Breiðavík eftir harmleikinn 12. febrúar 2007 10:00 Guðný Halldórsdóttir Vann í Breiðavík og byggir nýja mynd sína á þeirri reynslu. „Við vissum að þarna hefði ofbeldi átt sér stað, en ekki að það var kynferðislegt," segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri um Breiðavíkurmálið. Guðný vinnur að myndinni Veðramót, sem fjallar um börn og starfsmenn á ótilteknu betrunarheimili úti á landi um miðjan 8. áratuginn. Handritið byggir Guðný lauslega á reynslu sinni þegar hún vann í Breiðavík um miðjan 8. áratuginn, eftir að harmleikurinn sem nú er í umræðunni átti sér stað. Guðný segir að á þessum tíma hafi verið gerð bylting í rekstri betrunarheimila og hann færður til nútímahorfs. „Við fórum til Breiðavíkur, nokkrir ungir og hressir hippar. Það hafði greinilega eitthvað gerst þar, var skítalykt af því máli en við vissum aldrei almennilega hvað hafði gerst. Sumir drengjanna sem voru þarna áður og höfðu sætt ofbeldi voru áfram hjá okkur og sögðu okkur undan og ofan af því hvað hafði gerst. Aðrir drengir sem höfðu sætt ofbeldi í Breiðavík heimsóttu staðinn á sumrin og sögðu okkur hluta af því sem hafði gerst." Guðný segir að sú regla sem höfð var á þegar hún vann í Breiðavík var að koma fram við unglingana eins og jafningja í staðinn fyrir að beita þá harðræði. „Þetta voru börn sem höfðu gengið í gegnum ýmislegt, í flestum tilfellum var ástandið áskapað og ekki þeim að kenna. Fyrir þá sem voru þarna áfram tók veröldin stakkaskiptum og sumir hafa lýst því að þetta hafi verið yndislegustu tímar á ævi þeirra." Á þeim tíma sem Guðný var í Breiðavík var tekin upp sú nýbreytni að stúlkur voru einnig sendar á betrunarheimilið. „Stúlkurnar sem voru sendar á heimilið höfðu flestar orðið fyrir sifjaspellum. Þær voru sendar í hálfgerða fangavist út á land á meðan pabbar þeirra og afar sem höfðu misnotað þær héldu áfram uppteknum hætti í bænum. Það er ýmislegt sem á eftir að koma í ljós í þessu máli." Tökum á Veðramótum lauk á fimmtudag og nú tekur eftirvinnslan við. Guðný býst við að myndin verði frumsýnd í ágúst í sumar og vonar að hún verði gott innlegg í þarfa umræðu um ofbeldi gegn börnum. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Við vissum að þarna hefði ofbeldi átt sér stað, en ekki að það var kynferðislegt," segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri um Breiðavíkurmálið. Guðný vinnur að myndinni Veðramót, sem fjallar um börn og starfsmenn á ótilteknu betrunarheimili úti á landi um miðjan 8. áratuginn. Handritið byggir Guðný lauslega á reynslu sinni þegar hún vann í Breiðavík um miðjan 8. áratuginn, eftir að harmleikurinn sem nú er í umræðunni átti sér stað. Guðný segir að á þessum tíma hafi verið gerð bylting í rekstri betrunarheimila og hann færður til nútímahorfs. „Við fórum til Breiðavíkur, nokkrir ungir og hressir hippar. Það hafði greinilega eitthvað gerst þar, var skítalykt af því máli en við vissum aldrei almennilega hvað hafði gerst. Sumir drengjanna sem voru þarna áður og höfðu sætt ofbeldi voru áfram hjá okkur og sögðu okkur undan og ofan af því hvað hafði gerst. Aðrir drengir sem höfðu sætt ofbeldi í Breiðavík heimsóttu staðinn á sumrin og sögðu okkur hluta af því sem hafði gerst." Guðný segir að sú regla sem höfð var á þegar hún vann í Breiðavík var að koma fram við unglingana eins og jafningja í staðinn fyrir að beita þá harðræði. „Þetta voru börn sem höfðu gengið í gegnum ýmislegt, í flestum tilfellum var ástandið áskapað og ekki þeim að kenna. Fyrir þá sem voru þarna áfram tók veröldin stakkaskiptum og sumir hafa lýst því að þetta hafi verið yndislegustu tímar á ævi þeirra." Á þeim tíma sem Guðný var í Breiðavík var tekin upp sú nýbreytni að stúlkur voru einnig sendar á betrunarheimilið. „Stúlkurnar sem voru sendar á heimilið höfðu flestar orðið fyrir sifjaspellum. Þær voru sendar í hálfgerða fangavist út á land á meðan pabbar þeirra og afar sem höfðu misnotað þær héldu áfram uppteknum hætti í bænum. Það er ýmislegt sem á eftir að koma í ljós í þessu máli." Tökum á Veðramótum lauk á fimmtudag og nú tekur eftirvinnslan við. Guðný býst við að myndin verði frumsýnd í ágúst í sumar og vonar að hún verði gott innlegg í þarfa umræðu um ofbeldi gegn börnum.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira