Hernaðarsaga Íslands 1170-1581 - Þrjár stjörnur 16. febrúar 2007 09:30 Kærkomið rit um þátt Íslandssögunnar sem lítill gaumur hefur verið gefinn fram til þessa. Það ber þess þó merki að eiga rætur sínar að rekja til háskólaritgerðar og að um frágang og útgáfu sér nýtt og óreynt forlag. Ein forvitnilegasta bókin í jólabókaflóðinu síðasta var „Hernaðarsaga Íslands 1170-1581“. Höfundur hennar er ungur sagnfræðingur, Birgir Loftsson. Í bókinni er rakin hlið á Íslandssögunni sem óhætt er að segja að hafi verið afskipt í ritun hennar fram til þessa. „Verkið greinir m.a. frá vopnabúnaði landsmanna, hernaðarmannvirkjum, herútboðum, landvörnum, hersköttum, herskipulagi, hernaðaraðferðum, þróun og eðli hernaðarátakanna, samfélagslegum áhrifum og síðast en ekki síst er atburðasagan rakin,“ segir í káputexta. Umfjöllunartímabilinu, 1170-1581, er skipt niður í tvö undirtímabil; Sturlungaöld 1170-1262 og síðan tímabil höfðingjaskæra á 15. og 16. öld. Lok síðara tímabilsins, árið 1581, er miðað við svonefndan vopnadóm Magnúsar prúða Jónssonar, sem mælti fyrir um vopnabrot, þ.e. eyðingu vopna í fórum íslenzkra bænda. Í lok bókarinnar eru raktar tilraunir á öldum áður og fram á okkar daga til að setja á fót íslenzkan her. Eru slíkar tilraunir sagðar hafa náð einna lengst á síðari hluta níunda áratugar átjándu aldar, en í ljósi þess að þá stóðu Móðuharðindin hæst er ekki að undra að þau skyldu ekki hafa náð lengra en á undirbúningsstig. „Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins,“ segir svo í kafla um stofnun herlauss íslenzks lýðveldis árið 1944 og fráhvarfið frá hlutleysisstefnu millistríðsáranna. Bókinni lýkur á umræðu um hugmyndir Björns Bjarnasonar um stofnun íslenzks hers til að annast varnir landsins eftir brotthvarf Bandaríkjahers héðan, sem Björn reifaði fyrst árið 1995 en ítrekaði árið 2001. Þessi lokakafli stingur lítið eitt í stúf við meginkafla bókarinnar, enda sjónarhornið annað og pólitískara í lokakaflanum. Í meginköflunum er viðfangsefninu gerð góð skil samkvæmt viðtekinni aðferðafræði sagnfræðinnar, enda á sá texti upptök sín í sagnfræðiritgerð sem höfundur skrifaði hjá Gísla Gunnarssyni, sagnfræðiprófessor við Haskóla Íslands. Gagnrýna má að fagmannlegar mætti standa að myndavali, myndvinnslu, kortagerð og hönnun, svo og uppsetningu og frágangi texta. Auðunn Arnórsson Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Ein forvitnilegasta bókin í jólabókaflóðinu síðasta var „Hernaðarsaga Íslands 1170-1581“. Höfundur hennar er ungur sagnfræðingur, Birgir Loftsson. Í bókinni er rakin hlið á Íslandssögunni sem óhætt er að segja að hafi verið afskipt í ritun hennar fram til þessa. „Verkið greinir m.a. frá vopnabúnaði landsmanna, hernaðarmannvirkjum, herútboðum, landvörnum, hersköttum, herskipulagi, hernaðaraðferðum, þróun og eðli hernaðarátakanna, samfélagslegum áhrifum og síðast en ekki síst er atburðasagan rakin,“ segir í káputexta. Umfjöllunartímabilinu, 1170-1581, er skipt niður í tvö undirtímabil; Sturlungaöld 1170-1262 og síðan tímabil höfðingjaskæra á 15. og 16. öld. Lok síðara tímabilsins, árið 1581, er miðað við svonefndan vopnadóm Magnúsar prúða Jónssonar, sem mælti fyrir um vopnabrot, þ.e. eyðingu vopna í fórum íslenzkra bænda. Í lok bókarinnar eru raktar tilraunir á öldum áður og fram á okkar daga til að setja á fót íslenzkan her. Eru slíkar tilraunir sagðar hafa náð einna lengst á síðari hluta níunda áratugar átjándu aldar, en í ljósi þess að þá stóðu Móðuharðindin hæst er ekki að undra að þau skyldu ekki hafa náð lengra en á undirbúningsstig. „Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins,“ segir svo í kafla um stofnun herlauss íslenzks lýðveldis árið 1944 og fráhvarfið frá hlutleysisstefnu millistríðsáranna. Bókinni lýkur á umræðu um hugmyndir Björns Bjarnasonar um stofnun íslenzks hers til að annast varnir landsins eftir brotthvarf Bandaríkjahers héðan, sem Björn reifaði fyrst árið 1995 en ítrekaði árið 2001. Þessi lokakafli stingur lítið eitt í stúf við meginkafla bókarinnar, enda sjónarhornið annað og pólitískara í lokakaflanum. Í meginköflunum er viðfangsefninu gerð góð skil samkvæmt viðtekinni aðferðafræði sagnfræðinnar, enda á sá texti upptök sín í sagnfræðiritgerð sem höfundur skrifaði hjá Gísla Gunnarssyni, sagnfræðiprófessor við Haskóla Íslands. Gagnrýna má að fagmannlegar mætti standa að myndavali, myndvinnslu, kortagerð og hönnun, svo og uppsetningu og frágangi texta. Auðunn Arnórsson
Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira