. Rithöfundurinn Matthías Johannessen fjallar um kynni sín af skáldinu og Ögmundur Bjarnason segir frá Auden og nýjum þýðingum sínum. Dagskráin fer fram í stofu 101 í Odda og hefst hún kl. 15.30.
Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira