Þrjár sýningar á einum degi 11. febrúar 2007 16:00 Orri Huginn fer með hlutverk í þremur sýningum í dag, hvorki meira né minna. MYND/Valli „Þetta verður svolítill sprettur. Það er spurning hvort maður þurfi ekki að útvega sér þyrlu. Það er annað hvort það eða að láta klóna sig,“ segir Orri Huginn Ágústsson, leikari, sem fer með hlutverk í hvorki meira né minna en þremur sýningum í dag og er uppselt á þær allar. Fyrst leikur hann í Ronju ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu eins og hann hefur gert undanfarið ár, síðan tekur við frumsýning á söngleiknum Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu og loks brunar hann aftur í Borgarleikhúsið til að leika í Eilífri hamingju. „Maður þarf að vera klofinn persónuleiki til að geta þetta en ég hugsa að ég geti þetta samt. Vonandi slæðast ekki vitlausar setningar inn í verkin, t.d setningar úr millistjórnendadrama inn í miðja barnasýningu,“ segir hann. Orri, sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands vorið 2005, segist aldrei hafa leikið í svo mörgum sýningum sama daginn. Mest hafi hann leikið í tveimur á dag. „Þetta verður mikil eldskírn og það er bara gaman að því. Þetta verður ábyggilega þrumu adrenalínspark. Maður á ábyggilega eftir að leka niður eftir þetta og sofa í þrjá daga.“ Orri hefur einnig verið að æfa fyrir leikritið Grettir sem verður frumsýnt í lok mars. „Það er enn dágóður tími þangað til en kannski þarf maður að ná fjórum sýningum sama dag. Maður lætur kannski reyna á það ef þetta gengur vel.“ Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta verður svolítill sprettur. Það er spurning hvort maður þurfi ekki að útvega sér þyrlu. Það er annað hvort það eða að láta klóna sig,“ segir Orri Huginn Ágústsson, leikari, sem fer með hlutverk í hvorki meira né minna en þremur sýningum í dag og er uppselt á þær allar. Fyrst leikur hann í Ronju ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu eins og hann hefur gert undanfarið ár, síðan tekur við frumsýning á söngleiknum Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu og loks brunar hann aftur í Borgarleikhúsið til að leika í Eilífri hamingju. „Maður þarf að vera klofinn persónuleiki til að geta þetta en ég hugsa að ég geti þetta samt. Vonandi slæðast ekki vitlausar setningar inn í verkin, t.d setningar úr millistjórnendadrama inn í miðja barnasýningu,“ segir hann. Orri, sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands vorið 2005, segist aldrei hafa leikið í svo mörgum sýningum sama daginn. Mest hafi hann leikið í tveimur á dag. „Þetta verður mikil eldskírn og það er bara gaman að því. Þetta verður ábyggilega þrumu adrenalínspark. Maður á ábyggilega eftir að leka niður eftir þetta og sofa í þrjá daga.“ Orri hefur einnig verið að æfa fyrir leikritið Grettir sem verður frumsýnt í lok mars. „Það er enn dágóður tími þangað til en kannski þarf maður að ná fjórum sýningum sama dag. Maður lætur kannski reyna á það ef þetta gengur vel.“
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira