Anna and the Moods - fjórar stjörnur 11. febrúar 2007 00:01 Stórsniðugt en snjöll mynd með afbragðs tónlist og óvenjulegri sögu. Sagan um Önnu og skapsveiflurnar er blessunarlega laus við klassískan boðskap flestra teiknimynda enda er hlutverk hennar ekki að hvetja áhorfendur sína til að vera trúir sjálfum sér, trúa á mátt kærleikans eða vináttunnar heldur er þarna á ferð lítil saga um stórt og algengt vandamál. Myndin er ósköp litrík og ekkert sérlega sæt (sem er frábært því ekki vantar þær heldur) og sagan ætti að höfða til allra þeirra sem hafa gengið í gegnum hroða gelgjuskeiðsins eða eiga það eftir í náinni framtíð. Sagan er þó nokkuð sundurlaus sem skýrist að hluta til af lengd hennar sem ekki býður upp á miklar útskýringar. Persónurnar eru vel skapaðar en framvindan óvenjuhröð og undurfurðuleg eins og gerist og gengur í ævintýrum. Teikningarnar eru eftirminnilegar og útlitið fallega unnið frá öllum sjónarhornum. Tónlist Julians Nott vinnur afbragðsvel með öllu saman, hún er dillandi og drungaleg og nokkuð áberandi en það er jú ætlunin - að vekja eyru unga fólksins og fá þau til að hlusta á klassíska tónlist. Á frumsýningunni var boðið upp á bæði enska og íslenska útgáfu myndarinnar og var talsetning beggja þeirra til fyrirmyndar - reyndar held ég meira upp á þá íslensku því hún var ekki eins ýkt og sú enska, því fannst mér til dæmis Ólafía Hrönn Jónsdóttir skemmtilegri Anna heldur en Björk. Það var kærkomið að sjá myndina tvisvar því hún batnar með hverju áhorfi - smáatriði sem höfða til húmors hinna eldri eru fjölmörg. Vísanaheimur þessarar myndar er aðeins að hluta í hinni „barnalegu“ teiknimynd og spurning hvort yngstu íslensku áhorfendurnir nái að njóta hennar til fulls, einkum þeir sem ekki hafa enn lært að lesa ensku. Krökkum á þó vafalítið eftir að finnast þessi stuttmynd afar fyndin, eins og vel komi í ljós á frumsýningunni. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Sagan um Önnu og skapsveiflurnar er blessunarlega laus við klassískan boðskap flestra teiknimynda enda er hlutverk hennar ekki að hvetja áhorfendur sína til að vera trúir sjálfum sér, trúa á mátt kærleikans eða vináttunnar heldur er þarna á ferð lítil saga um stórt og algengt vandamál. Myndin er ósköp litrík og ekkert sérlega sæt (sem er frábært því ekki vantar þær heldur) og sagan ætti að höfða til allra þeirra sem hafa gengið í gegnum hroða gelgjuskeiðsins eða eiga það eftir í náinni framtíð. Sagan er þó nokkuð sundurlaus sem skýrist að hluta til af lengd hennar sem ekki býður upp á miklar útskýringar. Persónurnar eru vel skapaðar en framvindan óvenjuhröð og undurfurðuleg eins og gerist og gengur í ævintýrum. Teikningarnar eru eftirminnilegar og útlitið fallega unnið frá öllum sjónarhornum. Tónlist Julians Nott vinnur afbragðsvel með öllu saman, hún er dillandi og drungaleg og nokkuð áberandi en það er jú ætlunin - að vekja eyru unga fólksins og fá þau til að hlusta á klassíska tónlist. Á frumsýningunni var boðið upp á bæði enska og íslenska útgáfu myndarinnar og var talsetning beggja þeirra til fyrirmyndar - reyndar held ég meira upp á þá íslensku því hún var ekki eins ýkt og sú enska, því fannst mér til dæmis Ólafía Hrönn Jónsdóttir skemmtilegri Anna heldur en Björk. Það var kærkomið að sjá myndina tvisvar því hún batnar með hverju áhorfi - smáatriði sem höfða til húmors hinna eldri eru fjölmörg. Vísanaheimur þessarar myndar er aðeins að hluta í hinni „barnalegu“ teiknimynd og spurning hvort yngstu íslensku áhorfendurnir nái að njóta hennar til fulls, einkum þeir sem ekki hafa enn lært að lesa ensku. Krökkum á þó vafalítið eftir að finnast þessi stuttmynd afar fyndin, eins og vel komi í ljós á frumsýningunni. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira