Nýr Dyrhólagatisti? 16. febrúar 2007 06:00 Öllum getur skjátlast. En það er misjafnt, hversu illa þeim verður á og hversu vel þeir taka því síðan. Frægt var, þegar Finnur prófessor Magnússon las í maí 1834 kvæði undir fornyrðislagi úr jökulrispum í Runamo í Svíþjóð. Þótti það einhver mesta háðung, sem orðið hefði í norrænum fræðum. Mikill lærdómur leiddi hann í gönur. Finnur var hinn vænsti maður, en lét lítið fara fyrir sér eftir þetta. Annað dæmi var, þegar Björn Jónsson ritstjóri birti í Sunnanfara 1901 mynd af Gatkletti við Arnarstapa á Snæfellsnesi, en sagði, að hún væri af Dyrhólaey. Keppinautur hans, Hannes Þorsteinsson, ritstjóri Þjóðólfs, var ekki seinn að benda á villuna. En Björn vildi ekki viðurkenna hana, þótt augljóst væri, og kallaði Þjóðólfur hann stundum eftir það „Dyrhólagatistann". Þetta uppnefni var því sárara sem Björn hafði sökum þrálátra kvíðakasta ekki lokið prófi frá Kaupmannahafnarháskóla. Það var öllu saklausara, þegar Sigurður Skúlason norrænufræðingur gaf út Sögu Hafnarfjarðar 1933. Hann hafði mislesið te fyrir tjöru í verslunarskýrslum og gert Hafnfirðinga fyrir vikið að áköfum tedrykkjumönnum. Jón Helgason orti um muninn á Kristi og Sigurði: Fyrst kom einn og breytti vatni í vín og vann sér með því frægð sem aldrei dvín. En annar kom og breytti tjöru í te og tók að launum aðeins háð og spé. Sigurður bar ekki sitt barr eftir þetta. Hann hefði auðvitað átt að sjá villuna, en gerði það ekki. Alræmdasta dæmið var af Guðbrandi Jónssyni prófessor. Hann skrifaði í útvarpsgagnrýni í Vísi 19. nóvember 1938, að erindi, sem dr. Björn Karel Þórólfsson skjalavörður hefði flutt, hefði verið „efnisríkt, en of þurrt, og flutningurinn var of þver og svæfandi". Sá hængur var á, að erindið hafði fallið niður. Guðbrandur afsakaði sig með því, að hann hefði sofnað við útvarpið og ekki lesið rétt úr hraðrituðu minnisblaði. Hlegið var um allt land. Þetta varð Jóni Helgasyni tilefni til gamankvæðisins „Hraðritunar". Sigurður A. Magnússon féll síðan fyrir gamalkunnu bragði, þegar borin var undir hann ljóðabók, sem tveir blaðamenn á Vikunni höfðu soðið saman eina sumarnóttina árið 1963. Hann fór hinum lofsamlegustu orðum um bókina, sem prakkararnir nefndu auðvitað Þokur. Þá orti Loftur Guðmundsson: Dæmdi sig hinn dóma strangi dárann mesta í glópa flokki. Alltaf hefði Mera-Mangi muninn þekkt á skeiði og brokki. Faðir Sigurðar var kunnur hestamaður og kallaður Mera-Mangi. Ég sé ekki betur en Þorvaldur Gylfason, sem er einmitt prófessor eins og þeir Finnur og Guðbrandur, sé kominn í þennan fríða flokk. Hann birti hér í blaðinu 10. ágúst 2006 grein um Gini-stuðla, sem áttu að sýna, að tekjuskipting á Íslandi hefði á tíu árum breyst úr því, sem hún var í Noregi, í það, sem hún væri á Bretlandi. En Þorvaldur gáði ekki að því, að Gini-stuðlarnir fyrir önnur lönd voru reiknaðir án söluhagnaðar af hlutabréfum og verðbréfum, eins og venjan er, en þeir Gini-stuðlar, sem hann reiknaði út fyrir Ísland, voru að slíkum hagnaði meðtöldum. Þetta er svipuð villa og ef Sigurður gamli Skúlason hefði lagt saman tölur um notkun Íslendinga á tei og tjöru, fengið út háa tölu, borið hana saman við tölur um notkun annarra þjóða á tei einu saman og síðan fullyrt, að Íslendingar drykkju miklu meira te en aðrar þjóðir. Samkvæmt nýrri skýrslu Evrópusambandsins um tekjuskiptingu 2003-2004, sem er aðgengileg á heimasíðu hagstofunnar, er tekjuskipting á Íslandi ein hin jafnasta í Evrópu, aðeins jafnari í þremur löndum og ójafnari í 27 löndum. Þorvaldur ber ekki fyrir sig eins og Guðbrandur, að hann hafi dottað yfir minnisblaði. Þess í stað skiptir hann um umræðuefni, eins og sést á grein hans hér í blaðinu í gær. Þar víkur hann talinu að því, að tekjuskiptingin sé orðin hér eitthvað ójafnari en hún var fyrir 10-15 árum, sem er eflaust rétt, en minnist ekki á samanburð Gini-stuðla fyrir Ísland og önnur lönd, sem var aðalatriðið í máli hans síðastliðið haust. Þorvaldur þrætir þannig enn fyrir, að mynd sín af tekjuskiptingunni sé röng. Höfum við Íslendingar eignast nýjan Dyrhólagatista? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Öllum getur skjátlast. En það er misjafnt, hversu illa þeim verður á og hversu vel þeir taka því síðan. Frægt var, þegar Finnur prófessor Magnússon las í maí 1834 kvæði undir fornyrðislagi úr jökulrispum í Runamo í Svíþjóð. Þótti það einhver mesta háðung, sem orðið hefði í norrænum fræðum. Mikill lærdómur leiddi hann í gönur. Finnur var hinn vænsti maður, en lét lítið fara fyrir sér eftir þetta. Annað dæmi var, þegar Björn Jónsson ritstjóri birti í Sunnanfara 1901 mynd af Gatkletti við Arnarstapa á Snæfellsnesi, en sagði, að hún væri af Dyrhólaey. Keppinautur hans, Hannes Þorsteinsson, ritstjóri Þjóðólfs, var ekki seinn að benda á villuna. En Björn vildi ekki viðurkenna hana, þótt augljóst væri, og kallaði Þjóðólfur hann stundum eftir það „Dyrhólagatistann". Þetta uppnefni var því sárara sem Björn hafði sökum þrálátra kvíðakasta ekki lokið prófi frá Kaupmannahafnarháskóla. Það var öllu saklausara, þegar Sigurður Skúlason norrænufræðingur gaf út Sögu Hafnarfjarðar 1933. Hann hafði mislesið te fyrir tjöru í verslunarskýrslum og gert Hafnfirðinga fyrir vikið að áköfum tedrykkjumönnum. Jón Helgason orti um muninn á Kristi og Sigurði: Fyrst kom einn og breytti vatni í vín og vann sér með því frægð sem aldrei dvín. En annar kom og breytti tjöru í te og tók að launum aðeins háð og spé. Sigurður bar ekki sitt barr eftir þetta. Hann hefði auðvitað átt að sjá villuna, en gerði það ekki. Alræmdasta dæmið var af Guðbrandi Jónssyni prófessor. Hann skrifaði í útvarpsgagnrýni í Vísi 19. nóvember 1938, að erindi, sem dr. Björn Karel Þórólfsson skjalavörður hefði flutt, hefði verið „efnisríkt, en of þurrt, og flutningurinn var of þver og svæfandi". Sá hængur var á, að erindið hafði fallið niður. Guðbrandur afsakaði sig með því, að hann hefði sofnað við útvarpið og ekki lesið rétt úr hraðrituðu minnisblaði. Hlegið var um allt land. Þetta varð Jóni Helgasyni tilefni til gamankvæðisins „Hraðritunar". Sigurður A. Magnússon féll síðan fyrir gamalkunnu bragði, þegar borin var undir hann ljóðabók, sem tveir blaðamenn á Vikunni höfðu soðið saman eina sumarnóttina árið 1963. Hann fór hinum lofsamlegustu orðum um bókina, sem prakkararnir nefndu auðvitað Þokur. Þá orti Loftur Guðmundsson: Dæmdi sig hinn dóma strangi dárann mesta í glópa flokki. Alltaf hefði Mera-Mangi muninn þekkt á skeiði og brokki. Faðir Sigurðar var kunnur hestamaður og kallaður Mera-Mangi. Ég sé ekki betur en Þorvaldur Gylfason, sem er einmitt prófessor eins og þeir Finnur og Guðbrandur, sé kominn í þennan fríða flokk. Hann birti hér í blaðinu 10. ágúst 2006 grein um Gini-stuðla, sem áttu að sýna, að tekjuskipting á Íslandi hefði á tíu árum breyst úr því, sem hún var í Noregi, í það, sem hún væri á Bretlandi. En Þorvaldur gáði ekki að því, að Gini-stuðlarnir fyrir önnur lönd voru reiknaðir án söluhagnaðar af hlutabréfum og verðbréfum, eins og venjan er, en þeir Gini-stuðlar, sem hann reiknaði út fyrir Ísland, voru að slíkum hagnaði meðtöldum. Þetta er svipuð villa og ef Sigurður gamli Skúlason hefði lagt saman tölur um notkun Íslendinga á tei og tjöru, fengið út háa tölu, borið hana saman við tölur um notkun annarra þjóða á tei einu saman og síðan fullyrt, að Íslendingar drykkju miklu meira te en aðrar þjóðir. Samkvæmt nýrri skýrslu Evrópusambandsins um tekjuskiptingu 2003-2004, sem er aðgengileg á heimasíðu hagstofunnar, er tekjuskipting á Íslandi ein hin jafnasta í Evrópu, aðeins jafnari í þremur löndum og ójafnari í 27 löndum. Þorvaldur ber ekki fyrir sig eins og Guðbrandur, að hann hafi dottað yfir minnisblaði. Þess í stað skiptir hann um umræðuefni, eins og sést á grein hans hér í blaðinu í gær. Þar víkur hann talinu að því, að tekjuskiptingin sé orðin hér eitthvað ójafnari en hún var fyrir 10-15 árum, sem er eflaust rétt, en minnist ekki á samanburð Gini-stuðla fyrir Ísland og önnur lönd, sem var aðalatriðið í máli hans síðastliðið haust. Þorvaldur þrætir þannig enn fyrir, að mynd sín af tekjuskiptingunni sé röng. Höfum við Íslendingar eignast nýjan Dyrhólagatista?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun