Þrjár sýningar á einum degi 11. febrúar 2007 16:00 Orri Huginn fer með hlutverk í þremur sýningum í dag, hvorki meira né minna. MYND/Valli „Þetta verður svolítill sprettur. Það er spurning hvort maður þurfi ekki að útvega sér þyrlu. Það er annað hvort það eða að láta klóna sig,“ segir Orri Huginn Ágústsson, leikari, sem fer með hlutverk í hvorki meira né minna en þremur sýningum í dag og er uppselt á þær allar. Fyrst leikur hann í Ronju ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu eins og hann hefur gert undanfarið ár, síðan tekur við frumsýning á söngleiknum Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu og loks brunar hann aftur í Borgarleikhúsið til að leika í Eilífri hamingju. „Maður þarf að vera klofinn persónuleiki til að geta þetta en ég hugsa að ég geti þetta samt. Vonandi slæðast ekki vitlausar setningar inn í verkin, t.d setningar úr millistjórnendadrama inn í miðja barnasýningu,“ segir hann. Orri, sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands vorið 2005, segist aldrei hafa leikið í svo mörgum sýningum sama daginn. Mest hafi hann leikið í tveimur á dag. „Þetta verður mikil eldskírn og það er bara gaman að því. Þetta verður ábyggilega þrumu adrenalínspark. Maður á ábyggilega eftir að leka niður eftir þetta og sofa í þrjá daga.“ Orri hefur einnig verið að æfa fyrir leikritið Grettir sem verður frumsýnt í lok mars. „Það er enn dágóður tími þangað til en kannski þarf maður að ná fjórum sýningum sama dag. Maður lætur kannski reyna á það ef þetta gengur vel.“ Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta verður svolítill sprettur. Það er spurning hvort maður þurfi ekki að útvega sér þyrlu. Það er annað hvort það eða að láta klóna sig,“ segir Orri Huginn Ágústsson, leikari, sem fer með hlutverk í hvorki meira né minna en þremur sýningum í dag og er uppselt á þær allar. Fyrst leikur hann í Ronju ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu eins og hann hefur gert undanfarið ár, síðan tekur við frumsýning á söngleiknum Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu og loks brunar hann aftur í Borgarleikhúsið til að leika í Eilífri hamingju. „Maður þarf að vera klofinn persónuleiki til að geta þetta en ég hugsa að ég geti þetta samt. Vonandi slæðast ekki vitlausar setningar inn í verkin, t.d setningar úr millistjórnendadrama inn í miðja barnasýningu,“ segir hann. Orri, sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands vorið 2005, segist aldrei hafa leikið í svo mörgum sýningum sama daginn. Mest hafi hann leikið í tveimur á dag. „Þetta verður mikil eldskírn og það er bara gaman að því. Þetta verður ábyggilega þrumu adrenalínspark. Maður á ábyggilega eftir að leka niður eftir þetta og sofa í þrjá daga.“ Orri hefur einnig verið að æfa fyrir leikritið Grettir sem verður frumsýnt í lok mars. „Það er enn dágóður tími þangað til en kannski þarf maður að ná fjórum sýningum sama dag. Maður lætur kannski reyna á það ef þetta gengur vel.“
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira